Frístundastyrkur
Kjósarhreppur veitir foreldrum/forráðamönnum barna 3-18 ára sem eru með lögheimili í Kjósarhreppi, frístundastyrk vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Gildir líka fyrir kort í líkamsrækt.
Meginmarkmið frístundastyrkja er að öll börn og ungmenni á aldrinum 3-18 ára í Kjósarhreppi geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag og félagslegum aðstæðum.
Á árinu 2025 er styrkurinn eftirfarandi:
Frístundastyrkurinn er 75.000 krónur fyrir aldurshópinn 6 ára - 18 ára.
Frístundastyrkurinn er 35.000 krónur fyrir aldurshópinn 3ja ára til 5 ára.
Sótt er um á Kjos.is, á Mínar síður.
Ráðstöfunar tímabilið er frá 1. janúar til 31. desember ár hvert, hafi styrkurinn ekki verið ráðstafað eða nýttur innan þess tíma fellur hann niður.
Reglur um frístundastyrk
Hvað get ég notað frístundastyrkinn í
Frístundastyrkur er framlag Kjósarhrepps til greiðslu kostnaðar styrkþega vegna náms utan hefðbundins skólanáms, þátttöku í hverskonar barna- og unglingastarfi á vegum viðurkennda félagasamtaka og tómstundastarfs. (Dans, tónlistarnám, íþróttaiðkun, líkamsrækt, leiklist, myndlist og fl.)