Fara í efni

Sveitarstjórn

303. fundur 05. mars 2025 kl. 16:00 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Jóhanna Hreinsdóttir (JH) oddviti
  • Sigurþór Ingi Sigurðsson (SIS) nefndarmaður
  • Jón Þorgeir Sigurðsson (JÞS) nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson (ÞJ) nefndarmaður
  • Þóra Jónsdóttir (ÞJ) nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 19

2502003F

  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 19 Skipulags-, umhverfis og samgöngunefnd mælist til þess við sveitarstjórn að samþykkja viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái endanlega málsmeðferð á grundvelli 3. mgr. 4. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að auglýsa breytinguna í b-deild Stjórnartíðinda og senda undirrituð gögn til Skipulagsstofnunar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna en leggur til að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 19
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 19 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir breytinguna í samræmi við grein 2.3.4 í byggingarreglugerð 112/2012 og og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 19 Skipulags-, umhverfis og samgöngunefnd mælist til þess við sveitarstjórn að samþykkja viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái endanlega málsmeðferð á grundvelli 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Í umsögn Veðurstofunnar segir "Við viljum hinsvegar ítreka að allar líkur séu á að hluti lóðanna séu á hættusvæðum þrátt fyrir að við teljum þær myndu standast hættumat miðað við viðmið um viðveru í venjulegum frístundahúsum. Því væri þörf á hættumati ef búist er við mikilli viðveru í húsunum (t.d. hús til útleigu). Til að minnka líkur á tjóni þá mælum við með að hús séu reist neðarlega á lóðunum." Sveitarstjórn telur að Veðurstofan sé með þessari umsögn að gefa sér óraunhæfar forsendur um viðveru í umræddum húsum. Í ljósi þess að hluti lóðanna er á hættusvæði telur sveitarstjórn að öryggi íbúa eigi alltaf að vera í forgangi og telur að hættumat þurfi að fara fram.
    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 19 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 með vísun í eftirfarandi úr Skipulagsreglugerð:
    5.8.4. gr.Frávik frá deiliskipulagi.
    Við útgáfu framkvæmda- og byggingarleyfa getur sveitarstjórn heimilað að vikið sé frá 5.8.2. gr. þegar um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Að lokinni samþykkt sveitarstjórnar getur byggingarfulltrúi afgreitt byggingarleyfið eða skipulagsfulltrúi framkvæmdaleyfið. Frávik skv. framangreindu eru bundin viðkomandi leyfi og verða ekki sjálfkrafa hluti skipulagsskilmála.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar að því gefnu að vinna við breytingu á deiliskipulaginu verði lokið innan tíðar.
  • 1.5 2402008 Vor í Kjós
    Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 19 Skipulags-umhverfis og samgöngunefnd fagnar átakinu og hvetur sveitarstjórn að gera þessa daga hvetjandi fyrir fólk og félagasamtök til að koma og taka þátt. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að standa fyrir hreinsunarátaki dagana 24. til 27. apríl. Nánar útfært síðar og kynnt fyrir íbúum. Sveitarstjórn hvetur félagasamtök og íbúa á svæðinu að taka þátt og skipuleggja viðburði.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 19

2.Samþykkt gæludýrahald á Vesturlandi

2405004

Lögð eru fram drög að samþykkt um gæludýrahald á Vesturlandi. Samþykktin er unnin af Heilbrigðiseftirliti Vesturlands í kjölfar bókunar á aðalfundi HeV 24. mars 2021. Samþykkt þessi gildir um hundahald, kattahald og annað gæludýrahald innan lögsagnar- umdæma Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Dalabyggðar, Eyja- og Miklaholtshrepps, Grundarfjarðarbæjar, Hvalfjarðarsveitar, Kjósarhrepps, Skorradalshrepps, Snæfellsbæjar og Sveitarfélagsins Stykkishólms.
Sveitarstjórn Kjósarhrepps telur samþykktina ekki geta átt við í Kjósarhreppi. Í sveitarfélaginu er landbúnaður megin atvinnugreinin og lausaganga hunda á landareign algeng og því verður erfitt að breyta. Eins er sveitarfélagið með um 700 sumarbústaði þar sem okkur telst til að búið sé í um þriðjungi þeirra að staðaldri, þeir íbúar eru ýmist skráðir ótilgreindir í hús eða með lögheimili annars staðar. Sveitarfélögin á Vestulandi eru ólík og því telur sveitarstjórn að heppilegra væri að málið væri á verksviði hvers sveitarfélags fyrir sig.
Samþykkt samhljóða.

3.Eyjafell 7, L126000 - Umsókn um byggingarheimild eða- leyfi

2311013

Á 302. fundi sveitarstjórnar var kallað eftir nánari gögnum um byggingu Eyjafells 7, þar sem ekki hafði verið sótt um byggingaheimild á tilskyldum tíma, að auki kom í ljós að ætlað byggingarmagn samræmdist ekki skipulagi. Verkefnastjóra skipulagssviðs var falið að afla frekari gagna. Nú hafa öll gögn borist og samkvæmt þeim uppfyllir byggingin skilyrði skipulags á svæðinu um byggingarmagn. Því er lagt til að sveitarstjórn samþykki útgáfu byggingarheimildar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða útgáfu byggingarheimildar.

4.Húsnæðisáætlun Kjósarhrepps

2502032

Lögð er fram Húsnæðisáætlun Kjósarhrepps 2025 til staðfestingar.
Sveitarstjórn staðfestir framlagða húsnæðisáætlun Kjósarhrepps.

5.Rannsóknir Rastar sjávarrannsóknarsetur í Hvalfirði

2501011

Á 302. fundi sveitarstjórnar Kjósarhrepps var samþykkt að fela Ásgeiri Þór Árnasyni lögmanni hjá Lögmáli lögfræðistofu, að semja umsögn til utanríkisráðuneytisins í samráði við sveitarstjóra, vegna umsóknar Rastar rannsóknarseturs um leyfi til Rannsókna í Hvalfirði. Í rannsókninni er fyrirhugað er að dæla umtalsverðu magni að vítissóta í fjörðinn. Umsögnin er lögð fram til staðfestingar.
Sveitarstjórn staðfestir umsögnina.

6.Fundargerðir 595., 596. og 597. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

2502014

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið.