Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 18
2501003F
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 18 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 18 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.Sveitarstjórn mælist til að svæðið verði skilgreint sem svæði fyrir verslun og þjónustu í aðalskipulagi Kjósarhrepps og vísar því til skoðunar innan vinnu við yfirstandandi endurskoðun aðalskipulags Kjósarhrepps sem er í vinnslu.
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 18 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd í samræmi við 1. mgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 18 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir að fresta málinu þar til staðbundið hættumat liggur fyrir og gerðar hafa verið lagfæringar á tillögunni í samræmi við þær athugasemdir sem bárust. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 18 Skipulags-, umhverfis- og samgönguráð leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að óska umsagnar og auglýsa lýsinguna skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sigurþór Ingi víkur af fundi við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Sigurþór Ingi kemur aftur inná fundinn. -
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 18 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd telur að áformin samræmist ekki gildandi aðalskipulagi en setur sig ekki á móti að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur í samræmi við framlagðar tillögur.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að taka erindið til skoðunar innan vinnu við yfirstandandi endurskoðun aðalskipulags Kjósarhrepps 2017-2029. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar. -
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 18 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að grenndarkynna erindið með þeim fyrirvara að reglum um fjarlægð frá lóðarmörkum sé fylgt.
Grendarkynnt verður fyrir lóðarhöfum Brekkukot L126147, Kiðafell sumarhús L126153, Brekka L126144 og Kiðafell L208888 sbr. 1mgr. 44gr. skipulagslaga nr 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar. -
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 18 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir umsóknina og felur Byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.4.4.gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Fallið er frá kröfu um grendarkynningu þar sem umrædd lóð liggur innan lands Morastaða og fyrirliggur samþykki þinglýst eiganda upprunalands um stofnun íbúðahúsalóðar.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd vekur athygli á að byggingarfulltrúa er heimilt að leggja á stjórnvaldssekt á framkvæmdir sem eru byggingarleyfisskyldar án þess að hafa fengið byggingarleyfi skv. 9. gr. laga um mannvirki 160/2010. Bókun fundar Jón Þorgeir víkur af fundi við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Jón Þorgeir kemur aftur inná fundinn. -
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 18 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir umsóknina og felur Byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.4.4.gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd vekur athygli á að byggingarfulltrúa er heimilt að leggja á stjórnvaldssekt á framkvæmdir sem eru byggingarleyfisskyldar án þess að hafa fengið byggingarleyfi skv. 9. gr. laga um mannvirki 160/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn gerir athugasemd við óleyfisframkvæmd sem að auki uppfyllir ekki skilyrði aðalskipulags Kjósarhrepps. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og felur verkefnastjóra á skipulags- og byggingarsviði að afla gagna um byggingu hússins og leyfisveitingu. -
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 18 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 18 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 18
2.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 4
2501002F
- 2.1 2411004 Sandseyri 9, L217151 - umsókn byggingarheimildAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 4 Byggingarfulltrú mun veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist , sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012." Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
- 2.2 2411013 Eyri, L126030, mhl 14,15,16,17 - Umsókn um byggingarheimild eða- leyfiAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 4 Umsókn samræmist deiliskipulagi. Byggingarfulltrúi mun veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr. 2.3.8 gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2011. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
- 2.3 2409025 Eyri Kjós, L126030 - mhl 19, Ljósheimar - Umsókn um byggingarheimild eða- leyfiAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 4 Umsókn samræmist deiliskipulagi. Byggingarfulltrúi mun veita byggingarleyfi þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr. 2.3.8 gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2011. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
- 2.4 2411012 Eyri, L126030 - mhl 18 - Umsókn um byggingarheimild eða- leyfiAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 4 Umsókn samræmist deiliskipulagi. Byggingarfulltrúi mun veita byggingarleyfi þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr. 2.3.8 gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2011. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
3.Beiðni um styrk frá Miðstöð slysavarna barna
2501028
Miðstöð slysavarna barna stendur fyrir fræðslu fyrir foreldra um slysavarnir ungra barna á heimilum og öryggi þeirra í bílum í samvinnu við heilsugæsluna.
Kennsluaðstaðan er sérstök að því leiti að hún er innréttuð eins og heimili en það gerir hana betri þar sem foreldrar fá raunveruleg dæmi inn í efni námskeiðsins.
