Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd
Dagskrá
Formaður leitar frábrigða að bæta við máli 2406077.
1.Hvammur Hvammsvík - Veruleg breyting á dsk
2303018
Tekið fyrir afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar dagsett 16. maí 2024. Í því bréfi kemur fram að Skipulagsstofnun gerir athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda vegna formgalla. Fyrir liggja leiðrétta skipulagsgögn þar sem búið er að minnka umfang breytingarinnar frá áður auglýstri tillögu. Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á tillögunni:
1.Skilgreindur er 150 m2 byggingarreitur við bátaskýli þar sem heimilt verður að stækka bátaskýlið um allt að 100 m2. Við hæð, lita- og efnisval skal þess gætt að bygging falli vel að umhverfinu sem og að útliti sem einkennir svæðið í heild sinni.
2.Tveir nyrstu byggingarreitirnir eru færðir norðar upp í brekkuna til þess að bæta útsýni.
3.Byggingarreitur fyrir þjónustumiðstöð er færður suður fyrir þjónustuaðkomu/bílastæði og bílastæðum við þjónustuaðkomu er hnikað til.
4.Staðsetningu byggingarreita norðan við bæjarstæði Hvamms er breytt, þannig að allir byggingarreitir eru neðan vegar. Skilmálum er breytt á þann veg að á þessu svæði er heimilað að reisa 75 m2 hús að grunnfleti í stað 100 m2.
1.Skilgreindur er 150 m2 byggingarreitur við bátaskýli þar sem heimilt verður að stækka bátaskýlið um allt að 100 m2. Við hæð, lita- og efnisval skal þess gætt að bygging falli vel að umhverfinu sem og að útliti sem einkennir svæðið í heild sinni.
2.Tveir nyrstu byggingarreitirnir eru færðir norðar upp í brekkuna til þess að bæta útsýni.
3.Byggingarreitur fyrir þjónustumiðstöð er færður suður fyrir þjónustuaðkomu/bílastæði og bílastæðum við þjónustuaðkomu er hnikað til.
4.Staðsetningu byggingarreita norðan við bæjarstæði Hvamms er breytt, þannig að allir byggingarreitir eru neðan vegar. Skilmálum er breytt á þann veg að á þessu svæði er heimilað að reisa 75 m2 hús að grunnfleti í stað 100 m2.
Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd telur að breytingarnar sem gerðar hafa verið á tillögunni kalli ekki á endurauglýsingu enda er verið að minnka umfang breytingarinnar.
Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan hljóti afgreiðslu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan hljóti afgreiðslu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2.Sandslundur 17, L215924 - Umsókn um deiliskipulag
2406047
Lögð er fram tillaga Péturs H. Jónssonar að nýju deiliskipulagi á lóðinni Sandslundi 17 L215924.
Um er að ræða deiliskipulag fyrir svæði sem skilgreint er sem frístundabyggð í gildandi Aðalskipulagi Kjósahrepps 2017-2029. Skipulagssvæðið er um þrír ha að stærð. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir 6 frístundalóðum, hver lóð 4.615 m2 að stærð.
Landið er flatlent tún og aðkoman að lóðunum frá Flekkudalsvegi (4834) og um lóðina Sandstanga L237218.
Um er að ræða deiliskipulag fyrir svæði sem skilgreint er sem frístundabyggð í gildandi Aðalskipulagi Kjósahrepps 2017-2029. Skipulagssvæðið er um þrír ha að stærð. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir 6 frístundalóðum, hver lóð 4.615 m2 að stærð.
Landið er flatlent tún og aðkoman að lóðunum frá Flekkudalsvegi (4834) og um lóðina Sandstanga L237218.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að auglýsa deiliskipulagstillöguna sbr. 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga 123/2010 með þeim fyrirvara að gerð verði grein fyrir stofnlögnum Kjósarveitna, Leiðarljóss og Rarik innan skipulagssvæðisins. Einnig gerir nefndin fyrirvara um leiðréttingu á 11.gr deiliskipulagsins þar sem Kjósarhreppur rekur ekki vatnsveitu. Gera verður grein fyrir neysluvatnsöflun fyrir lóðirnar.
Heimilt verði að falla frá gerð lýsingar enda liggi allar meginforsendur fyrir í aðalskipulagi, sbr. 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga 123/2010.
Heimilt verði að falla frá gerð lýsingar enda liggi allar meginforsendur fyrir í aðalskipulagi, sbr. 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga 123/2010.
Petra víkur af fundi.
3.Flekkudalur, L126038 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi
2406038
Lögð er fram tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi unnin af Eflu verkfræðistofu fyrir hönd eigenda. Deiliskipulagið er í landi Flekkudals og ber yfirheitið ,,Deiliskipulag frístundabyggðar og íbúðarlóðar við Meðalfellsvatn''.
Tillagan felur í sér stækkun á skipulagssvæði um 2,6 ha. Fjórum nýjum frístundalóðum er bætt við sunnan við Vatnsbakkaveg, Vatnsbakkavegur 14-17. Lega Vatnsbakkavegar breytist með tilkomu nýrra lóða og aðkomu að lóðunum. Lega göngustíga breytist vegna breyttrar legu Vatnsbakkavegar. Einnig eru leiksvæði felld út vegna þessara breytinga.
Byggingarskilmálar breytast að því leiti að mænisstefna og þakhalli er frjáls innan lóða Vatnsbakkavegar 14-17 en gæta skal innbyrðis samræmis bygginga á skipulagssvæði. Að öðru leiti haldast skilmálar óbreyttir.
