Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Fjölskyldu- og menningarnefnd - 6
2406002F
-
Fjölskyldu- og menningarnefnd - 6 Fjölskyldu- og menningarnefnd tekur vel í erindið og þakkar Alicja fyrir frumkvæðið. Nefndin samþykkir notkun Ásgarðs, sal á annarri hæð. Nefndin leggur áherslu á að samveran trufli ekki aðra starfsemi í húsinu. Sveitarstjóra falið að útfæra verkefnið með forsvarsmönnum þess.
Samþykkt samhljóða Bókun fundar Sveitarstjórn fagnar þessu góða framtaki og tekur undir með nefndinni. -
Fjölskyldu- og menningarnefnd - 6 Lagt fram til umræðu.
-
Fjölskyldu- og menningarnefnd - 6 Lagt fram til kynningar.
2.Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 12
2406003F
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 12 Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd telur að breytingarnar sem gerðar hafa verið á tillögunni kalli ekki á endurauglýsingu enda er verið að minnka umfang breytingarinnar.
Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan hljóti afgreiðslu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar. -
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 12 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að auglýsa deiliskipulagstillöguna sbr. 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga 123/2010 með þeim fyrirvara að gerð verði grein fyrir stofnlögnum Kjósarveitna, Leiðarljóss og Rarik innan skipulagssvæðisins. Einnig gerir nefndin fyrirvara um leiðréttingu á 11.gr deiliskipulagsins þar sem Kjósarhreppur rekur ekki vatnsveitu. Gera verður grein fyrir neysluvatnsöflun fyrir lóðirnar.
Heimilt verði að falla frá gerð lýsingar enda liggi allar meginforsendur fyrir í aðalskipulagi, sbr. 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga 123/2010.
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 12 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd telur að um verulega breytingu sé að ræða og leggur til við sveitastjórn að málið hljóti afgreiðslu í samræmi við 1.mgr.43.gr skipulagslaga 123/2010. Að auki fer nefndin fram á ofanflóðamat á staðsetningu viðbættra lóða ásamt því að tryggja það að fjarlægðartakmörk frá byggingarreit að lóðarmörkum séu skv. Skipulagsreglugerð 90/2013. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 12 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd hafnar erindinu hvað varðar þessa tilteknu lóð en bendir á þann möguleika að breyta skilmálum deiliskipulagsins í heild hvað varðar þakform og þakhalla.
Bókun fundar Þóra, Jóhanna, Jón Þorgeir og Guðmundur staðfesta afgreiðslu nefndarinnar, Þórarinn situr hjá. -
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 12 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir umsóknina með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 2.mgr. 44.gr. skipulagslaga.
Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
Nefndin er sammála um að grenndarkynna fyrir eigendum Lækjarbrekku L173106 og Morastaðir land L126375. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar. -
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 12 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd tekur undir bókun Samtaka Heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi en leggur jafnframt til að verklagsreglur milli heilbrigðiseftirlitssvæða verði samrýmdar. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir bókun Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi frá 8. nóvember 2023 og leggst gegn því að starfsemi heilbrigðiseftirlits verði færð til ríkisins. Jafnframt leggur sveitarstjórn áherslu á að farið verði í vinnu við að samræma starfsreglur heilbrigðiseftirlita á landinu.
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 12 Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 12 Fundargerð lögð fram til kynningar.
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 12 Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 12 Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 12 Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 12 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd hvetur málsaðila til þess að bregðast við kröfu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og byggingarfulltrúa Kjósarhrepps að fjarlægja og farga efninu á viðeigandi hátt skv. reglum sveitarfélagsins. Bókun fundar Sveitarstjórn leggur áherslu á að málinu verði fylgt eftir af byggingarfulltrúa í samræmi við lög og reglugerðir.
3.Umsókn um greiðslur vegna námsvistar utan lögheimilis-Leikskólar
2406042
Lögð er fram umsókn um greiðslur vegna námsvistar utan lögheimilis.
Samþykkt samhljóða.
4.Niðurfelling fundar sveitarstjórnar vegna sumarleyfa
2406055
Gerð er tillaga um að fella niður reglulegan fund sveitarstjórnar í ágúst vegna sumarleyfa.
Samþykkt samhljóða.
5.Lán frá Lánasjóð sveitarfélaga til Kjósarveitna
2406078
Sveitarstjórn Kjósarhrepps samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Kjósarveitna ehf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 70.000.000,- í samræmi við lánsumsókn í vinnslu hjá Lánasjóðnum. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Þá hefur sveitarstjórn kynnt sér gildandi græna umgjörð Lánasjóðsins og samþykkir að ráðstöfun lánsins falli að henni.
Er lánið tekið til borunar á nýrri vinnsluholu MV25 í landi veitunnar á Möðruvöllum sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Kjósarveitna ehf. til að selja ekki eignarhlut sinn til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt.
Fari svo að sveitarfélagið selji eignarhlut sinn til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.
Jafnframt er Þorbjörgu Gísladóttur , 010263-4339, sveitarstjóra Kjósarhrepps veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Kjósarhrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Er lánið tekið til borunar á nýrri vinnsluholu MV25 í landi veitunnar á Möðruvöllum sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Kjósarveitna ehf. til að selja ekki eignarhlut sinn til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt.
