Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd
Dagskrá
1.Trana L126440, Ósk um Deiliskipulagbreytingu
2411002
Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar Trönu. Um er að ræða deiliskipulag tveggja lóða Trönu 1 og 2. Byggingarmagn innan hvorrar lóðar fer ekki yfir 200 m2 þ.m.t. aukahús.
2.Norðurnes, framræsing lands - sumarbústaðafélag, Umsókn um framkvæmdarleyfi
2412004
Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Halldóri Úlfarssyni, dagsett 04.12.2024. Í umsókninni er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir framræsingu. Gert er ráð fyrir um 210 metra löngum skurði sem mun tengjast núverandi skurði við Norðurnes 73 og 88.
Nefndin gerir ekki athugasemd við framkvæmdina en telur ekki þörf á útgáfu sérstaks framkvæmdarleyfis þar sem umfang framkvæmdar er ekki þess eðlis.
Fundi slitið - kl. 16:15.
Með þeim fyrirvara að nýtingarhlutfall í lið 3.1 verði leiðrétt í 0,03.