Tillagan felur í sér stækkun á skipulagssvæði um 2,6 ha. Fjórum nýjum frístundalóðum er bætt við sunnan við Vatnsbakkaveg, Vatnsbakkavegur 14-17. Lega Vatnsbakkavegar breytist með tilkomu nýrra lóða og aðkomu að lóðunum. Lega göngustíga breytist vegna breyttrar legu Vatnsbakkavegar. Einnig eru leiksvæði felld út vegna þessara breytinga.
Byggingarskilmálar breytast að því leiti að mænisstefna og þakhalli er frjáls innan lóða Vatnsbakkavegar 14-17 en gæta skal innbyrðis samræmis bygginga á skipulagssvæði. Að öðru leiti haldast skilmálar óbreyttir.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd telur að um verulega breytingu sé að ræða og leggur til við sveitastjórn að málið hljóti afgreiðslu í samræmi við 1.mgr.43.gr skipulagslaga 123/2010. Að auki fer nefndin fram á ofanflóðamat á staðsetningu viðbættra lóða ásamt því að tryggja það að fjarlægðartakmörk frá byggingarreit að lóðarmörkum séu skv. Skipulagsreglugerð 90/2013.
Petra kemur aftur inn á fundinn.
4.Sandsárbakki 1, L232639 - Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa
2406032
Lögð er fram fyrirspurn Sigurðar Stefáns Kristjánssonar um að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi í landi Eyja 2 í Kjósarhreppi sem ber yfirheitið ,,Deiliskipulag frístundabyggðar við Sandsá''.
Breytingin snýr að því að heimilt yrði að reisa hús með einhalla þaki þar sem þakhalli yrði 7 °. Í gildandi skilmálum kemur fram að þakhalli skuli vera á bilinu 20-45° og æskilegt þakform sé hefðbundið mænisþak.
Breytingin snýr að því að heimilt yrði að reisa hús með einhalla þaki þar sem þakhalli yrði 7 °. Í gildandi skilmálum kemur fram að þakhalli skuli vera á bilinu 20-45° og æskilegt þakform sé hefðbundið mænisþak.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd hafnar erindinu hvað varðar þessa tilteknu lóð en bendir á þann möguleika að breyta skilmálum deiliskipulagsins í heild hvað varðar þakform og þakhalla.
5.Standgil, L233894 - Umsókn um byggingarheimild
2404052
Lögð er fram umsókn Díönu Þorsteinsdóttur um byggingarheimild fyrir 39,7 m2 gestahúsi á íbúðarhúsalóðinni Standgili, L233894.
Á lóðinni er einbýlishús, 217,9 m2 að stærð. Heildarbyggingarmagn á lóð er því 257,6 m2.
Stærð lóðarinnar er 5589 m2 og nýtingarhlutfall því 0,04.
Samkvæmt 2.3.9. gr. í gildandi Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 má nýtingarhlutfall á stökum íbúðarhúsalóðum vera 0,05.
Á lóðinni er einbýlishús, 217,9 m2 að stærð. Heildarbyggingarmagn á lóð er því 257,6 m2.
Stærð lóðarinnar er 5589 m2 og nýtingarhlutfall því 0,04.
Samkvæmt 2.3.9. gr. í gildandi Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 má nýtingarhlutfall á stökum íbúðarhúsalóðum vera 0,05.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir umsóknina með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 2.mgr. 44.gr. skipulagslaga.
Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
Nefndin er sammála um að grenndarkynna fyrir eigendum Lækjarbrekku L173106 og Morastaðir land L126375.
Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
Nefndin er sammála um að grenndarkynna fyrir eigendum Lækjarbrekku L173106 og Morastaðir land L126375.
6.Fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi á heilbrigðiseftirliti á Íslandi
2311006
Lögð er fram bókun stjórnar Samtaka heilbrigðiseftirlita á Vesturlandi frá 8. nóvember 2023, þar sem tekin skýra afstöðu gegn því að starfsemi heilbrigðiseftirlits verði færð til ríkisins.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd tekur undir bókun Samtaka Heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi en leggur jafnframt til að verklagsreglur milli heilbrigðiseftirlitssvæða verði samrýmdar.
7.Aðalskipulag Reykjavíkur 2024 - Nærþjónustukjarni innan íbúðarbyggðar í Skerjafirði
2406046
Lögð er fram verklýsing yfir þær breytingar sem boðaðar eru á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 varðandi skilgreiningu nærþjónustukjarna á lóðinni Einarsnesi 36 í Skerjafirði (ÍB7).
8.Fundargerð 127. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.
2405017
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd gerir ekki athugasemd við boðaðar breytingar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
9.Umhverfisvöktun Grundartanga 2023
2405015
Skýrsla lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
10.Samþykkt um vatnsvernd á Vestulandi
2405005
Drög að samþykkt um vatnsvernd á Vesturlandi lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
11.Loftslagsstefna - Innleiðing
2406024
Innleiðing á loftlagsstefnu höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
12.Ósbraut 7-8, L126058
2406077
Erindi barst byggingarfulltrúa frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands hvað varðar safnhaug á vatnsbakka við Meðalfellsvatn.
Fulltrúi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands sem og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps hafa farið fram á því að efnið verði fjarlægt en ekki hefur verið brugðist við því.
Eiganda hefur verið gefinn frestur til 3.júlí næstkomandi.
Fulltrúi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands sem og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps hafa farið fram á því að efnið verði fjarlægt en ekki hefur verið brugðist við því.
Eiganda hefur verið gefinn frestur til 3.júlí næstkomandi.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd hvetur málsaðila til þess að bregðast við kröfu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og byggingarfulltrúa Kjósarhrepps að fjarlægja og farga efninu á viðeigandi hátt skv. reglum sveitarfélagsins.
Fundi slitið - kl. 17:30.