Tilkynning frá Kvenfélagi Kjósarhrepps
14.01.2022
Deila frétt:
Tilkynning frá Kvenfélagi Kjósarhrepps
Þar sem Covidið neitar að sleppa af okkur klónum, tillkynnum við með sorg í hjarta og tár á hvarmi að Þorrablóti 2022 er aflýst.
Við ætlum þó ekki að leggja árar í bát og stefnum á að halda vorfagnað um leið og aðstæður leyfa. Þar munum við taka upp gamla siði, sitja þétt saman, dansa fram á nótt og fagna „betri tíð með blóm í haga“.
En þrátt fyrir allt og allt þá er fyrsti laugardagur í þorra hátíðisdagur í Kjósinni og því viljum við viðhalda, ekki síst á þessum leiðinda tímum. Við Kvenfélagskonur erum því að undirbúa einhverja uppákomu í tilefni af þorrabyrjun. Því er bara um að gera að fylgjast með og sjá hvað okkur dettur í hug.