Námskeiðin hafa alltaf verið ókeypis fyrir foreldra og ég hef ekki nein laun fyrir þessa vinnu. Foreldrum á landsbyggðinni hefur ekki staðið þetta námskeið til boða þar sem það er haldið í Reykjavík, né erlendum foreldrum sem ekki skilja íslensku, geta ekki sótt þetta námskeið þar sem þau eru ekki kennd á öðru tungumáli. Óskað er eftir 50.000 kr. styrk til að setja námskeið á rafrænt form til að allir geti notið góðs af.
Kennsluaðstaðan er sérstök að því leiti að hún er innréttuð eins og heimili en það gerir hana betri þar sem foreldrar fá raunveruleg dæmi inn í efni námskeiðsins.
Námskeiðin hafa alltaf verið ókeypis fyrir foreldra og ég hef ekki nein laun fyrir þessa vinnu. Foreldrum á landsbyggðinni hefur ekki staðið þetta námskeið til boða þar sem það er haldið í Reykjavík, né erlendum foreldrum sem ekki skilja íslensku, geta ekki sótt þetta námskeið þar sem þau eru ekki kennd á öðru tungumáli. Óskað er eftir 50.000 kr. styrk til að setja námskeið á rafrænt form til að allir geti notið góðs af.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita 50.000 kr. styrk til verkefnisins og þakkar Herdísi fyrir gott framlag til öryggismála barna.
4.Samstarf um menningarsögulega gagnagrunninum sögusteinn.is
2501031
Undanfarin ár hefur verið unnið að því að skrifa skráningarkerfi til að halda utan um menningarsögulegan gagnagrunn um land og þjóð, sögusteinn.is. Hann samanstendur af sögulegum þáttum um alla þekkta bæi landsins og íbúðarhús í þéttbýli fram til 1930. Allar persónur sem við sögu koma eru tengdar við rúmlega 900.000 manna ættfræðigrunn, og er hægt að kalla fram framættir, niðjatöl, frændgarð eða æviskrár þeirra.
Með erindi þessu óska ég eftir að Kjósarhreppur leggi verkefninu lið og veiti aðgang að því efni sem getur komið menningarsögulega gagnagrunninum að gagni.
Með erindi þessu óska ég eftir að Kjósarhreppur leggi verkefninu lið og veiti aðgang að því efni sem getur komið menningarsögulega gagnagrunninum að gagni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leggja verkefninu lið og veita aðgang að því efni sem getur komið menningarsögulega gagnagrunninum að gagni með fyrirvara um að upplýsinga gjöfin samræmist persónuverndarstefnu sveitarfélagsins.
5.Sameiningarmál sveitarfélaga vinnustofa-fundur
2502001
Í því skyni að stuðla að 1.000 íbúa markinu var sveitarfélögum með færri en 250 íbúa falið að hefja formlegar sameiningarviðræður eða skila til umsagnar innviðaráðuneytisins áliti um stöðu sveitarfélagsins, getu þess til að sinna lögbundnum verkefnum og kosti sameiningar við annað eða önnur sveitarfélög eigi síðar en 14. maí 2023, sbr. 4. gr. og X. bráðabirgðaákvæði sveitarstjómarlaga. 'I því samhengi gerði sveitarstjórn Kjósarhrepps eftir farnsi bókun á fundi sínum 7.2.24 eftirfarandi bókun.
"Sveitarstjórn samþykkir að hefja óformlegar viðræður við einhver nágranna sveitarfélaganna með það í huga að hefja formlegar viðræður finnist grundvöllur til þess. Stefnt er að því að valkostir liggi fyrir á næstu mánuðum"
Lagt er til að stefnt verði að opnum fundi/vinnustofu með íbúum fyrir vorið þar sem verði umræður um hug íbúa varðandi sameiningarmál
"Sveitarstjórn samþykkir að hefja óformlegar viðræður við einhver nágranna sveitarfélaganna með það í huga að hefja formlegar viðræður finnist grundvöllur til þess. Stefnt er að því að valkostir liggi fyrir á næstu mánuðum"
Lagt er til að stefnt verði að opnum fundi/vinnustofu með íbúum fyrir vorið þar sem verði umræður um hug íbúa varðandi sameiningarmál
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillöguna.
