Fréttir
Tillögur að samræmdu sorphirðukerfi á höfuðborgarsvæðinu og sérsöfnun á lífrænum úrgangi kynntar:
01.02.2022
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa lengi kallað eftir samræmdu sorphirðukerfi við heimili og sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi. Undanfarna mánuði hafa Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) unnið að undirbúningi á slíku og var skýrsla starfshóps um samræmingu og sérsöfnun nýlega kynnt.