Fara í efni

Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd

18. fundur 30. janúar 2025 kl. 16:00 - 18:00 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Elís Guðmundsson formaður
  • Andri Jónsson varamaður
    Aðalmaður: Petra Marteinsdóttir
  • Guðmundur H Davíðsson nefndarmaður
  • Magnús Ingi Kristmannsson nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
  • Helena Ósk Óskarsdóttir
  • Óskar Örn Gunnarsson
  • Olgeir Olgeirsson
Fundargerð ritaði: Olgeir Olgeirsson Verkefnastjóri Skipulags- og Byggingarsviðs
Dagskrá

1.Trana L126440, Ósk um Deiliskipulagbreytingu

2411002

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar Trönu. Málið var tekið fyrir á 17. fundi skipulags,- umhverfis- og samgöngunefndar og samþykkt til auglýsingar. Um er að ræða uppskiptingu lóða í tvær sumarhúsalóðir og nýtingarhlutfall bygginga samkvæmt deiliskipulagi er innan marka aðalskipulags.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Þúfukot,L126494 ferðaþjónusta - umsókn um deiliskipulag

2411035

Tekin fyrir að nýju uppfærð tillaga að deiliskipulagi innan Þúfukots. Málið var áður tekið fyrir á 16. fundi nefndarinnar þann 27. nóvember 2024. Búið er að uppfæra hámarks mænishæð bygginga í 6 m en að öðru leyti er tillagan óbreytt.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Sandslundur 17, L215924 - Umsókn um deiliskipulag

2406047

Tekið fyrir eftir auglýsingu deiliskipulag frístundabyggðar á lóðinni Sandslundur 17, L215924. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 25. nóvember 2024. Tvær athugasemdir bárust á auglýsingatíma og umsagnir bárust frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, Minjastofnun og Veðurstofu Íslands sem gerðu ekki athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir sem bárust við tillöguna leiddu ekki til umtalsverða breytinga þar sem mörk landareignar eru í samræmi við afmarkaða lóð landareignar Sandslundar 17, L215924 en aðkoma að lóð 17a að lóðum Sands 1 og 2 um 10 m sem er viðunandi fjarlægð frá næstu lóð.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd í samræmi við 1. mgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Flekkudalur, L126038 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi

2406038

Tekið fyrir eftir auglýsingu deiliskipulag Flekkudal frístundabyggðar og íbúðalóðar við Meðalfellsvatn. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 28. nóvember 2024. Ein athugasemd barst á auglýsingatíma og umsagnir bárust frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands og Veðurstofu Íslands sem gerðu ekki athugasemdir við tillöguna. Samkvæmt umsögn frá Veðurstofu Íslands þá er þörf á staðbundnu hættumati fyrir skipulagssvæðið. Gera þarf einnig betur grein fyrir neysluvatnsmálum. Í athugasemd sem barst við tillöguna er fyrirhugaðri breytingu mótmælt.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir að fresta málinu þar til staðbundið hættumat liggur fyrir og gerðar hafa verið lagfæringar á tillögunni í samræmi við þær athugasemdir sem bárust.

5.Eyjar 2, L125987, Eyjatjörn - Umsókn um DSK frístundabyggðar

2501021

Lögð fyrir lýsing á deiliskipulagi frístundabyggðar Eyjatjarnar í landi Eyja II, dags. 23. janúar 2025. Deiliskipulagið er ætlað að skapa skýran ramma utan um uppbyggingu 19 frístundalóða. Stærð lóða verður frá 3340 m² til 10.720 m². Nýtingarhlutfall er 0,03. Húsin verða lágreist en heimilt er að hafa húsin í eystri hluta byggðarinnar á stöllum vegna landhalla.
Skipulags-, umhverfis- og samgönguráð leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að óska umsagnar og auglýsa lýsinguna skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Hvammsvík stækkun sjóbaða DSK, L126106 - Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2412011

Tekin fyrir fyrirspurn frá Dap arkitektum fyrir hönd Hvammsvíkur þar sem kynntar eru mögulegar breytingar á deiliskipulagi fyrir Hvamm og Hvammsvík. Breytingarnar eru í nokkrum liðum.

1. Stækkun bílastæðis fyrir Hvammsvíkurböðin þannig að 57 stæði bætist við og breyting á hönnun þess

2. Ný vegtenging inn á svæðið.

3. Breytingar á byggingareitum og aukið byggingarmagn. Um er að ræða viðbyggingu við núverandi þjónustuhús, heildarstærð 210 m2. Viðbyggingu við núverandi útibúningsklefa, stærð 30 m2. Ný stakstæð bygging þar sem verður ný baðaðstaða heildarstærð 550-600 m2.