6.Umsagnarbeiðni vegna Galtarlækur L133627 - Athafna og hafnarsvæði
2501029
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 23. janúar 2025 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu á jörðinni Galtarlækur L133627 í Hvalfjarðarsveit í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svæðið sem um ræðir er neðan þjóðvegar 1 og er í gildandi aðalskipulagi skilgreint sem landbúnaðarland. Samhliða breytingu á aðalskipulagi er unnið deiliskipulag fyrir svæðið. Áætlað er að stærð Galtarlækjar sé um 127 ha en stærð skipulagssvæðisins um 80 ha. Fyrirhugað er að á svæðinu verði starfsemi sem hýsi vörugeymslur, geymslusvæði, léttan iðnað og ýmiss konar þjónustusvæði, t.d. vegna hafnsækinnar starfsemi. Gert er ráð fyrir höfn og viðlegukanti sem muni þjónusta flutningaskipum og skemmtiferðaskipum. Stærsti hluti skipulagssvæðisins einkennist af fremur gróðursnauðum melum og mólendi en næst hringvegi 1 eru nokkur aflögð tún. Landið er nokkuð hæðótt og í aflíðandi halla frá hringvegi 1 og niður í grýtta fjöru.
Svæðið sem um ræðir er neðan þjóðvegar 1 og er í gildandi aðalskipulagi skilgreint sem landbúnaðarland. Samhliða breytingu á aðalskipulagi er unnið deiliskipulag fyrir svæðið. Áætlað er að stærð Galtarlækjar sé um 127 ha en stærð skipulagssvæðisins um 80 ha. Fyrirhugað er að á svæðinu verði starfsemi sem hýsi vörugeymslur, geymslusvæði, léttan iðnað og ýmiss konar þjónustusvæði, t.d. vegna hafnsækinnar starfsemi. Gert er ráð fyrir höfn og viðlegukanti sem muni þjónusta flutningaskipum og skemmtiferðaskipum. Stærsti hluti skipulagssvæðisins einkennist af fremur gróðursnauðum melum og mólendi en næst hringvegi 1 eru nokkur aflögð tún. Landið er nokkuð hæðótt og í aflíðandi halla frá hringvegi 1 og niður í grýtta fjöru.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi bókun og felur sveitarstjóra að skila inn til Skipulagsstofnunnar.
"Skipulagsstofnun leitar umsagnar sveitarstjórnar Kjósarhrepps vegna fyrirhugaðra framkvæmda og breytinga á aðalskipulagi jarðarinnar Galtalæk L133627 sem nú er skilgreint semlandbúnaðarland en verður eftir breytingu skilgreint sem athafna- og hafnarsvæði.
Svæðið sem um ræðir er neðan þjóðvegar 1 og er í gildandi aðalskipulagi skilgreint sem landbúnaðarland. Samhliða breytingu á aðalskipulagi er unnið deiliskipulag fyrir svæðið. Áætlað er að stærð Galtarlækjar sé um 127 ha. en stærð skipulagssvæðisins um 80 ha. Fyrirhugað er að á svæðinu verði starfsemi sem hýsi vörugeymslur, geymslusvæði, léttan iðnað og ýmiss konar þjónustusvæði, t.d. vegna hafnsækinnar starfsemi. Gert er ráð fyrir höfn og viðlegukanti sem muni þjónusta flutninga- og skemmtiferðaskip.
Hvalfjörðurinn er náttúruperla skammt frá höfuðborgarsvæðinu sem áríðandi er að standa vörð um. Hvalfjörðurinn er djúpur fjörður, sem gengur inn af Faxaflóa, með lífríkum grunnum vogum og víðáttumiklum leirum. Fjörulengjan þar skartar mjög fjölbreyttum vistkerfum sem nú þegar eru í mikilli hættu vegna mengunar sem skapast vegna starfseminnar á Grundartanga. Fjörðurinn hefur í gegnum tíðina verið mikil útivistarparadís höfuðborgarbúa og annarra landsmanna sem koma þangað til að tína krækling og njóta útiveru. Einnig eru einstakar laxveiðiár í Kjósarhreppi sem byggjast á laxagöngu úr Hvalfirðinum. Í gegnum tíðina hafa náttúruunnendur barist fyrir tilverurétti Hvalfjarðar sem náttúruparadísar. Eins og ummerkin í firðinum sýna, hefur verið við ofurefli að etja. Nágranna sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit hefur ekki borið sömu umhyggju fyrir firðinum og markvisst í samstarfi við Faxaflóahafnir, unnið að því að skipuleggja mengandi starfsemi Hvalfjarðarsveitar megin í firðinum sem óhjákvæmilega hefur áhrif á lífsgæði íbúa Kjósarhrepps og annarra sem sækja hann heim.
