Dagforeldrar
Niðurgreiðslur til dagforeldra
1) Dagforeldrar með þjónustusamning
Hreppsnefnd Kjósarhrepps gerir þjónustusamning við þá dagforeldra sem þess óska bæði innanbæjar sem utan.
Skilyrði fyrir niðurgreiðslu:
- Að hlutaðeigandi barn hafi náð 9 mánaða aldri og eigi lögheimili í Kjósarhreppi.
- Greiðslur hefjast í mánuðnum sem barnið verður 9 mánaða.
- Greiðslur vegna barna einstæða foreldra hefjast í mánuðnum sem barnið verður 6 mánaða.
- Að viðkomandi dagforeldri hafi leyfi samkvæmt reglugerð um daggæslu í heimahúsum.
- Að fyrir liggi þjónustusamningur milli dagforeldris, foreldra og Kjósarhrepps.
Við upphaf vistunar barns hjá dagforeldri sem er með þjónustusamning þá er gerður þríhliða samningur milli foreldra, dagforeldris og Kjósarhrepps.
Í samningnum kemur fram hvenær barn byrjar vistun, vistunartíminn, mánaðargjald foreldra og niðurgreiðsla frá Kjósarhreppi til dagforeldris. Uppsögn á samningnum skal gerð með mánaðar fyrirvara.
2) Dagforeldrar án þjónustusamnings
Þegar börn eru vistuð hjá dagforeldri sem ekki er með þjónustusamning þá eru engar niðurgreiðslur af hálfu Kjósarhrepps til dagforeldris.
Sjá gjaldskrá vegna dagforeldra hér.