Úrgangsmál
Hægt er að nálgast Möndlu appið hér fyrir Android og IOS stýrikerfi:
Leiðbeiningar
Þeir einstaklingar sem ekki eru með android eða iphone síma geta fengið inneignarkort afhent á skrifstofu sér að kostnaðar lausu. Glatist inneignarkort getur fasteignaeigandi nálgast nýtt kort á skrifstofu sveitarfélagsins gegn gjaldi, 5.000 kr.
Inneign færist ekki á milli ára. Umframmagn er gjaldskylt á móttökustöð miðast við m³ þess úrgangsmagns sem afsett er. Hver rúmmeter kostar 6.500 kr.
Staðsetning móttökustöðvarinnar við Hurðarbaksholt. Starfsleyfi
Með álagningu fasteignagjalda eru lögð á þjónustugjöld vegna úrgangs. Þar á meðal er gjald vegna Gámaplansins að Hurðarbaksholti. Inní í því gjaldi er innifalin gjaldfrjáls afsetning á annars gjaldskyldum úrgangi. Ýmist 5 eða 10 rúmmetrar, sjá nánar hér fyrir neðan.
Inneign með appi / Inneignarkort
Heimili-frístundahús-stök lögbýli: Allir fasteignaeigendur sem greiða gjald vegna reksturs söfnunarstöðvar og annað fast eða breytilegt gjald fyrir íbúðarhúsnæði eða frístundahúsnæði eða eingöngu gjald vegna meðhöndlunar úrgangs, þ.e. lögbýli, fá afhent inneignarkort sem veitir þeim gjaldfrjálsan aðgang að söfnunarstöð fyrir samtals 5m³ á ári fyrir annars gjaldskyldan úrgang.
Rekstaraðilar: Allir fasteignaeigendur atvinnuhúsnæðis sem greiða fast gjald vegna reksturs söfnunarstöðvar fá afhent inneignarkort sem veitir þeim gjaldfrjálsan aðgang að söfnunarstöð fyrir samtals 10 m³ á ári fyrir annars gjaldskyldan úrgang.
Íbúðarhúsnæði með lögbýli: Allir fasteignaeigendur sem greiða gjald vegna reksturs söfnunarstöðvar og annað fast eða breytilegt gjald fyrir íbúðarhúsnæði auk gjalds vegna meðhöndlunar úrgangs, þ.e. lögbýli fá afhent inneignarkort sem veitir þeim gjaldfrjálsan aðgang að söfnunarstöð fyrir samtals 10 m³ á ári fyrir annars gjaldskyldan úrgang.
Gjaldskylt: Grófur úrgangur - Málað og eða meðhöndlað timbur- Ómeðhöndlað timbur
Gjaldfrjálst: Pappi - Pappír - Dagblöð og tímarit - Plast - Garðúrgangur - Hjólbarðar - Raftæki - Málmar og brotajárn - Rafgeymar og rafhlöður - Kaðlar og bönd Gler, postulín og flísar - Landbúnaðarplast - Grjót og jarðvegsefni - Spilliefni.
Hirðutíðni við heimili Á tímabilinu 1. september til 30. apríl verða öll ílát losuð á fjögurra vikna fresti. Á tímabilinu 1. maí til 31. ágúst verður blandaður og lífrænn úrgangur losaður á þriggja vikna fresti en plast og pappi áfram á fjögurra vikna fresti. Hægt verður að óska eftir auka tunnu undir blandaðan úrgang, verð samkvæmt gjaldskrá fyrir 240 l. tunnu er 25.000 kr. á ári. Íbúum er þó bent á að hægt er að fara með umfram úrgang á móttökustöðina að Hurðarbaksholti.
Grenndarstöðvar:
Hálsenda/Stampar Valshamar Norðurnes
Opnunartími á Gámaplani
Opnunartími á sumartíma (maí-ágúst)
Mánudaga: opið kl. 11:00 - 14:30
Fimmtudaga: opið kl. 11:00 - 14:30
Laugardaga: opið kl. 12:00 - 16:00
Opnunartími á vetrartíma ( september-apríl)
Mánudaga: opið kl. 11:00 - 14:30
Fimmtudaga: opið kl. 11:00 - 14:30
Laugardaga: opið kl. 12:00 - 15:00
ATH Lokað er á móttökustöðinni að Hurðarbaksholt eftirtalda daga.
Nýársdag - Föstudaginn langa - Páskadag - Frídag verkamanna -1. maí - Hvítasunnudag -þjóðhátíðardaginn 17. júní - Þorláksmessu - Aðfangadag - Jóladag - Annan í jólum - Gamlársdag.
Hvar fæ ég nýja tunnu
Ef um nýbyggingu er að ræða útvegar sveitafélagið þrjár tunnur, (alment/lífrænt-pappír-plast).
Ef tunna skemmist hver útvegar mér nýja
Hafa samband við skrifstofu og óska eftir nýrri tunnu eða varahlut.