Sveitarstjórn Kjósarhrepps hefur miklar áhyggjur af aukinni skipaumferð um Hvalfjörðinn sem er töluverð fyrir, vegna starfseminnar sem er nú þegar á Grundartanga og stórskipahafnar sem staðsett er þar. Slíkri skipaumferð fylgja bæði mengun vegna Brennisteinsdíoxíðs og Nituroxíðs. Mælingar Faxaflóahafna sýna að 712 tonn af nituroxíðsamböndum voru losuð í Grundartangahöfn á árinu 2023. (*Emission from ships in Faxflóhafnir 2023) Nituroxíð er meðal þeirra efna sem teljast til gróðurhúsalofttegunda. Til að setja það í samhengi þá er það af svipaðri stærðargráðu og öll umferðin á höfuðborgarsvæðinu var að losa.
Flest stórskip eru knúin af olíu, skipagasolíu, þrátt fyrir að unnið hafi verið að orkuskiptum. Þess vegna er óhætt að fullyrða að fleiri skip sem fara um Hvalfjörðinn eða lóna þar á meðan þau bíða eftir afgreiðslu þýði meiri mengun. Sveitarstjórn Kjósarhrepps leggst alfarið gegn allri skipulagningu við fjörðinn sem með beinum eða óbeinum hætti hefur neikvæð áhrif á lífríki fjarðarins og telur að nú sé komið nóg."
"Skipulagsstofnun leitar umsagnar sveitarstjórnar Kjósarhrepps vegna fyrirhugaðra framkvæmda og breytinga á aðalskipulagi jarðarinnar Galtalæk L133627 sem nú er skilgreint semlandbúnaðarland en verður eftir breytingu skilgreint sem athafna- og hafnarsvæði.
Svæðið sem um ræðir er neðan þjóðvegar 1 og er í gildandi aðalskipulagi skilgreint sem landbúnaðarland. Samhliða breytingu á aðalskipulagi er unnið deiliskipulag fyrir svæðið. Áætlað er að stærð Galtarlækjar sé um 127 ha. en stærð skipulagssvæðisins um 80 ha. Fyrirhugað er að á svæðinu verði starfsemi sem hýsi vörugeymslur, geymslusvæði, léttan iðnað og ýmiss konar þjónustusvæði, t.d. vegna hafnsækinnar starfsemi. Gert er ráð fyrir höfn og viðlegukanti sem muni þjónusta flutninga- og skemmtiferðaskip.
Hvalfjörðurinn er náttúruperla skammt frá höfuðborgarsvæðinu sem áríðandi er að standa vörð um. Hvalfjörðurinn er djúpur fjörður, sem gengur inn af Faxaflóa, með lífríkum grunnum vogum og víðáttumiklum leirum. Fjörulengjan þar skartar mjög fjölbreyttum vistkerfum sem nú þegar eru í mikilli hættu vegna mengunar sem skapast vegna starfseminnar á Grundartanga. Fjörðurinn hefur í gegnum tíðina verið mikil útivistarparadís höfuðborgarbúa og annarra landsmanna sem koma þangað til að tína krækling og njóta útiveru. Einnig eru einstakar laxveiðiár í Kjósarhreppi sem byggjast á laxagöngu úr Hvalfirðinum. Í gegnum tíðina hafa náttúruunnendur barist fyrir tilverurétti Hvalfjarðar sem náttúruparadísar. Eins og ummerkin í firðinum sýna, hefur verið við ofurefli að etja. Nágranna sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit hefur ekki borið sömu umhyggju fyrir firðinum og markvisst í samstarfi við Faxaflóahafnir, unnið að því að skipuleggja mengandi starfsemi Hvalfjarðarsveitar megin í firðinum sem óhjákvæmilega hefur áhrif á lífsgæði íbúa Kjósarhrepps og annarra sem sækja hann heim.