Fari svo að sveitarfélagið selji eignarhlut sinn til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.
Jafnframt er Þorbjörgu Gísladóttur , 010263-4339, sveitarstjóra Kjósarhrepps veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Kjósarhrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Samþykkt samhljóða.
6.Beiðni um smölun ágangsbúfjár úr landi Þorláksstaða.
2407002
Lögð er fram beiðni frá beiðni Ólafi Karli Brynjarsyni um smölun fjár úr landi Þorláksstaða.
Sveitarstjórn hafnar beiðni um smölun ágangsfjár úr heimalöndum jarða í Kjósarhreppi. Lausaganga búfjár hefur ekki verið bönnuð í sveitarfélaginu. Telur sveitarstjórn því að á henni hvíli ekki skylda til smölunar samkvæmt 31. eða 33. gr. laga nr. 6/1986 um afréttamálefni, fjallskil o.fl.
Veruleg réttaróvissa ríkir um skyldur sveitarfélaga til þess að smala ágangsfé samkvæmt 31. og 33. gr. laga nr. 6/1986 um afréttamálefni, fjallskil o.fl. Í áliti innviðaráðuneytisins frá 23. júní 2023 var því beint til matvælaráðuneytisins að veita leiðbeiningar um ákvæði laganna vegna óskýrleika þeirra og ríkjandi óvissu um túlkun þeirra. Matvælaráðuneytið hefur hins vegar tekið ákvörðun um að gefa ekki út samræmdar leiðbeiningar um túlkun laganna eða laga nr. 38/2013 um búfjárhald, m.a. í ljósi þess að aðstæður og fyrirkomulag beitarstjórnunar er afar mismunandi eftir landshlutum og verður því að gefa sveitarfélögum svigrúm til að útfæra lausnir sem henta á hverjum stað. Þannig skortir leiðbeiningar um skyldur sveitarstjórnar að þessu leyti. Í framangreindu áliti innviðaráðuneytisins er auk þess áréttað að ákvæði laga um búfjárhald og laga um afréttamálefni samræmist ekki í framkvæmd og sé því mikilvægt að þau verði endurskoðuð sem fyrst. Þá segir í leiðbeiningum Sambands íslenskra sveitarfélaga um meðferð ágangsfjár að vafi leiki á um skyldur sveitarstjórnar til að bregðast við beiðni um smölun ágangsfjár þegar lausaganga búfjár hefur verið ekki verið bönnuð í sveitarfélaginu.
Bændasamtök Íslands hafa látið í ljós það álit sitt, að einungis komi til greina að beita 33. gr. laga nr. 6/1986, um skyldu sveitarfélags til smölunar ágangsfjár, þegar ágangur búfjár er í afgirt heimalönd. Þá sé umráðamönnum búfjár eingöngu skylt að girða sig af hafi lausaganga verið bönnuð í sveitarfélaginu, enda gildi sú meginregla í íslenskum rétti að mönnum sé ekki skylt að hafa dýr sín í vörslu nema lög eða stjórnvaldsfyrirmæli mæli fyrir um slíkt. Í dómi Landsréttar í máli nr. 268/2020 kemur fram að hafi viðkomandi sveitarstjórn ekki samþykkt bann við lausagöngu búfjár verði fasteignaeigendur sjálfir að hlutast til um að verja fasteign sína fyrir ágangi búfjár. Um sé að ræða almenna takmörkun eignarréttinda sem eigi sér skýra stoð í lögum og feli í sér frávik frá rétti eiganda til að leita ásjár opinberra aðila til verndar eign sinni. Sjónarmið í þessa átt koma fram í 8. gr. laga nr. 38/2013 um búfjárhald, þar sem gert er ráð fyrir að eigandi lands geti friðað afmarkað og tiltekið landsvæði, að því gefnu að vörslulínur séu fullnægjandi. Í 9. gr. sömu laga er gert ráð fyrir að umráðamaður lands verji land sitt ágangi og handsami ágangsfé innan friðaðs landsvæðis og afhendi það viðkomandi sveitarfélagi.
Sveitarstjórn hefur ekki bannað lausagöngu búfjár með ákvæðum í samþykktum um búfjárhald, sbr. 5. gr. laga nr. 38/2013. Þannig liggur fyrir að lausaganga búfjár er leyfð í Kjósarhreppi. Í ljósi þessa verður ekki séð að á sveitarstjórn hvíli skýr skylda að lögum til að smala ágangsfé úr heimalöndum jarða innan hreppsins. Framkominni beiðni um smölun er því hafnað.
Þóra, Jóhanna, Jón Þorgeir og Guðmundur staðfesta bókunina.
Þórarinn skilar séráliti: Ég tel að sveitarfélaginu sé ekki stætt á að hafna smölun og vísa í úrskurð Innviðaráðuneytisins bæði frá 16. febrúar (varðandi beiðni um smölun í Eyjafjarðarsveit) og og frá 18.apríl (varðar málsmeðferð um smölun í Fjarðarbyggð). Skoða ætti hvort sveitarfélagið myndi taka upp vörsluskyldu á búfé í náinni framtíð.
