Fara í efni

Sveitarstjórn

296. fundur 04. september 2024 kl. 16:00 - 18:30 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Jóhanna Hreinsdóttir (JH) oddviti
  • Sigurþór Ingi Sigurðsson (SIS) nefndarmaður
  • Jón Þorgeir Sigurðsson (JÞS) nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson (ÞJ) nefndarmaður
  • Þóra Jónsdóttir (ÞJ) nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá
Sveitarstjórn óskar að bókað verði að hún harmi þá stöðu að engin skuli sjá sér fært að reka Kaffi Kjós lengur. Mikill missir er að staðnum sem samkomustað Kjósaverja og ekki síður missir af þeirri þjónustu sem var veitt í húsinu.

Oddviti leitar frábrigða og óskar eftir að eftirfarandi mál verði sett á dagskrá:

Mál nr: 2404064 Beiðni um námsvist og greiðslu kennslukostnaðar í tónlistarkóla utan lögheimilissveitarfélags.

Mál nr: 2409006 Fundargerð stjórnar Leiðarljóss ehf. frá 23. apríl 2024.

Samþykkt samhljóða.

1.Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 13

2408001F

  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 13 Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 13 Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd þakkar framkomnar umsagnir við lýsinguna og felur skipulagsfulltrúa frekari vinnslu málsins. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 13 Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við sveitstjórn að breytingartillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 13 Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan fái afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 13 Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan fái afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 13 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd gerir ekki athugasemd og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu lóðarinnar með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki þinglýsts eiganda upprunalands. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 13 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd gerir ekki athugasemd og leggur til við sveitarstjórn að staðfesta afmörkun sameignarlandsins með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki þinglýstra eigenda aðliggjandi landeigna. Bókun fundar Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 13 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir umsóknina og er sammála um að falla frá grenndarkynningu sbr. 3.mgr.44.gr Skipulagslaga 123/2010, enda liggi allar meginforsendur fyrir í aðalskipulagi. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist , sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 13 Skipulags- umhverfis og samgöngunendn samþykkir umsóknina og felur byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 13 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd hafnar erindinu þar sem nauðsynlegt er að útbúa merkjalýsingu fyrir umrædda lóð auk næstu lóðar Miðhús við Skorá L125952 þar sem afmörkun er óskráð í fasteignaskrá og óljóst hvar lóðarmörk liggja. Einnig þarf að gera grein fyrir aðkomu að umræddri lóð. Þetta þarf að liggja fyrir áður en umsókn um byggingarheimild er tekin til umfjöllunar.


    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 13 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd frestar erindinu og felur byggingarfulltrúa að afla frekari gagna.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 13 Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 13 Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir reglurnar.

2.Fundargerð stjórnar Leiðarljóss ehf. frá 23. apríl 2024

2409006

Stjórn Leiðarljóss ehf. lagði til á fundi sínum 23. apríl 2024 að óskað yrði eftir því við sveitarstjórn Kjósarhrepps að skuld félagsins við sveitarfélagið verði breytt í hlutafé.
Sveitarstjórn tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við stjórn og framkvæmdastjóra Leiðarljós. Þegar öll gögn liggja fyrir tekur sveitarstjórn endanlega ákvörðun.
Samþykkt samhljóða.

3.Samningur við Reykjavíkurborg um Klébergsskóla

2205128

Lagður er fram til staðfestingar samningur á milli skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Kjósarhrepps. Markmið samnings þessa er að kveða á um þjónustu og greiðslur milli skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Kjósarhrepps vegna barna og nemenda sem eiga lögheimili í Kjósarhreppi og eru í leikskóla, grunnskóla, frístundastarfi eða tónlistarskóla Reykjavíkurborgar í Klébergi.

Samningurinn er gerður á grundvelli 96. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, 28. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008 og 45. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008.

Samþykkt samhljóða.

4.Gjaldfrjálsar skólamáltíðir

2408009

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að styðja við nýgerða langtímakjarasamninga á vinnumarkaði og leggja grundvöll að bættum lífskjörum og kaupmætti launafólks.
Sveitarstjórn Kjósarhrepps samþykkir gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir grunnskólabörn í Kjósarhreppi.

5.Reglur um frístundastyrk

2312008

Í framlögðum uppfærðum reglum um frístundastyrk í Kjósarhreppi er lagt til að fellt verði út skilyrði fyrir úthlutun styrks í 3. gr. svo hljóðandi "Að um skipulagt starf, kennslu eða þjálfun sé um að ræða í a.m.k. 10 vikur á árshelmingi." A.ö.l. eru reglurnar óbreyttar.
Samþykkt samhljóða.

