Fara í efni

Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd

13. fundur 29. ágúst 2024 kl. 16:00 - 17:30 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Elís Guðmundsson formaður
  • Petra Marteinsdóttir nefndarmaður
  • Davíð Örn Guðmundsson nefndarmaður
  • Guðmundur H Davíðsson nefndarmaður
  • Þorbjörg Skúladóttir varamaður
    Aðalmaður: Magnús Ingi Kristmannsson
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
  • Helena Ósk Óskarsdóttir
  • Óskar Örn Gunnarsson
  • Olgeir Olgeirsson
Fundargerð ritaði: Helena Ósk Óskarsdóttir Sérfræðingur á skipulagssviði
Dagskrá
Formaður leitaði frábrigða og óskaði eftir að eftirfarndi mál færu á dagskrá fundarins:

Mál nr. 2408024 Reglur um afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.

1.Afgreiðslur byggingarfulltrúa

2311034

Lögð eru fyrir afgreiðslumál byggingarfulltrúa sem eru í ferli eða hafa verið afgreidd.

2.Endurskoðun aðalskipulags Kjósarhrepps

2310018

Tekin fyrir skipulagslýsing fyrir endurskoðun Aðalskipulags Kjósarhrepps 2024-2036.

Lýsingin var auglýst með athugasemdafresti til 22. ágúst 2024.

Níu umsagnir bárust.

Innsendar umsagnir um skipulagslýsingu lagðar fram.




Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd þakkar framkomnar umsagnir við lýsinguna og felur skipulagsfulltrúa frekari vinnslu málsins.

3.Eyrarbyggð - breyting á aðalskipulagi á svæði ÍB8 í landi Eyrar, L126030

2210019

Tekin er fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 eftir auglýsingu ásamt leiðréttum skipulagsgögnum. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 28. júlí 2024. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma. Umsagnir bárust frá 7 umsagnaraðilum en fyrir liggur samantekt umsagna og hvernig brugðist var við þeim.
Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við sveitstjórn að breytingartillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þorbjörg Skúladóttir kemur inná fundinn.

4.Eyrarbyggð - Umsókn um nýtt deiliskipulag fyrir 48 lóðir í landi Eyrar, L126030

2402030

Tekin er fyrir tillaga að deiliskipulagi Eyrarbyggðar eftir auglýsingu ásamt leiðréttum skipulagsgögnum. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 28. júlí 2024. Engar athugasemdir bárust frá almenningi en fyrir liggja umsagnir frá Veðurstofu Íslands, Umhverfisstofnun, Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins, Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan fái afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Eyri, L126030 - Umsókn um nýtt deiliskipulag

2403034

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi Eyrar eftir auglýsingu ásamt leiðréttum skipulagsgögnum. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 5. ágúst 2024. Engar athugasemdir bárust frá almenningi en fyrir liggja umsagnir frá Umhverfisstofnun, Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins og Vegagerðinni.
Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan fái afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Stekkur 6, L237501 stækkun úr landi Neðri Háls, L126452 - Umsókn um breytingu á skráningu lóðar

2408008

Tekin er fyrir merkjalýsing sem varðar stækkun á lóðinni Stekk 6 L237501. Viðbótarlandið 2240,7 m2 er tekið úr jörðinni Neðri-Háls L126452. Stekkur 6 verður 4097,7 m2 eftir breytingu.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd gerir ekki athugasemd og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu lóðarinnar með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki þinglýsts eiganda upprunalands.

7.Sameignarland Flekkudals L126038 og Grjóteyrar L126053

2408013

Tekin er fyrir merkjalýsing sem varðar sameignarland jarðanna Flekkudals L126038 og Grjóteyrar L126053. Landið er ein samliggjandi heild í óskiptri eigu beggja landeigna.Landeignin er 981,7 ha. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu. Engin mannvirki eru á svæðinu. Engar kvaðir eru á jörðunum sem lúta að þessu svæði. Engin sérstök hlunnindi fylgja svæðinu. Hvorki er skráð stærð á Flekkudal né Grjóteyri í landeignaskrá. Þegar búið er að skrá

sameignarlandið í landeignaskrá verður stærð þessara jarða 981,7 ha og er það flatarmál einungis sameignarlandið sem hér er um að ræða.

Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd gerir ekki athugasemd og leggur til við sveitarstjórn að staðfesta afmörkun sameignarlandsins með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki þinglýstra eigenda aðliggjandi landeigna.

8.Hlíð 34, L136266 - Umsókn um byggingarheimild eða- leyfi

2406030

Lögð er fyrir umsókn Unndórs Egils Jónssonar dags. 17.06.2024 um fyrirhuguð byggingaráform á 36,3 m2 frístundarhúsi mhl 01 á lóðinni Hlíð 34. Stærð lóðar er 7.345 m2 og yrði nýtingarhlutfall 0,005. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir umsóknina og er sammála um að falla frá grenndarkynningu sbr. 3.mgr.44.gr Skipulagslaga 123/2010, enda liggi allar meginforsendur fyrir í aðalskipulagi. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist , sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

9.Valdastaðir, L126475 - Umsókn um byggingarheimild eða- leyfi

2406058

Lögð er fyrir umsókn Marinós Marinóssonar dags. 25.06.2024 um fyrirhuguð byggingaráform á endurbyggingu mhl 03 á jörðinni Valdastöðum. Stærð jarðarinnar er óskráð í fasteignaskrá. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Skipulags- umhverfis og samgöngunendn samþykkir umsóknina og felur byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

10.Í landi Blönduholts, L125915 - Umsókn um byggingarheimild

2406054

Lögð er fyrir umsókn Bjarna Geirs Guðbjartssonar dags. 13.06.2024 um fyrirhuguð byggingaráform á 23,2 m2 gestahúsi mhl 02 á lóðinni í landi Blönduholts. Fyrir er á lóðinni frístundahús mhl 01 44,7 m2. Stærð lóðar er 3.500 m2 og yrði nýtingarhlutfall 0,01. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd hafnar erindinu þar sem nauðsynlegt er að útbúa merkjalýsingu fyrir umrædda lóð auk næstu lóðar Miðhús við Skorá L125952 þar sem afmörkun er óskráð í fasteignaskrá og óljóst hvar lóðarmörk liggja. Einnig þarf að gera grein fyrir aðkomu að umræddri lóð. Þetta þarf að liggja fyrir áður en umsókn um byggingarheimild er tekin til umfjöllunar.


11.Trana, L126440 - Umsókn um stöðuleyfi

2408019

Lögð er fyrir umsókn Óskars Jóhanns Sigurðssonar dags. 19.08.2024 um stöðuleyfi til eins árs.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd frestar erindinu og felur byggingarfulltrúa að afla frekari gagna.

12.Gjaldskrá byggingar- og skipulagsmála - endurskoðun

2405041

Lögð eru fyrir drög að uppfærðri gjaldskrá fyrir byggingar- og skipulagsmál í Kjósarhreppi.

Lagt fram til kynningar.

13.Reglur varðandi afgreiðslufundi byggingarfulltrúa

2408024

Lagðar eru fram reglur er varða afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.

Er þetta gert til þess að auka gagnsæi og upplýsa nefndarmenn um stöðu byggingarmála á deiliskipulögðum svæðum í Kjósarhreppi.

Fundi slitið - kl. 17:30.