Álagning gjalda
Álagning gjalda 2025 og aðrar forsendur fjárhagsáætlunar
- Útsvar fyrir árið 2025 verði óbreytt 14,45%
- Áætluð verðlagsþróun 2025: 3,9 % samkvæmt spá Hagstofu Íslands.
- Fasteignagjöld:
Fasteignagjöld
Heimild til álagningar
- Allt að 0,5% af fasteignamati: Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, öll hlunnindi og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum.
- 1,32% af fasteignamati ásamt lóðarréttindum: Sjúkrastofnanir samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, skólar, heimavistir, leikskólar, íþróttahús og bókasöfn.
- Allt að 1,60% af fasteignamati ásamt lóðarréttindum: Allar aðrar fasteignir, svo sem iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði, fiskeldismannvirki, veiðihús og mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu..
Heimilt er sveitarstjórn að hækka álagningu í a) og c) lið um allt að 25%.
Álagning fasteignagjalda í Kjósarhreppi
Fasteignagjöld skiptast á níu gjalddaga frá 1. mars til 1. nóvember. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 35.000 er gjalddagi þeirra 1. mars.
Sveitarstjórn samþykkir að álögð fasteignagjöld í Kjósarhreppi 2025 verði með eftirfarandi hætti.
Fasteignaskattur: A-flokkur 0,30 % af fasteignamati húss og lóðar
B-flokkur 1,32 % af fasteignamati húss og lóðar
C-flokkur 0,85 % af fasteignamati húss og lóðar
Afsláttur af fasteignaskatti hjá elli- og örorkulífeyrisþegum í Kjósarhreppi
Fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði í eigu tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega í Kjósarhreppi, sem þeir nýta sjálfir og eiga þar lögheimili, skal lækkaður eða felldur niður samkvæmt heimild í 4. mgr. 5.gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til elli- og örorkulífeyrisþega, sem eiga lögheimili í og eru þinglýstir eigendur viðkomandi fasteignar. Miðast afslátturinn við eftirfarandi tekjumörk liðins árs, sbr. álagningu skattstjóra.
Reglur um tekjutengdan afslátt af fasteignaskatti hjá elli- og örorkulífeyrisþegum í Kjósarhreppi má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
Heimgreiðslur til foreldra ungbarna
Heimgreiðsla til foreldra ungbarna verður frá 1. Janúar 2025 kr. 140.000-
Náms- og ferðastyrkur framhaldsskólanema.
Náms- og ferðastyrkur framhaldsskólanema verður frá 1. Janúar 2025 - kr. 60.000-
Frístundastyrkir
Styrkur kr. 75.000 fyrir allt skólaárið, fyrir aldurshópinn 6-18 ára.
Styrkur kr. 35.000 fyrir allt skólaárið, fyrir aldurshópinn 3-5 ára.
Eftirtaldar gjaldskrár hækka frá 1. janúar 2025 samkvæmt áætlaðir verðlagsvísitölu Hagstofu Íslands.
- Dagforeldrar- Börn eldri en 13 mánaða.
- Dagforeldrar – Börn yngri en 13 mánaða.
Eftirtaldar gjaldskrár eru gefnar út af Reykjavíkurborg og hækka frá 1. janúar 2025 samkvæmt ákvörðun borgarstjórnar
- Gjaldskrá Klettaskóla
- Gjaldskrá leikskólans Bergs
- Gjaldskrá tónlistarskólans á Kjalarnesi
Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Kjósarhrepps í síma 566-7100 eða á netfanginu kjos@kjos.is