Fara í efni

Fréttir

Tilkynning

Flughált í Kjósinni

Eyrarfjallsvegur er mjög varasamur flughált .. sýnið aðgát
Tilkynning

Sorplosun

Sorpbíll er á ferðinni í dag og eru íbúar eru hvattir til að hreinsa snjó frá tunnunum sínum til að tryggja aðgengi annars verður ekki tæmt. Þar sem er þröngt að húsum vegna snjóaruðninga þarf að færa tunnur að afleggjurum.
Bygginga- og skipulagsmál

Kjósarhreppur auglýsir skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sandslundur - Deiliskipulag

Um er að ræða deiliskipulag fyrir svæði sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði í gildandi Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029. Skipulagssvæðið er um 11 ha og liggur milli Sandsár norðanverðrar og vestan við aðkomuveg að Sandi. Innan svæðisins eru 6 lóðir, uppbygging er hafin á tveimur lóðum og fjórar lóðir eru óbyggðar. Land skipulagssvæðis er fremur flatt og að hluta til á ræktuðum túnum.