Miðvikudaginn 23. nóvember býður Kjósarhreppur íbúum Kjósarinnar sem eru 67 og eldri til kjötsúpuveislu og kynningar á vetrarstarfi eldri borgara. Viðburðurinn er í Ásgarði klukkan 12:30.
Kynningarfundur á tillögu að deiliskipulagi og breytingu á aðalskipulagi í landi Hvamms og Hvammsvíkur verður haldinn í Ásgarði fimmtudaginn 17. nóvember klukkan 18:00.
Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi vegna landeldis Veiðifélags Kjósahrepps í Brynjudal. Um er að ræða landeldi á allt að 10.000 seiðum.