Eins og hefur margoft komið fram í fjölmiðlum og á þessari síðu, eru miklar breytingar yfirstandandi í úrgangsmálum þjóðarinnar. Mun meiri kröfur eru gerðar um meðhöndlun úrgangs og þar með til flokkunar. Þessar kröfur eru bæði gerðar til neytenda og sveitarfélaga.
Álagningarseðlar eru birtir rafrænt á vefsíðunni island.is undir „Mínar síður“ og er innskráning með veflykli ríkisskattstjóra eða með rafrænum skilríkjum. Kröfur vegna fasteignagjalda birtast sem fyrr í netbanka greiðanda.