Fara í efni

Sveitarstjórn

301. fundur 08. janúar 2025 kl. 16:00 - 16:45 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Jóhanna Hreinsdóttir (JH) oddviti
  • Sigurþór Ingi Sigurðsson (SIS) nefndarmaður
  • Jón Þorgeir Sigurðsson (JÞS) nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson (ÞJ) nefndarmaður
  • Þóra Jónsdóttir (ÞJ) nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 17

2412002F

  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 17 Nefndin leggur til að Hreppsnefnd samþykki að auglýsa deiliskipulagstillöguna og að heimilt verði að falla frá gerð lýsingar fyrir deiliskipulagsverkefnið, enda liggi allar meginforsendur fyrir í aðalskipulagi, sbr. 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga.
    Með þeim fyrirvara að nýtingarhlutfall í lið 3.1 verði leiðrétt í 0,03.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 17 Nefndin gerir ekki athugasemd við framkvæmdina en telur ekki þörf á útgáfu sérstaks framkvæmdarleyfis þar sem umfang framkvæmdar er ekki þess eðlis. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

2.Sandseyri 9, L217151 - Umsókn um byggingarheimild eða- leyfi

2411019

Lögð er fyrir umsókn um byggingarheimild fyrir 69,9m2 frístundahús ódeiliskipulögðu 3.858 m2 sumarbústaðalandi. Fyrir er 22,6m2 hús og því samtals byggingarmagn 92,5m2. Nýtingarhlutfall er 0,02.

Málið var tekið fyrir á fundi Skipulags- umhverfis og samgöngunefndar þann 27.11.24 en fyrir mistök fórst fyrir að fjalla um málið þegar fundargerð þess fundar var tekin fyrir í sveitarstjórn 11.12.24. Eftirfarandi bókun var gerð við málið á fundi Skipulags- umhverfis og samgöngunefndar.

"Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir umsóknina og er sammála um að falla frá grenndarkynningu sbr. 3.mgr.44.gr Skipulagslaga 123/2010, enda liggi allar meginforsendur fyrir í aðalskipulagi. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist , sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012."

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

3.Samningur um byggingarfulltrúa Kjósarhrepps

2412014

Tekinn er til umfjöllunar samningur Kjósarhrepps við Feril verkfræðistofu. Samningurinn felur í sér að Ferill tilnefnir Freyr Brynjarsson sem byggingarfulltrúa Kjósarhrepps. Byggingarfulltrúi starfar á grundvelli laga um mannvirki 160/2010 og byggingar-reglugerðar 112/2012, ásamt því að gæta þess að framkvæmdir séu í takt við það skipulag sem er gildandi í umdæmi Kjósarhrepps. Byggingarfulltrúi skal starfa af trúmennsku og gætir hagsmuna sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn staðfestir samninginn samhljóða.

4.Styrkur til Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir jól.

2412017

Lagt er fram til staðfestingar áður samþykkt óformlegt samkomulag um að styrkja Hjálparstaf Kirkjunnar um 100.000 kr.
Sveitarstjórn samþykkir að veita styrkinn.

5.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2501001

Fundargerð lögð fram til kynningar.

6.Fundargerð sameiginlegs fundar stjórna SO og SSKS

2501005

Fundargerð lögð fram til kynningar.

7.Fundargerð 592. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu .

2501007

Fundargerð lögð fram til kynningar.

8.Samþykkt gæludýrahald á Vesturlandi

Fundi slitið - kl. 16:45.