Fara í efni

Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd

19. fundur 27. febrúar 2025 kl. 16:00 - 16:30 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Elís Guðmundsson formaður
  • Petra Marteinsdóttir nefndarmaður
  • Davíð Örn Guðmundsson nefndarmaður
  • Guðmundur H Davíðsson nefndarmaður
  • Magnús Ingi Kristmannsson nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
  • Óskar Örn Gunnarsson
  • Olgeir Olgeirsson
Fundargerð ritaði: Olgeir Olgeirsson Verkefnastjóri Skipulags- og Byggingarsviðs
Dagskrá

1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 4

2501002F

  • 1.1 2411004 Sandseyri 9, L217151 - umsókn byggingarheimild
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 4 Byggingarfulltrú mun veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist , sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012."
  • 1.2 2411013 Eyri, L126030, mhl 14,15,16,17 - Umsókn um byggingarheimild eða- leyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 4 Umsókn samræmist deiliskipulagi. Byggingarfulltrúi mun veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr. 2.3.8 gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2011.
  • 1.3 2409025 Eyri Kjós, L126030 - mhl 19, Ljósheimar - Umsókn um byggingarheimild eða- leyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 4 Umsókn samræmist deiliskipulagi. Byggingarfulltrúi mun veita byggingarleyfi þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr. 2.3.8 gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2011.
  • 1.4 2411012 Eyri, L126030 - mhl 18 - Umsókn um byggingarheimild eða- leyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 4 Umsókn samræmist deiliskipulagi. Byggingarfulltrúi mun veita byggingarleyfi þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr. 2.3.8 gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2011.

2.Snorravík, L227278 - Uppskipting lóða

2410010

Erindið var áður á 300. fundi sveitarstjórnar 11. desember 2024 þar sem eftirfarandi bókun var gerð: Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og felur byggingarfulltrúa að gera úttekt á húsinu sem verður á nýrri lóð. Úttekt á húsi liggur nú fyrir og er tekið fyrir að nýju óveruleg breytinga á deiliskipulagi íbúðarbyggð og nágrenni í landi Eyrarkots. Breytingin fjallar um að verið er að skipta upp lóðinni Snorravík með landnúmerinu L227287 úr einni í tvær lóðir. Fyrir breytingu var lóðin 15013 m2. Eftir breytingu verður upprunaland 8396 m2 en ný lóð verður 6618 m2. Breytingin var grenndarkynnt með athugasemdafresti til 12. janúar 2025. Engar athugasemdir bárust við breytinguna.
Skipulags-, umhverfis og samgöngunefnd mælist til þess við sveitarstjórn að samþykkja viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái endanlega málsmeðferð á grundvelli 3. mgr. 4. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að auglýsa breytinguna í b-deild Stjórnartíðinda og senda undirrituð gögn til Skipulagsstofnunar.

3.Litlibær, L212068 - Umsókn um framkvæmdarleyfi

2502010

Lögð er fyrir umsókn Hafsteinns Elfars Sveinssonar um fyrirhuguð byggingaráform á íbúðarhúsi mhl 01 um 6,8m2. Stækkunin felur í sér að gaflveggur og báðar hæðir eru færðar út um 1,5 m. Heildar byggingarmagn eftir stækun 187,4m2 á 21,1ha. landbúnaðarlandi.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir breytinguna í samræmi við grein 2.3.4 í byggingarreglugerð 112/2012 og og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012
Petra víkur af fundi.

4.Flekkudalur, L126038 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi

2406038

Erindið var áður á 302. fundi sveitarstjórnar 10. febrúar 2025 þar sem málinu var frestað þar til staðbundið hættumat liggur fyrir og gerðar hafa verið lagfæringar á tillögunni í samræmi við þær athugasemdir sem bárust. Fyrir liggur staðfesting frá Veðurstofu Íslands með tölvupósti dagsettur 14. febrúar 2025 að ekki er þörf á staðbundnu hættumati.
Skipulags-, umhverfis og samgöngunefnd mælist til þess við sveitarstjórn að samþykkja viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái endanlega málsmeðferð á grundvelli 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Petra kemur aftur inn á fund.

5.Sandsárbakki 1, L232639 - Umsókn um Byggingarheimild

2411001

Lögð er fyrir umsókn Endurbætur ehf. dags. 4.11.2024 um fyrirhuguð byggingaráform á 150 m2 frístundahúsi mhl 01 á lóðinni Sandsárbakki 1 - L232639. Deiliskipulag er fyrir hendi og standast byggingaráform að öllu leiti nema sýndur þakhalli er 16 og 14 gráður á sniðmynd en samkvæmt gildandi deiliskipulagi skal þakhalli vera 20-45 gráður.

Unnið er að breytingu á deiliskipulagi lóða þar sem þakhalli mun vera 14-25 gráður. Þau hús sem byggð hafa verið innan þessa deiliskipulags eru undir lámarks þakhalla deiliskipulags (20-45 gráður).
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 með vísun í eftirfarandi úr Skipulagsreglugerð:
5.8.4. gr.Frávik frá deiliskipulagi.
Við útgáfu framkvæmda- og byggingarleyfa getur sveitarstjórn heimilað að vikið sé frá 5.8.2. gr. þegar um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Að lokinni samþykkt sveitarstjórnar getur byggingarfulltrúi afgreitt byggingarleyfið eða skipulagsfulltrúi framkvæmdaleyfið. Frávik skv. framangreindu eru bundin viðkomandi leyfi og verða ekki sjálfkrafa hluti skipulagsskilmála.

6.Vor í Kjós

2402008

Lagt er til að Kjósarhreppur standi aftur fyrir hreinsunarátaki undir merkjum Vor í Kjósa 24. til 27. apríl nk.
Skipulags-umhverfis og samgöngunefnd fagnar átakinu og hvetur sveitarstjórn að gera þessa daga hvetjandi fyrir fólk og félagasamtök til að koma og taka þátt.

7.Fundargerð 134. og 135. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.

2502012

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.