Félag sumarh.e. Valshamar
VALSHAMAR, félag sumarbústaðaeigenda í Eilífsdal, Kjós
Stjórn Valshamars 2024-2025 skipa:
Formaður - Magnús Sigurðsson Hlíð 13a .
Gjaldkeri - Estiva Einarsdóttir, Hlíð 31
Ritari og upplýsingafulltrúi - Ester Inga Óskarsdóttir, Hlíð 31
Meðstjórnandi - Björgvin Magnússon Eyrum 24.
Meðstjórnandi - Eggert Claessen Hlíð 23
Endurskoðendur - Egill Sigurðsson Eyrar 25 og Þórunn Liv Kvaran, Eyrar 14
Landeigandi - Sigurþór Gíslason, Meðalfelli í Kjós
Valshamars netfangið valshamarkjos@gmail.com
Valshamar.
Lög frístundahúsafélagsins Valshamars.
1.gr.
Nafn félagsins er Valshamar. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.
2. gr.
Allir frístundahúsalóðahafar á félagssvæði Valshamars í frístundabyggðinni eru félagsmenn.
Á félagssvæði frístundabyggðarinnar fylgir eitt atkvæði hverri lóð undir frístundahús og fer umráðamaður lóðar með atkvæðisréttinn.
3.gr.
Hlutverk félagsins í frístundabyggðinni er m.a. að taka ákvarðanir um:
1. Að sjá um sameiginleg hagsmunamál lóðahafa á félagssvæði Valshamars.
2. lagningu og viðhald akvega og göngustíga að og innan svæðis,
3. gerð og rekstur á sameiginlegum svæðum í frístundabyggðinni, svo sem leiksvæðum og bílastæðum.
4. gerð og rekstur á sameiginlegum aðveitum og fráveitum,
5. gerð og viðhald sameiginlegrar girðingar um svæðið.
4. gr.
Ef félagsmaður ræðst í framkvæmdir á lóð sinni og af því hlýst tjón á sameigninni ber hann ábyrgð á því þrátt fyrir að þriðji maður á hans vegum veldur tjóninu.
Stjórn félags í frístundabyggð skal hlutast til um að samþykkum félagsins verði þinglýst á allar þær fasteignir sem taldar eru upp í samþykktum þess.
5.gr.
Kostnaður skiptist að jöfnu og ræðst af fjölda lóða undir frístundahús á félagssvæðinu. Umráðamanni lóðar undir frístundahús er skylt að greiða sinn hluta kostnaðar sem hlýst af ákvörðun sem löglega hefur verið tekin.
Greiði félagsmaður ekki hlutdeild sína í sameiginlegum kostnaði og í félagssjóð eignast félagið lögveð í eign hans á félagssvæðinu til tryggingar kröfunni. Lögveðið nær einnig til vaxta og innheimtukostnaðar af kröfunni ef því er að skipta.
Lögveð stofnast þegar félagið innir greiðslu af hendi eða á gjalddaga félagsgjalds ef um slík vanskil er að ræða.
Lögveð fellur niður ef því er ekki fylgt eftir með lögsókn eða því lýst við nauðungarsölu innan árs frá stofnun þess. Viðurkenning eiganda utan réttar nægir ekki til að rjúfa fyrningu.
6.gr.
Aðalfund skal halda árlega fyrir 1. maí. Hafi félagsstjórn ekki boðað til fundar 1. júní er þeim félagsmönnum sem vilja halda fund heimilt að boða hann.
Aðalfund skal boða bréflega með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara. Í fundarboði skal greina fundartíma, fundarstað og dagskrá.
Þá skal geta þeirra mála sem ræða á og meginefni tillagna þeirra sem leggja á fyrir fundinn.
Á aðalfundi skulu a.m.k. vera eftirtalin mál á dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins,
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar og umræður um þá,
3. Kosning formanns,
4. Kosning annarra stjórnarmanna,
5. Kosning skoðunarmanna reikninga og varamanna þeirra,
6. Framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár,
7. Ákvörðun um árgjald til félagsins,
8. Mál sem tiltekin eru í fundarboði.
9. Önnur mál.
7.gr.
Rétt til fundarsetu hafa félagsmenn, makar þeirra og sambúðaraðilar.
Félagsmaður má veita sérhverjum lögráða manni umboð til að mæta á fundi og greiða atkvæði. Skal umboðsmaður leggja fram á fundinum skriflegt og dagsett umboð. Slíkt umboð má hvenær sem er afturkalla.
Afl atkvæða ræður úrslitum mála annarra en þeirra sem fjallað er um í 4. og 5. mgr.
