Samansafnið á Kiðafelli
Samansafnið
Á fjósloftinu á Kiðafelli hefur verið komið fyrir fjölbreyttu safni gamalla muna í viðeigandi umhverfi.Heiti þess er Samansafnið á Kiðafelli. Þar má m.a. skoða gamlar búvélar, stríðsminjar, sjávar- og landbúnaðarminjar, ásamt fjölmörgu öðru sem haldið hefur verið til haga frá liðnum tímum. Allir ættu að koma auga á eitthvað áhugavert í safninu og þar eru margir hlutir sem koma gestum skemmtilega á óvart, frá ýmsum tímabilum, svo sem einn elsti ísskápur landsins, áfengisbók fyrir karla frá skömmtunarárunum og hvalskurðarhnífur Halldórs Blöndals. Þar er einnig sérstakt svæði með munum frá stríðsárunum.
Samansafnið er opið eftir samkomulagi og er hægt að panta tíma hjá Bergþóru í síma 692 3025.
Önnur þjónusta
-
Leiðsögn um Kjósina fyrir hópa
-
Gisting og hestaleiga á Kiðafelli Sími 566 6096