Fara í efni

Fjölskyldu- og menningarnefnd

6. fundur 19. júní 2024 kl. 16:00 - 17:45 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Helga Hermannsdóttir nefndarmaður
  • Þóra Jónsdóttir (ÞJ) nefndarmaður
  • Andri Jónsson nefndarmaður
  • Sigrún Finnsdóttir nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Leikjastund barna og samvera í Ásgarði

2406022

Tekið er fyrir erindi frá Alicja Zbikowska varðandi möguleika á að sveitarfélagið leggi til húsnæði fyrir samverustundir barna og foreldra ungra barna.
Fjölskyldu- og menningarnefnd tekur vel í erindið og þakkar Alicja fyrir frumkvæðið. Nefndin samþykkir notkun Ásgarðs, sal á annarri hæð. Nefndin leggur áherslu á að samveran trufli ekki aðra starfsemi í húsinu. Sveitarstjóra falið að útfæra verkefnið með forsvarsmönnum þess.

Samþykkt samhljóða

2.Undirbúningur fyrir Kátt í Kjós 2024

2404049

Formaður fer yfir stöðu á verkefnum.
Lagt fram til umræðu.

3.Leiksvæði í Kjósinni

2309011

Farið yfir stöðuna, ærslabelgur er kominn í Ásgarð og bíður eftir uppsetningu, fer upp um leið og verktaki kemst í verkið.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:45.