Viðbótarbyggingamagn á reitnum verði um 800 m². Fyrir er heimild fyrir allt að 300 m² sbr. núverandi bygging. Samtals yrði byggingarmagn á byggingareitum um 1100 m².

4. Stækkun á laugasvæði. Nýtt laugasvæði verður afmarkað í framhaldi af núverandi laugasvæði. Um er að ræða allt að fjórar nýjar heitar baðlaugar.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd telur að áformin samræmist ekki gildandi aðalskipulagi en setur sig ekki á móti að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur í samræmi við framlagðar tillögur.

Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að taka erindið til skoðunar innan vinnu við yfirstandandi endurskoðun aðalskipulags Kjósarhrepps 2017-2029.

7.Brekkuskáli, L126146 - Umsókn um byggingarheimild eða- leyfi

2501004

Tekin er fyrir umsókn Sigurbjörns Magnússonar um byggingarheimild á fyrirhuiguðu gestahúsi (mhl03). Um er að ræða nýtt gestahús austan við núverandi frístundahús, Brekkuskála í landi Kiðafells í Kjós sem upphaflega var byggt um 1940 og stækkað um 2015. Í húsinu verður alrými með litlum eldhúskrók, svefnherbergi og baðherbergi. Húsið er timburhús byggt á steyptri plötu.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að grenndarkynna erindið með þeim fyrirvara að reglum um fjarlægð frá lóðarmörkum sé fylgt.
Grendarkynnt verður fyrir lóðarhöfum Brekkukot L126147, Kiðafell sumarhús L126153, Brekka L126144 og Kiðafell L208888 sbr. 1mgr. 44gr. skipulagslaga nr 123/2010.

8.Eyrarás, L238223 - Umsókn um byggingarheimild eða- leyfi

2412016

Lögð er fyrir umsókn Guðmundar G. Sigurðssonar um Byggingarheimild á íbúðahúsalóðinni Eyrarás L238223 í landi Morastaða á 126,6 m2 íbúðarhús mhl 01 nýtingarhlutfall yrði 0,02 á íbúðarhúsalóð sem er 5.868m2.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir umsóknina og felur Byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.4.4.gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Fallið er frá kröfu um grendarkynningu þar sem umrædd lóð liggur innan lands Morastaða og fyrirliggur samþykki þinglýst eiganda upprunalands um stofnun íbúðahúsalóðar.

Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd vekur athygli á að byggingarfulltrúa er heimilt að leggja á stjórnvaldssekt á framkvæmdir sem eru byggingarleyfisskyldar án þess að hafa fengið byggingarleyfi skv. 9. gr. laga um mannvirki 160/2010.

9.Eyjafell 7, L126000 - Umsókn um byggingarheimild eða- leyfi

2311013

Umsókn um byggingarheimild á þegar byggðu húsi. Deiliskipulag gefið út fyrir gerð núgildandi aðalskipulags. Stærð hús er yfir núverandi nýtingarhlutfalli sem getið er á um í aðalskipulagi. Lóðin er 3922 m2 sumarhús 188,6 m2 eða 0,048. Einn matshluti er á lóðinni samkvæmt skránigartöflu.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir umsóknina og felur Byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.4.4.gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd vekur athygli á að byggingarfulltrúa er heimilt að leggja á stjórnvaldssekt á framkvæmdir sem eru byggingarleyfisskyldar án þess að hafa fengið byggingarleyfi skv. 9. gr. laga um mannvirki 160/2010.

10.Svæðisskipulagsnefnd

2501006

Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerð 133. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.

2501023

Lagt fram til kynningar.

12.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 4

2501002F

  • 12.1 2411004 Sandseyri 9, L217151 - umsókn byggingarheimild
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 4 Byggingarfulltrú mun veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist , sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012."
  • 12.2 2411013 Eyri, L126030, mhl 14,15,16,17 - Umsókn um byggingarheimild eða- leyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 4 Umsókn samræmist deiliskipulagi. Byggingarfulltrúi mun veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr. 2.3.8 gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2011.
  • 12.3 2409025 Eyri Kjós, L126030 - mhl 19, Ljósheimar - Umsókn um byggingarheimild eða- leyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 4 Umsókn samræmist deiliskipulagi. Byggingarfulltrúi mun veita byggingarleyfi þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr. 2.3.8 gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2011.
  • 12.4 2411012 Eyri, L126030 - mhl 18 - Umsókn um byggingarheimild eða- leyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 4 Umsókn samræmist deiliskipulagi. Byggingarfulltrúi mun veita byggingarleyfi þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr. 2.3.8 gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2011.

Fundi slitið - kl. 18:00.