Félags- og velferðamál
Sveitarfélagið Kjósarhreppur sinnir og veitir íbúum sveitarfélagsins félagsþjónustu og aðstoð samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 . Hlutverk og markmið félagsþjónustu á vegum sveitarfélaga er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi, stuðla að velferð allra íbúa á grundvelli samhjálpar.
Kjósarhreppur og Mosfellsbær hafa gert með sér samstarfssamning um félagsþjónustu og þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar annast alla ráðgjöf og úrvinnslu umsókna.
- Fjölskyldur og einstaklingar
- Börn og unglingar
- Menntun og börn
- Eldri borgarar
- Vefsíður og tengt efni
Regína Hansen Guðbjörnsdóttir, formaður félagsmálanefndar veitir upplýsingar bæði í tölvupósti regina@kjos.is og í síma 566 7100.