Ákvörðun um að ráðast í framkvæmdir eða stofna til kostnaðar, sem leiðir til útgjalda sem eru umfram venjulegan rekstrarkostnað félagsins, telst því aðeins gild að hún hljóti samþykki minnst 2/3 hluta greiddra atkvæða og minnst þriðjungur félagsmanna sæki fundinn.
Ákvörðun um gerð samþykkta skv. 6. gr. eða breytingu þeirra verður því aðeins gild að hún hljóti samþykki minnst 2/3 hluta greiddra atkvæða og minnst helmingur félagsmanna sæki fundinn.
8.gr.
Stjórn skal skipuð fimm félagsmönnum. Formaður sem skal kosinn sérstaklega og svo fjórir stjórnarmenn.Stjórnin skiptir að öðru leiti með sér verkum. Stjórnin fer með æðsta vald í málefnum félagsins í frístundabyggðinni á milli aðalfunda. Stjórn getur boðað til félagsfunda eins oft og þurfa þykir. Til funda skal boða bréflega með tveggja vikna fyrirvara nema annað leiði af samþykktum félags.
9. gr.
Í fundagerðarbók skal skráð stutt yfirlit yfir allt það sem gerðist á fundum félagssins og skal fundargerð undirrituð af ritara fundar og fundarstjóra. Fundargerðirnar eru síðan full sönnun þess, sem fram hefur farið á fundinum.
Á fundum félagsins skulu allir félagsaðilar eða umboðsmenn þeirra sem sitja fundinn skrá nafn sitt í fundargerðarbók eða fundarsóknarbók og fyrir hvaða lóð þeir sitja fundinn
Lög þessi voru samþykkt á aðalfundi félagssins 27. maí, 2008.
Lóðir, sem hafa hlotið viðurkenningu fegrunarnefndar:
1984 Eyrar 20 Guðbjörg Guðjónsdóttir og Eðvar Ólafsson
Hlíð 3 Matthildur Jónsdóttir og Sýrus Magnússon
Hamrar 3 Nanna Jónsdóttir og Ólafur Hannesson
1985 Hlíð 5 Inga Á. Eiríksdóttir og Þórður Guðnason
1986 Hlíð 35 Guðrún S. Guðmundsdóttir og Jón Þorvaldsson
Hlíð 38 Ásdís Krisjánsdóttir og Jón Halldórsson
1987 Hlíð 4 Guðbjörg Guðnadóttir og Gestur Magnússon
1988 Hlíð 39 Anna Jóna G. Betúelsd. og Þorkell Guðmundsson
1989 Hlíð 27 Guðrún Ólafsdóttir og Gunnar Oddsson
1990 Hlíð 30 Ásgerður S. Jónasdóttir og Tryggvi Jónsson
1991 Eyrar 22 Stefanía Bjarnadóttir og Tryggvi Guðmannsson
1992 Eyrar 15 Steinunn Lorenzdóttir og Þorgeir Gíslason
1993 Eyrar 5 Ingibjörg Þorfinnsd. og Guðmundur Þorbjörnsson
1994 Hlíð 40 Ragnheiður Hannesdóttir og Víglundur Sigurjónss.
1995 Hlíð 62 Ágústa K. Magnúsdóttir og Sigurður Jónsson
1996 Hlíð 66 Fjóla Kristjánsdóttir og Valdemar Nielsen
1997 Hlíð 68 Stella Halldórsdóttir og Snorri W. Sigurðsson
1998 Hlíð 29 Vilborg Víglundsdóttir og Gísli Albertsson
1999 Hlíð 31 Hrefna Jónsdóttir og Ríkarður Árnason
2000 Hlíð 19 A Rannveig Ívarsdóttir og Otti Kristinsson
2001 Hlíð 7 Jónína Hafsteinsdóttir og Ármann Einarsson
2002 Hamrar 13 Málfríður Jónsdóttir og Haukur Bjarnason
2003 Hlíð 46 Petrún Jörgensen og Friðjón Skúlason
2004 Hamrar 9 Þóra K. Sigursveinsdóttir og Heimir Morthens
2005 Hlíð 69 Árný Friðriksdóttir og Jón H. Gunnarsson
2006 Hlíð 15 A Sigríður Þorsteinsdóttir og Guðlaugur Jónsson
2007 Hlíð 40 Fríða Björk Einarsdóttir og Guðmundur Einarsson
2008 Eyrar 9 Sjöfn Ólafsdóttir og Gunnar Ingi Jónsson
2009 Hlíð 7A Markús Sigurðsson og frú
2010 Hlíð 43 Erna K. Þorkellsdóttir og Ágúst Guðmundsson