Fara í efni

Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd

14. fundur 26. september 2024 kl. 16:00 - 16:50 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Elís Guðmundsson formaður
  • Petra Marteinsdóttir nefndarmaður
  • Þorbjörg Skúladóttir varamaður
    Aðalmaður: Davíð Örn Guðmundsson
  • Guðmundur H Davíðsson nefndarmaður
  • Magnús Ingi Kristmannsson nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
  • Helena Ósk Óskarsdóttir
  • Óskar Örn Gunnarsson
  • Olgeir Olgeirsson
Fundargerð ritaði: Olgeir Olgeirsson Starfsmaður Skipulags- og byggingarsviðs
Dagskrá

1.Afgreiðslur byggingarfulltrúa

2311034

Lögð eru fyrir afgreiðslumál byggingarfulltrúa sem eru í ferli eða hafa verið afgreidd.

2.Skriðuklaustur í landi Valdastaða - Óskað eftir að skráning lóðar verði felld niður

2409012

Þess er óskað fyrir hönd Þórdísar Ólafsdóttur að skráning verði felld niður sem hefur landnúmerið L126479. Þar stóð áður lóðarlaus bústaður sem hefur verið fjarlægður.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd gerir ekki athugasemd og felur skipulagsfulltrúa að leiðrétta skráninguna.

3.Morastaðir, L126374 - Umsókn um stofnun lóða

2409027

Lögð er fyrir umsókn Adam Hoffritz dags. 20.09.2024 ásamt merkjalýsingu um stofnun íbúðarhúsalóðar úr Morastöðum L126374.

Lóðin er5867,8 m2 en um er að staka lóð á landbúnaðarlandi sem fengi nafnið Eyjarás.

Aðkoma er frá vegi sem liggur upp frá Eyrarfjallsvegi og að þessari lóð og áfram að aðliggjandi lóð.

Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðarinnar með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki þinglýsts eiganda upprunalands, við endurskoðun Aðalskipulags 2026 til 2038 verði landnotkunarflokki fyrir svæðið breytt í íbúðarhúsasvæði og komi til frekari uppbyggingar á svæðinu skal það deiliskipulagt.

4.Eyri, L126030 - Umsókn um stofnun lóða úr landi Eyri - Ljósheimar

2409016

Lögð er fyrir umsókn Adam Hoffritz dags. 16.09.2024 ásamt merkjalýsingu um stofnun íbúðarhúsalóðar úr jörðinni Eyri L126030.

Lóðin er 16.221 m2 en um er að staka lóð á landbúnaðarlandi sem fengi nafnið Ljósheimar.



Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd gerir ekki athugasemd og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðarinnar með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki þinglýsts eiganda upprunalands.

5.Eyri Kjós, L126030 - Umsókn um byggingarheimild eða- leyfi

2409025

Lögð er fyrir umsókn Eyri í Kjós ehf. dags. 23.09.2024 um fyrirhuguð byggingaráform á 105,9 m2 einbýlishúsi mhl 01 á lóðinni Ljósheimar.

Stærð lóðar er 16.221 m2 og yrði nýtingarhlutfall 0,006. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir umsóknina með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 2.mgr. 44.gr. skipulagslaga. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarleyfi þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
Nefndin er sammála um að grenndarkynna fyrir eigendum Álfagarðar L224886 og Vegagerðinni.

6.Trana, L126440 - Umsókn um stöðuleyfi

2408019

Lögð er fyrir umsókn Óskars Jóhanns Sigurðassonar 19.08.2024 um stöðuleyfi. Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd frestaði erindi 29.08.2024 og óskaði frekari gagna.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir útgáfu stöðuleyfis til 12 mánaða.

Fundi slitið - kl. 16:50.