Fara í efni

Sveitarstjórn

297. fundur 02. október 2024 kl. 16:00 - 17:45 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Jóhanna Hreinsdóttir (JH) oddviti
  • Sigurþór Ingi Sigurðsson (SIS) nefndarmaður
  • Jón Þorgeir Sigurðsson (JÞS) nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson (ÞJ) nefndarmaður
  • Þóra Jónsdóttir (ÞJ) nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 14

2409002F

  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 14
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 14 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd gerir ekki athugasemd og felur skipulagsfulltrúa að leiðrétta skráninguna. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 14 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðarinnar með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki þinglýsts eiganda upprunalands, við endurskoðun Aðalskipulags 2026 til 2038 verði landnotkunarflokki fyrir svæðið breytt í íbúðarhúsasvæði og komi til frekari uppbyggingar á svæðinu skal það deiliskipulagt.

    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 14 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd gerir ekki athugasemd og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðarinnar með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki þinglýsts eiganda upprunalands. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 14 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir umsóknina með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 2.mgr. 44.gr. skipulagslaga. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarleyfi þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
    Nefndin er sammála um að grenndarkynna fyrir eigendum Álfagarðar L224886 og Vegagerðinni.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 14 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir útgáfu stöðuleyfis til 12 mánaða. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

2.Starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar 2025

2409020

Starfs- og fjárhagsáætlun Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins 2025, lögð fram til afgreiðslu.
Sveitarstjórn staðfestir áætlunina samhljóða.

3.Skuld við sveitarfélagið - hækkun á hlutafé í Leiðarljós ehf.

2409024

Lagt er til að skuld Leiðarljóss ehf. að upphæð 113 millj.kr. við sveitarsjóð verði breytt í hlutafé. Hlutafé verður 9.5 millj.kr. að nafnverði á genginu 11,9 á hvern nafnverðshluta. Samþykktum Leiðarljóss hefur verið breytt til samræmis við þessa ákvörðun.
Samþykkt samhljóða.
Þórarinn kemur inná fundinn.

4.Beiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu um umsögn vegna umsóknar Kleif slf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II.

2409029

Lögð er fram beiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna umsóknar um rekstrarleyfi í flokki II frá Kleif slf vegna Kleif gististaðar.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins.

5.Aðild að Samtökum orkusveitarfélaga

2409030

Lagt er til að Kjósarhreppur gerist aðili að Samtökum orkusveitarfélaga.
Samþykkt samhljóða.

6.Viðmiðunarreglur um snjómokstur og hálkuvarnir í Kjósarhreppi

2403035

Lögð eru fram drög að viðmiðunarreglum um snjómokstur í Kjósarhreppi til afgreiðslu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagðar viðmiðunarreglur um snjómokstur.

7.Fundargerð 80. fundar stjórnar Kjósarveitna

2409001

Fundargerð lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 583., 584. og 585 fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðisinu.

2409014

Fundargerð lögð fram til kynningar.

9.Fundargerð 951. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2409015

Fundargerð lögð fram til kynningar.

10.Fundargerð 191. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

2409021

Fundargerð lögð fram til kynningar.

11.Fundargerð 129. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.

2409022

Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.Fjárhagsáætlun 2025-2028

Fundi slitið - kl. 17:45.