Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd
Dagskrá
Formaður leitar frábrigða og óskar eftir að setja fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa á dagskrá og verður mál nr. 2412002F
1.Hlíð 18a, L126361 - Umsókn um byggingarheimild
2405022
Lögð er fyrir umsókn Svavars Njarðarsonar um fyrirhuguð byggingaráform á 199,9 m2 frístundarhús mhl 01 á lóðinni Hlíð 18a, L126361.
Stærð lóðar er 4019,7m2 og yrði nýtingarhlutfall 0,049.
Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Stærð lóðar er 4019,7m2 og yrði nýtingarhlutfall 0,049.
Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd hafnar erindinu þar sem það samræmist ekki gildandi aðalskipulagi. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
2.Afgreiðslufundur byggingarfulltúa - 2
2410002F
Lögð fram til kynningar fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltúra.
- 2.1 2410015 Fálkahreiður, L219789 - Umsókn um byggingarheimild eða- leyfiAfgreiðslufundur byggingarfulltúa - 2 Umsókn samræmist deiliskipulagi. Byggingafulltrúi mun veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr.2.3.8 gr. Byggingarreglugerðar nr. 112/2011.
- 2.2 2202041 Reynivellir - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfiAfgreiðslufundur byggingarfulltúa - 2 Nefndin samþykkir útgáfu byggingarleyfis, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012
- 2.3 2409005 Stampar 10, L199323 - Umsókn um byggingarheimild eða- leyfiAfgreiðslufundur byggingarfulltúa - 2 Nefndin samþykkir útgáfu byggingarleyfis, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
- 2.4 2104022 Ósbraut 5 - Umsókn um byggingarleyfiAfgreiðslufundur byggingarfulltúa - 2 Byggingarstig uppfært á B4 og sent til HMS.
- 2.5 2404052 Standgil, L233894 - Umsókn um byggingarheimild eða- leyfiAfgreiðslufundur byggingarfulltúa - 2 Byggingarstig uppfært á B4 og sent til HMS.
- 2.6 2205008 Morastaðir 5- l213911 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfiAfgreiðslufundur byggingarfulltúa - 2 Byggingarstig uppfært á B4 og sent til HMS.
- 2.7 2306022 Kleif slf, Eilífsdal - L226301 - Umsókn um byggingarleyfiAfgreiðslufundur byggingarfulltúa - 2 Byggingarstig uppfært á B4 og sent til HMS.
3.Langimelur 9, L232909, Deiliskipulag
2410036
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi sem tekur til breytinga á byggingareit við Langamel 9 þar sem reitur er örlítið hnikaður til vegna aðstæðna í landi.
Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd mælist til þess við sveitarstjórn að samþykkja viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
4.Berjabraut 7, L199286 - Umsókn um breytta aðkomu að lóð
2308020
Erindið var á 5. fundi skipulags- umhverfis og samgöngunefndar þann 30. nóvember 2023: Lögð var fyrir umsókn um breytta aðkomu að lóðinni Berjabraut 7, L199286. Erindið var áður á 2. fundi skipulags- umhverfis og samgöngunefndar þann 31.ágúst 2023. Þá var málinu frestað og skipulagsfulltrúa falið að kalla eftir frekari gögnum.
Í gildi er deiliskipulag á svæðinu og í greinargerð kafla 3.6. kemur eftirfarandi fram: „Sums staðar eru götur á tvo og jafnvel þrjá vegu og er þá mögulegt að fá samþykki fyrir breyttri aðkomu og staðsetningu bílastæða á lóð frá því sem sýnt er á uppdrætti ef það þykir henta betur t.d. vegna staðsetningar húss á lóð. Slík undanþága er háð samþykki skipulags- og byggingarnefndar“.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum Stampa 27 L199339, Stampa 25 L199338, Stampa 21 L199334, Berjabraut 9 L199288, Berjabraut 5 L199284 og Háls L126085 sbr. 1.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr 123/2010. Þrjár athugasemdir bárust sem mótmæltu þessari aðkomu að Berjabraut 7.
Hjálögð yfirlýsing hefur borist þar sem þeir aðilar ofangreindra lóða sem mótmæltu falla frá andmælum sínum um aðkomu frá Stömpum að Berjabraut 7 sem þeir mótmæltu áður sem og samþykki landeiganda.
Í gildi er deiliskipulag á svæðinu og í greinargerð kafla 3.6. kemur eftirfarandi fram: „Sums staðar eru götur á tvo og jafnvel þrjá vegu og er þá mögulegt að fá samþykki fyrir breyttri aðkomu og staðsetningu bílastæða á lóð frá því sem sýnt er á uppdrætti ef það þykir henta betur t.d. vegna staðsetningar húss á lóð. Slík undanþága er háð samþykki skipulags- og byggingarnefndar“.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum Stampa 27 L199339, Stampa 25 L199338, Stampa 21 L199334, Berjabraut 9 L199288, Berjabraut 5 L199284 og Háls L126085 sbr. 1.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr 123/2010. Þrjár athugasemdir bárust sem mótmæltu þessari aðkomu að Berjabraut 7.
Hjálögð yfirlýsing hefur borist þar sem þeir aðilar ofangreindra lóða sem mótmæltu falla frá andmælum sínum um aðkomu frá Stömpum að Berjabraut 7 sem þeir mótmæltu áður sem og samþykki landeiganda.
Þar sem mótmæli eða athugasemdir hafa verið dregnar til baka þá telst málið afgreitt á fullu og kallar ekki á frekari málsmeðferð skv. skipulagslögum nr. 123/2010 enda gildir upprunalegt deiliskipulag.
Fundi slitið - kl. 16:45.