6.Fjallskil í Kjósarhreppi 2024

2408010

Fjallskil til lögrétta í Kjósarhreppi á þessu hausti verða á eftirtöldum dögum í Kjósarrétt. 1. rétt verður sunnudaginn 15. september kl. 15:00. 2. rétt verður sunnudaginn 29. september kl. 15:00. Samkvæmt 10. gr. fjallskilasamþykktar fyrir Landnám Ingólfs Arnarsonar nr.775/2020 segir: Allir, sem jörð hafa til ábúðar eða umráða, og allir sem sauðfé eiga eða hafa undir höndum eru fjallskilaskyldir samkvæmt fyrirmælum sveitarstjórna eða fjallskilanefnda. Hver maður er fjallskilaskyldur í því sveitarfélagi þar sem hann notar upprekstrarland fyrir fé sitt eða á land. Til leita í hverju upprekstrarlandi ber einkum að skipa þá er það nýta. Samkvæmt 11. gr. fjallskilasamþykktar fyrir Landnám Ingólfs Arnarsonar nr.775/2020 segir: Aðalhaustleitir skulu vera tvennar. Þá skal smala allt land þar sem fénaður hefur gengið á sumarbeit, sem mest á sama tíma. Sérstaklega skal þess gætt að göngur fari fram samtímis á samliggjandi leitarsvæðum svo að eigi verði misgöngur. Skulu leitarstjórar hafa samráð um þá tilhögun sem best er talin henta til að tryggja samræmingu við smölun.

Helgi Guðbrandsson, Hækingsdal, sér um smölun á landi Stóra-Botns, sunnan varnargirðingar. Réttarstjóri í Kjósarrétt verður Helgi Guðbrandsson, Hækingsdal. Marklýsingarmenn í Kjósarrétt verða Dóra S. Gunnarsdóttir, Hækingsdal og Þorbjörg Skúladóttir Írafelli. Í útréttir fara eftirtaldir: 1. Þingvallarétt Helgi Guðbrandsson, Hækingsdal. 2. Þingvallarétt, Helgi Guðbrandsson, Hækingsdal.
Samþykkt samhljóða.

7.Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna vinnu við vegskeringu á Kjósarskarðsvegi

2408011

Lögð er fram beiðni um framkvæmdaleyfi vegna vinnu við vegskeringu á Kjósaskarðsvegi (48-01). Um er að ræða skeringu sem varð til þegar unnið var við uppbyggingu Kjósarskarðsvegar árið 2018. Þarna safnast snjór á veginn og veldur oft vandkvæðum að vetrarlagi. Vegagerðin hefur því hug á að víkka skeringuna um allt að 7 m til að minnka líkur á snjósöfnun inn á veginn. Áætlað efnismagn er um 6.000 m3.



Vegagerðin hefur gengið frá samkomulagi við landeiganda að Fremri Hálsi vegna verksins og hefur einnig fengið leyfi hjá honum til að vinna efnið og lagera því í allt að 18 mánuði innan hans lands sunnan heimreiðar að bænum.
Samþykkt samhljóða.

8.Skráning lóðar Eyjahóll -Flekkudalsvegur 21 L125974

2402001

Lagt er fram bréf frá lögfræðingi Páls Heimis Ingólfssyni og Mörtu Kristínu Karlsdóttur, eigendum og skráðum umráðendum fasteignar með landeignanúmerið L125974. Í bréfinu er gerð krafa til sveitarstjórnar Kjósarhrepps að felld verði úr gildi sú ráðstöfun frá 2. febrúar 2022, sem þáverandi skipulags- og byggingarfulltrúi gerði án staðfestingar sveitarstjórnar um að breyta skráðu sumarbústaðalandi L125974 í íbúðarhúsalóð og staðarheiti landsins úr Flekkudalsvegi 21 í Eyjahól. Samkvæmt bréfinu var ráðstöfunin gerð án samráðs og vitneskju landeigenda.
Ljóst er af gögnum að umrædd ráðstöfun var ekki samþykkt af sveitarstjórn eins og lög gera ráð fyrir og því felur sveitarstjórn skipulagsfulltrúa að afturkalla ráðstöfunina.

9.Frávikagreining reksturs Kjósarhrepps 2024

2404064

Sveitarstjóri leggur fram frávikagreiningu vegna reksturs Kjósarhrepps frá janúar til júní 2024.
Sveitarstjórn þakkar sveitarstjóra fyrir framlagða frávikagreiningu.

10.Beiðni um námsvist og greiðslu kennslukostnaðar í tónlistarkóla utan lögheimilissveitarfélags nemanda, skólárið 2024-2025

2409003

Lögð er fram beiðni um námsvist og greiðslu kennslukostnaðar í tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags nemanda, frá Garðari Hinrikssyni.
Samþykkt samhljóða.

11.Fundargerð 81. fundar stjórnar hitaveitunnar.

2407010

Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.Fundargerðir 580. 581. og 582. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðisinu.

2408015

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

13.Bréf frá Umræðuhóp um lausagöngu sauðfjár - vefsíða

Fundi slitið - kl. 18:30.