Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 15
2410001F
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 15 Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 15 Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd hafnar erindinu þar sem það samræmist ekki gildandi aðalskipulagi. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins þar til umsókn hefur borist byggingarfulltrúa um niðurrif á núverandi byggingu á umræddu landi og vísar þá málinu aftur til Skipulags- umhverfis og samgöngunefndar til umfjöllunar.
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 15 Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd mælist til þess við sveitarstjórn að samþykkja viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 15 Þar sem mótmæli eða athugasemdir hafa verið dregnar til baka þá telst málið afgreitt á fullu og kallar ekki á frekari málsmeðferð skv. skipulagslögum nr. 123/2010 enda gildir upprunalegt deiliskipulag. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
2.Afgreiðslufundur byggingarfulltúa - 2
2410002F
- 2.1 2410015 Fálkahreiður, L219789 - Umsókn um byggingarheimild eða- leyfiAfgreiðslufundur byggingarfulltúa - 2 Umsókn samræmist deiliskipulagi. Byggingafulltrúi mun veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr.2.3.8 gr. Byggingarreglugerðar nr. 112/2011.
- 2.2 2202041 Reynivellir - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfiAfgreiðslufundur byggingarfulltúa - 2 Nefndin samþykkir útgáfu byggingarleyfis, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012
- 2.3 2409005 Stampar 10, L199323 - Umsókn um byggingarheimild eða- leyfiAfgreiðslufundur byggingarfulltúa - 2 Nefndin samþykkir útgáfu byggingarleyfis, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
- 2.4 2104022 Ósbraut 5 - Umsókn um byggingarleyfiAfgreiðslufundur byggingarfulltúa - 2 Byggingarstig uppfært á B4 og sent til HMS.
- 2.5 2404052 Standgil, L233894 - Umsókn um byggingarheimild eða- leyfiAfgreiðslufundur byggingarfulltúa - 2 Byggingarstig uppfært á B4 og sent til HMS.
- 2.6 2205008 Morastaðir 5- l213911 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfiAfgreiðslufundur byggingarfulltúa - 2 Byggingarstig uppfært á B4 og sent til HMS.
- 2.7 2306022 Kleif slf, Eilífsdal - L226301 - Umsókn um byggingarleyfiAfgreiðslufundur byggingarfulltúa - 2 Byggingarstig uppfært á B4 og sent til HMS.
3.Frestun á reglulegum fundi sveitarstjórnar
2411003
Lagt er til að reglulegum fundi sveitarstjórnar sem vera á 4. desember 2024 verði frestað til 11. desember 2024.
Samþykkt samhljóða.
4.Umsókn um Samfélagsstyrk haust 2024
2410001
Félag frístundabyggðar Raðarhverfis í Kjós sækir um samfélagsstyrk vegna uppbyggingar leiksvæðis í Raðarhverfi. Sótt er um styrk til að síða pall undir rólur setja sand í sandkassa og keyra möl á leiksvæðið. Sótt er um 250.000 kr. til verkefnisins. Verkefnið hefur áður hlotið styrk.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita Félagi frístundabyggðar Raðarhverfis 250.000 kr. styrk enda skuldbindur félagið sig til að tryggja góðan aðgang að umræddu svæði fyrir almenning. Sveitarstjórn bendir jafnframt á úthlutunarreglur sveitarfélagsins um samfélagsstyrk.
5.Umsókn um Samfélagsstyrk haust 2024
2406010
Skógræktarfélag Fossár sækir um styrk til að endurreisa elstu brúnna yfir Fossá sem var hluti af upphaflega þjóðveginum um Hvalfjörð. Eftir að þjóðvegurinn var færður hefur brúin verið notuð sem göngubrú yfir gil í Fossánni. Áætlað er að kostnaður við að gera göngubrúna verði allt að 1,8 milljónir króna.
Óskað er eftir myndarlegum styrk frá sveitarfélaginu.
Óskað er eftir myndarlegum styrk frá sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita Skógræktarfélagi Fossár 900.000 kr. Sveitarstjórn bendir jafnframt á úthlutunarreglur sveitarfélagsins um samfélagsstyrk.
6.Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna umsóknar um leyfi til reksturs í flokki II Minna gistiheimili. að Stóru-skál1.
2410004
Lögð er fram umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna umsóknar um leyfi til reksturs gistiheimilis í flokki II- Minna gistiheimili að Stóru-Skál 1.
Afgreiðslu málsins frestað þar til frekar gögn berast.
7.Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2025 lögð fram til staðfestingar
2410030
Lögð er fram Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2025 til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
8.Fundargerð 82. fundar stjórnar Kjósarveitna.
2410003
Fundargerð lögð fram til kynningar.
9.Fundargerð aðalfundar samtaka orkusveitarfélaga
2410026
Fundargerð lögð fram til kynningar.
10.Fundargerði 586. og 587. fundar stjórnar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
2410029
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
11.Fundargerð 192. fundargerð Heilbrigðisnefndar Vesturlands.
2410031
Fundargerð lögð fram til kynningar.
12.Fundagerð 952. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
2410034
Fundargerð lögð fram til kynningar.
13.Ályktun Skógræktarfélags Íslands um vörsluskyldu búfjár.
2410028
Lagt fram til kynningar.
Þórarinn óskar bókað að hann taki undir ályktun Skógræktarfélags Íslands um vörsluskyldu búfjár.
Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir bændur, landeigendur og alla landnýtingu aðra en beit að eigendur búfjár haldi búfénaði sínum á sínu landi og utan eignarlanda annarra.
Þórarinn óskar bókað að hann taki undir ályktun Skógræktarfélags Íslands um vörsluskyldu búfjár.
Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir bændur, landeigendur og alla landnýtingu aðra en beit að eigendur búfjár haldi búfénaði sínum á sínu landi og utan eignarlanda annarra.
Fundi slitið - kl. 17:00.