Veruleg réttaróvissa ríkir um skyldur sveitarfélaga til þess að smala ágangsfé samkvæmt 31. og 33. gr. laga nr. 6/1986 um afréttamálefni, fjallskil o.fl. Í áliti innviðaráðuneytisins frá 23. júní 2023 var því beint til matvælaráðuneytisins að veita leiðbeiningar um ákvæði laganna vegna óskýrleika þeirra og ríkjandi óvissu um túlkun þeirra. Matvælaráðuneytið hefur hins vegar tekið ákvörðun um að gefa ekki út samræmdar leiðbeiningar um túlkun laganna eða laga nr. 38/2013 um búfjárhald, m.a. í ljósi þess að aðstæður og fyrirkomulag beitarstjórnunar er afar mismunandi eftir landshlutum og verður því að gefa sveitarfélögum svigrúm til að útfæra lausnir sem henta á hverjum stað. Þannig skortir leiðbeiningar um skyldur sveitarstjórnar að þessu leyti. Í framangreindu áliti innviðaráðuneytisins er auk þess áréttað að ákvæði laga um búfjárhald og laga um afréttamálefni samræmist ekki í framkvæmd og sé því mikilvægt að þau verði endurskoðuð sem fyrst. Þá segir í leiðbeiningum Sambands íslenskra sveitarfélaga um meðferð ágangsfjár að vafi leiki á um skyldur sveitarstjórnar til að bregðast við beiðni um smölun ágangsfjár þegar lausaganga búfjár hefur verið ekki verið bönnuð í sveitarfélaginu.
Bændasamtök Íslands hafa látið í ljós það álit sitt, að einungis komi til greina að beita 33. gr. laga nr. 6/1986, um skyldu sveitarfélags til smölunar ágangsfjár, þegar ágangur búfjár er í afgirt heimalönd. Þá sé umráðamönnum búfjár eingöngu skylt að girða sig af hafi lausaganga verið bönnuð í sveitarfélaginu, enda gildi sú meginregla í íslenskum rétti að mönnum sé ekki skylt að hafa dýr sín í vörslu nema lög eða stjórnvaldsfyrirmæli mæli fyrir um slíkt. Í dómi Landsréttar í máli nr. 268/2020 kemur fram að hafi viðkomandi sveitarstjórn ekki samþykkt bann við lausagöngu búfjár verði fasteignaeigendur sjálfir að hlutast til um að verja fasteign sína fyrir ágangi búfjár. Um sé að ræða almenna takmörkun eignarréttinda sem eigi sér skýra stoð í lögum og feli í sér frávik frá rétti eiganda til að leita ásjár opinberra aðila til verndar eign sinni. Sjónarmið í þessa átt koma fram í 8. gr. laga nr. 38/2013 um búfjárhald, þar sem gert er ráð fyrir að eigandi lands geti friðað afmarkað og tiltekið landsvæði, að því gefnu að vörslulínur séu fullnægjandi. Í 9. gr. sömu laga er gert ráð fyrir að umráðamaður lands verji land sitt ágangi og handsami ágangsfé innan friðaðs landsvæðis og afhendi það viðkomandi sveitarfélagi.
Sveitarstjórn hefur ekki bannað lausagöngu búfjár með ákvæðum í samþykktum um búfjárhald, sbr. 5. gr. laga nr. 38/2013. Þannig liggur fyrir að lausaganga búfjár er leyfð í Kjósarhreppi. Í ljósi þessa verður ekki séð að á sveitarstjórn hvíli skýr skylda að lögum til að smala ágangsfé úr heimalöndum jarða innan hreppsins. Framkominni beiðni um smölun er því hafnað.
Þóra, Jóhanna, Jón Þorgeir og Guðmundur staðfesta bókunina.
Þórarinn skilar séráliti: Ég tel að sveitarfélaginu sé ekki stætt á að hafna smölun og vísa í úrskurð Innviðaráðuneytisins bæði frá 16. febrúar (varðandi beiðni um smölun í Eyjafjarðarsveit) og og frá 18.apríl (varðar málsmeðferð um smölun í Fjarðarbyggð). Skoða ætti hvort sveitarfélagið myndi taka upp vörsluskyldu á búfé í náinni framtíð.
Guðmundur yfirgefur fundinn.
7.Umsókn um leyfi vegna hjólreiðakeppni í Kjósinni frá Hjólreiðafélagi Rykjavíkur
2407003
Hjólreiðafélag Reykjavíkur sækir um leyfi til að halda götuhjólakeppni í kringum Meðalfellið laugardaginn 6. júlí frá kl. 10:00 til 14:00 og tímatökukeppni á fimmtudagskvöldinu 4. júlí kl 19:00.
8.Fundargerð 579. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæpinu.
2406013
Fundargerð lögð fram til kynningar.
9.Fundargerðir 48., 49. og 50. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfálaga
2407001
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:45.
Mál nr:
2407003 Umsókn um leyfi vegna hjólreiðakeppni í Kjósinni frá hjólreiðafélagi Reykjavíkur.