Opinn fundur í Ásgarði - Kátt í Kjós 2022
25.06.2022
Deila frétt:
Opinn fundur í Ásgarði þriðjudaginn 28. júní kl.20:00-21:00 um skipulag Kátt í Kjós.
Sveitahátíðin Kátt í Kjós verður haldin laugardaginn 16. júlí í fimmtánda sinn. Öllum áhugasömum er boðið að mæta til fundar þriðjudaginn 28. júní 2022 í Ásgarði kl.20:00 til að ræða skipulag hátíðarinnar og tækifæri henni tengd. Í gegnum árin hafa fjölmargir tekið þátt og jafnvel boðið heim og viljum við hvetja sem flesta til að vera með. Allar nýjar hugmyndir að dagskrá velkomnar.
Heitt á könnunni. Vonandi sjáum við sem flesta.
Viðburða- og menningarmálanefnd Kjósahrepps