Kjötsúpa og kynning á vetrarstarfi eldri borgara í Ásgarði
16.11.2022
Deila frétt:
Miðvikudaginn 23. nóvember býður Kjósarhreppur íbúum Kjósarinnar sem eru 67 og eldri til kjötsúpuveislu og kynningar á vetrarstarfi eldri borgara, í Ásgarði klukkan 12:30. Elva Björg Pálsdóttir forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mofellsbæ kynnir fjölbreytta dagskrá félagstarfsins sem stendur íbúum Kjósarhrepps einnig til boða. Í boði eru fjölbreytt námskeið og hópastarfi, þannig að sem flestir ættu að geta fundið eitthvað áhugavert og við sitt hæfi. Því til viðbótar vinnur Félagsstarf aldraðra að því að þróa samvinnu við skólana og stuðla að meiri samskiptum milli kynslóða.