Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 16
2411004F
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 16
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 16 Afgreiðslu málsins frestað. Starfsmanni á skipulags og byggingarsviðs falið að ræða við umsækjanda.
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 16 Afgreiðslu málsins frestað. Starfsmanni á skipulags og byggingarsviðs falið að ræða við umsækjanda.
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 16 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að taka erindið til skoðunar innan vinnu við yfirstandandi endurskoðun aðalskipulags Kjósarhrepps 2017-2029.
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 16 Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða og leggur til við sveitastjórn að málið hljóti afgreiðslu í samræmi við 2.mgr.43.gr skipulagslaga með þeim fyrirvara að eigendur aðliggjandi jarðar og lóða samþykki breytinguna með undirritun sinni.
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 16 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir umsóknina og er sammála um að falla frá grenndarkynningu sbr. 3.mgr.44.gr Skipulagslaga 123/2010, enda liggi allar meginforsendur fyrir í aðalskipulagi. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist , sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
2.Styrkbeiðni frá Fjölskylduhjálp Ísands fyrir jólin 2024
2411025
Fjölskylduhjálp Íslands hefur Fjölskylduhjálp Ísland aðstoðað sína með matargjöfum, gera má ráð fyrir að um þessi jól fái yfir 3000 fjölskyldur aðstoð.
Sveitarstjórn samþykkir að veita Fjölskylduhjálpinni 50.000 kr.
3.Starfs- og fjárhagsáætlun SSH fyrir árið 2025 ásamt fundargerð aðalfundar SSH árið 2024
2411026
Lögð er fram til staðfestingar Starfs- og fjárhagsáætlun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og fundargerð aðalfundar til kynningar.
Sveitarstjórn samþykkir starfs- og fjárhagsáætlun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2025.
4.Umsókn um styrk vegna skötuveislu í Félagsgarði 2024
2412001
Kjósin ehf sækir um 200.000 kr. styrk til Kjósarhrepps til að halda árlega skötuveislu í Félagsgarði. Með styrk frá Kjósarhrepp er hægt að bjóða uppá verð á viðráðanlegu verði.
Samþykkt samhljóða.
5.Reglur um heimgreiðslur til foreldra
2412003
Lagðar eru fram endurskoðaðar reglur um að foreldrar og forsjáraðilar barna fái greiðslur frá lokum fæðingarorlofs þar til barn hefur leikskólavist eða verður 3ja ára. Upphæðin er ákvörðuð árlega við gerð fjárhagsáætlunar og kemur fram við álagningu gjalda.
Samþykkt samhljóða.
6.Fjárhagsáætlun 2025-2028
2409023
Tekin er til síðari umræðu fjárhagsáætlun Kjósarhrepps fyrir árið 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
Áætlað er að heildartekjur fyrir A- og B-hluta á árinu 2025 verði 593.3 m.kr. og að áætluð rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði verði 434.3 m. kr. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætluð jákvæð um 159 m.kr. Fjármagnsliðir eru áætlaðir neikvæðir sem nemur 34.9 m. kr. Í áætluninni er gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A- og B- hluta verði jákvæð um 99.3 m.kr.
Áætluð fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum er 140.9, fjárfestingin er að mestu hjá Kjósarveitum vegna nýrrar borholu á Möðruvöllum. Handbært fé í árslok er áætlað 205.7 m.kr.
Áætlað er að heildartekjur fyrir A- og B-hluta á árinu 2025 verði 593.3 m.kr. og að áætluð rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði verði 434.3 m. kr. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætluð jákvæð um 159 m.kr. Fjármagnsliðir eru áætlaðir neikvæðir sem nemur 34.9 m. kr. Í áætluninni er gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A- og B- hluta verði jákvæð um 99.3 m.kr.
Áætluð fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum er 140.9, fjárfestingin er að mestu hjá Kjósarveitum vegna nýrrar borholu á Möðruvöllum. Handbært fé í árslok er áætlað 205.7 m.kr.
Sveitarstjórn staðfestir við síðari umræðu fjárhagsáætlun 2025-2028 og þakkar sveitarstjóra, hitaveitustjóra og starfsfólki fyrir vel unnin störf við áætlunargerðina.
7.Gjaldskrá vegna útgáfu byggigarheimilda, byggingarleyfa og þjónustu byggingarfulltrúa.
2412006
Lögð er fram til staðfestingar uppfærð gjaldskrá vegna byggigarheimilda, byggingarleyfa og þjónustu byggingarfulltrúa.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.
8.Gjaldskrá vegna skipulagsmála. lóðamála og framkvæmdaleyfa.
2412005
Lögð er fram til staðfestingar uppfærð gjaldskrá vegna skipulagsmála. lóðamála og framkvæmdaleyfa.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.
9.Miðbúð 8 - Umsókn um breytingu á skráningu lóðar
2303014
Lögfræðistofan Altus fyrir hönd Auðar Ólafsdóttur eiganda að frístundahúsi að Miðbúð 8,í Kjós, Fn 208588 óskar eftir því að sveitarstjórn endurskoði fyrri ákvörðun um að hafna erindi um að breyta umræddri lóð úr frístundalóð í íbúðarhúsalóð.
Sveitarstjórn leggur til að gerð verði úttekt á húsi á umræddri lóð með tilliti til skilyrða byggingarreglugerðar til íbúðarhúsnæðis. Standist húsið þær kröfur sem gerðar eru til íbúðarhúsnæðis vísar sveitarstjórn málinu til skoðunar innan vinnuhóps við yfirstandandi endurskoðun aðalskipulags Kjósarhrepps.
10.Fundargerð aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga 2024
2411028
Fundargerð lögð fram til kynningar.
11.Fundargerð 77. og 78. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga ásamt stefnumörkun og starfsáætlun 2024-2026
2411016
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
12.Fundargerð 131. fundar svæðisskipulagsnefndar
2411022
Fundargerð lögð fram til kynningar.
13.Fundargerðir 588., 589. og 590. fundar stjórnar SSH.
2411027
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
14.Fundargerðir 953., 954.,955., 956., 958. og 958. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
2411029
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
15.Fundargerð 83. og 84. fundar stjórnar Kjósarveitna ehf.
2411036
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
16.Fundargerð 25. fundar stjórnar Leiðarljóss ehf.
2411037
Fundargerð lögð fram til kynningar.
17.Fjarskiptamál í Kjósinni
2411015
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:45.
Mál nr. 2303014: Beiðni um breytingu á skráningu lóðar.
Samþykkt samhljóða.