Hin árlega Hesta- og útivistarmessa verður í Reynivallakirkju sunnudaginn 31.júlí kl. 14.
Guðni Halldórsson formaður Landssambands hestamannafélaga flytur hugleiðingu.
Leitað er að öflugum og hæfum einstaklingi í starf byggingar- og skipulagsfulltrúa í Kjósarhreppi. Byggingar- og skipulagsfulltrúi fer með framkvæmd byggingar- og skipulagsmála samkvæmt lögum. Einnig sinnir viðkomandi verkefnum í samstarfi við skipulags- og byggingarnefnd sveitarfélagsins sem starfar í umboði hreppsnefndar, ásamt því að vinna náið með oddvita/sveitarstjóra. Um er að ræða 80% starfshlutfall.
Samþykkt var í sveitarstjórn Kjósarhrepps 5. júlí 2022 að auglýsa tillögu deiliskipulags Nesvegar 1, 3 og 5 í landi Flekkudals í Kjósarhreppi og að heimilt sé að falla frá gerð lýsingar fyrir deiliskipulagsverkefnið, enda liggi allar meginforsendur fyrir í aðalskipulagi, sbr. 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.