Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd
Dagskrá
Formaður óskar eftir að mál númer 3 verði tekið af dagskrá þar sem það hefur þegar verið afgreitt í nefnd.
1.Afgreiðslufundur byggingarfulltúa - 3
2411005F
- 1.1 2406063 Norðurnes 73Afgreiðslufundur byggingarfulltúa - 3 Umsókn um byggingarleyfi samþykkt og byggingarleyfi gefið út.
- 1.2 2411001 Sandárbakki 1, L232639 - Umsókn um ByggingarheimildAfgreiðslufundur byggingarfulltúa - 3 Umsókn samræmist deiliskipulagi. Byggingarfulltrúi mun veita byggingaheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr. 2.3.8 gr. Byggingarreglugerðar nr.112/2011.
- 1.3 2411021 Sandsárbakki 5, L232643 - umsókn um byggingarheimild eða -leyfiAfgreiðslufundur byggingarfulltúa - 3 Umsókn samræmist deiliskipulagi. Byggingarfulltrúi mun veita byggingaheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr. 2.3.8 gr. Byggingarreglugerðar nr.112/2011.
- 1.4 2411020 Sandsárbakki 3, L232641 - umsókn um byggingarheimild eða -leyfiAfgreiðslufundur byggingarfulltúa - 3 Umsókn samræmist deiliskipulagi. Byggingarfulltrúi mun veita byggingaheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr. 2.3.8 gr. Byggingarreglugerðar nr.112/2011.
- 1.5 2411019 Sandseyri 9, L217151 - Umsókn um byggingarheimild eða- leyfiAfgreiðslufundur byggingarfulltúa - 3 Umsókn send áfram á Skipulags-umhverfis og samgöngjunefnd þar sem um er að ræða lóð á ódeiliskipulögðu frístundarsvæði og óskað eftir ummælum nefndar.
- 1.6 2308026 Þorláksstaðavegur 1, L126299 - Umsókn um byggingarleyfiAfgreiðslufundur byggingarfulltúa - 3 Umsókn samræmist deiliskipulagi. Byggingarfulltrúi mun veita byggingaheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr. 2.3.8 gr. Byggingarreglugerðar nr.112/2011.
- 1.7 2411024 Hvammsbraut 4 - Umsókn um stöðuleyfiAfgreiðslufundur byggingarfulltúa - 3 Byggingarfulltrúi mun gefa út stöðuleyfi þegar öllum gögnum hefur verið skilað inn.
2.Þúfukot,L126494 ferðaþjónusta - umsókn um deiliskipulag
2411035
Tekið er aftur fyrir tillaga að deiliskipulagi innan Þúfukots. Byggingarreitir eru afmarkaðir á skipulagsuppdrætti. Byggingarreitir eru 13 talsins, þar af eru 12 byggingarreitir ætlaðir fyrir gistihús (nr. 01-12) og einn byggingarreitur (nr. 13) er fyrir þjónustubyggingu. Stærð bygginga á svæðinu verður 25 til 70 m2 en þó getur samanlagt byggingarmagn allra bygginga á svæðinu aldrei farið yfir 500 m2. Þá er lögð áhersla á heildstætt útlit og form bygginga. Gert ráð fyrir uppbyggingu á 12 gistihúsum sem ætluð eru fyrir skammtíma útleigu. Þar sem hámarksfjöldi gistiplássa er samanlagt 48, tegund gistingar er stærra gistiheimili og fellur það undir II flokk gististaða, þ.e. gististaður án veitinga, sbr. reglugerð nr. 1277/2016.
Hámarks byggingarmagn hefur verið lækkað úr 780m2 og gerð hefur verið fornleifaskráning fyrir svæðið.
Fyrra málsnúmer 2405025
Hámarks byggingarmagn hefur verið lækkað úr 780m2 og gerð hefur verið fornleifaskráning fyrir svæðið.
Fyrra málsnúmer 2405025
Afgreiðslu málsins frestað. Starfsmanni á skipulags og byggingarsviðs falið að ræða við umsækjanda.
3.Trana L126440, Ósk um Deiliskipulagbreytingu
2411002
Trana ehf. óskar eftir leyfi til að láta gera nýtt deiliskipulag fyrir lóð nr. 126440 þar sem gert er ráð fyrir að umræddri lóð verði skipt í tvær. Ekki hefur verið gerð merkjalýsing uppskiptingu lóðanna.
Afgreiðslu málsins frestað. Starfsmanni á skipulags og byggingarsviðs falið að ræða við umsækjanda.
4.Eyjavík 6 L198314 og 16 L125988 umsókn að breyta í íbúðarhúsalóð
2410040
Lagt er fyrir fyrirspurn eiganda að lóðunum Eyjavík 6 og 16. Þær lóðir eru skráðar sem frístundalóðir í deiliskipulaginu en landbúnaðarsvæði í aðalskipulaginu. Við viljum sækja um að þeim verði breytt í íbúðarhúsalóðir í þessu aðalskipulagsferli sem komið er í gang.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að taka erindið til skoðunar innan vinnu við yfirstandandi endurskoðun aðalskipulags Kjósarhrepps 2017-2029.
5.Snorravík, L227278 - Uppskipting lóða
2410010
Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðarbyggðar og nágrenni í landi Eyrarkots. Breytingin fjallar um að verið er að skipta upp lóðinni Snorravík með landnúmerinu L227287 úr einni í tvær lóðir. Fyrir breytingu var lóðin 15013 m2. Eftir breytingu verður upprunalandi 8396 m2 en ný lóð verður 6618 m2.
Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða og leggur til við sveitastjórn að málið hljóti afgreiðslu í samræmi við 2.mgr.43.gr skipulagslaga með þeim fyrirvara að eigendur aðliggjandi jarðar og lóða samþykki breytinguna með undirritun sinni.
6.Sandseyri 9, L217151 - Umsókn um byggingarheimild eða- leyfi
2411019
Lögð er fyrir umsókn um byggingarheimild fyrir 69,9m2 frístundahús ódeiliskipulögðu 3.858 m2 sumarbústaðalandi. Fyrir er 22,6m2 hús og því samtals byggingarmagn 92,5m2. Nýtingarhlutfall er 0,02.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir umsóknina og er sammála um að falla frá grenndarkynningu sbr. 3.mgr.44.gr Skipulagslaga 123/2010, enda liggi allar meginforsendur fyrir í aðalskipulagi. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist , sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
Fundi slitið - kl. 17:00.