Fara í efni

Þorbjörg Gísladóttir ráðin sveitarstjóri Kjósarhrepps frá og með 1. október 2022

Deila frétt:

Þorbjörg Gísladóttir ráðin sveitarstjóri Kjósarhrepps

Þorbjörg var sveitarstjóri Mýrdalshrepps frá 2018 til 2022 og áður var hún skrifstofu- og mannauðsstjóri hjá Rafnar ehf. í um 7 ár. Þorbjörg sat einnig í framkvæmdastjórn Rafnar og hefur verið formaður stjórna og nefnda er tengjast fyrra starfi hennar meðal annars formaður stjórnar Hulu byggðasamlags um úrgangsmál, Kötluseturs og formaður rekstrarstjórnar hjúkrunarheimilisins Hjallatúns.  Þorbjörg er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst, hefur lokið APME gráðu í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands og stjórnsýslurétti frá sama skóla. Hún hefur jafnframt klárað námskeiðið sveitarfélagaskólinn hjá Opna Háskólanum. Sveitarstjórn var einhuga í ákvörðun sinni um ráðninguna.

Við bjóð­um Þorbjörgu vel­komna í Kjósina og hlökk­um til sam­starfs­ins. 

Þorbjörg Gísladóttir