Sveitarstjórn Kjósarhrepps hefur miklar áhyggjur af aukinni skipaumferð um Hvalfjörðinn sem er töluverð fyrir, vegna starfseminnar sem er nú þegar á Grundartanga og stórskipahafnar sem staðsett er þar. Slíkri skipaumferð fylgja bæði mengun vegna Brennisteinsdíoxíðs og Nituroxíðs. Mælingar Faxaflóahafna sýna að 712 tonn af nituroxíðsamböndum voru losuð í Grundartangahöfn á árinu 2023. (*Emission from ships in Faxflóhafnir 2023) Nituroxíð er meðal þeirra efna sem teljast til gróðurhúsalofttegunda. Til að setja það í samhengi þá er það af svipaðri stærðargráðu og öll umferðin á höfuðborgarsvæðinu var að losa.
Flest stórskip eru knúin af olíu, skipagasolíu, þrátt fyrir að unnið hafi verið að orkuskiptum. Þess vegna er óhætt að fullyrða að fleiri skip sem fara um Hvalfjörðinn eða lóna þar á meðan þau bíða eftir afgreiðslu þýði meiri mengun. Sveitarstjórn Kjósarhrepps leggst alfarið gegn allri skipulagningu við fjörðinn sem með beinum eða óbeinum hætti hefur neikvæð áhrif á lífríki fjarðarins og telur að nú sé komið nóg."
7.Umsagnarbeiðni - Litla Botnsland Hvalfjarðarsveit
2501030
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 27.mars 2024 að auglýsa lýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagslýsing fyrir Botn í Hvalfirði þar sem fyrirhugað er að byggja upp hótel og ferðamanna-þjónustu. Stofnað verður nýtt svæði verslunar og þjónustu þar sem nú er skilgreint frístundasvæði. Svæðin sem breytingin nær til er úr landi Litla-Botnslandi 1 (L224375), sem er um 12,1 ha að stærð. Innan svæðis verður m.a. gert ráð fyrir gistingu fyrir allt að 198 manns í hóteli og minni gestahúsum ásamt veitingarekstri, náttúruböðum, útivist og annarri ferðatengdri þjónustu.
Skipulagslýsing fyrir Botn í Hvalfirði þar sem fyrirhugað er að byggja upp hótel og ferðamanna-þjónustu. Stofnað verður nýtt svæði verslunar og þjónustu þar sem nú er skilgreint frístundasvæði. Svæðin sem breytingin nær til er úr landi Litla-Botnslandi 1 (L224375), sem er um 12,1 ha að stærð. Innan svæðis verður m.a. gert ráð fyrir gistingu fyrir allt að 198 manns í hóteli og minni gestahúsum ásamt veitingarekstri, náttúruböðum, útivist og annarri ferðatengdri þjónustu.
Sveitarsrjórn gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi lýsingu á skipulagsbreytingum vegna Litla Botnslands Hvalfjarðarsveit.
8.Rannsóknir Rastar sjávarrannsóknarsetur í Hvalfirði
2501011
Utanríkisráðuneytið óskar eftir umsögn Kjósarhrepps vegna umsóknar Rastar rannsóknarsetur um leyfi til rannsókna í Hvalfirði.Tilgangur þessara rannsókna er að auka vísindalegan og tæknilegan skilning á aðferðinni sem felst í aukningu á basavirkni sjávar (OAE) sem aðferðar til að fjarlægja koldíoxíð (CO2) úr andrúmsloftinu (CDR). Rannsóknin samanstendur af tveimur aðskildum rannsóknum sem stefna að því að sýna fram á CDR með því að nota natríumhýdroxíð (NaOH) til að auka basavirkni sjávar í Hvalfirði sumarið 2025. Annars vegar er um að ræða litarefnisrannsókn sem áætluð er í maí 2025 og hins vegar basavirknirannsókn sem áætluð er í júlí 2025. Basavirkni rannsóknin fer fram með því að hella vítisóda í Hvalfjörðin og rannsaka áhrif þess.
Sveitarstjórn Kjósarhrepps setur sig alfarið upp á móti framkvæmd rannsóknarinnar og felur Ásgeiri Þór Árnasyni lögmanni hjá Lögmáli lögfræðistofu, að semja umsögn í samráði við sveitarstjóra. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að leita samþykkis sveitarstjórnar þegar umsögnin liggur fyrir og skila samþykktri umsögn innan tilskilins frests til utanríkisráðuneytisins.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
9.Fundargerð 594. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
2501033
Fundargerð lögð fram til kynningar.
10.Umsögn Samtaka orkusveitarfélaga um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála
2501032
Lagt fram til kynningar
Fundi slitið - kl. 18:20.