Fara í efni

Sveitarstjórn

293. fundur 05. júní 2024 kl. 16:00 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Jóhanna Hreinsdóttir (JH) oddviti
  • Sigurþór Ingi Sigurðsson (SIS) nefndarmaður
  • Jón Þorgeir Sigurðsson (JÞS) nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson (ÞJ) nefndarmaður
  • Sævar Jóhannesson (SJ) varamaður
    Aðalmaður: Þóra Jónsdóttir (ÞJ)
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá
Oddviti leitar frábrigða og óskar eftir að eftirfarandi mál verði sett á dagskrá fundarins:

Mál nr: 2406007 Þjónustusamningur um starfsemi slökkviliðs og eldvarnareftirlit.

Mál nr: Samningur um samstarf og þjónustu Áfangastofu Vestulands.

1.Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 11

2405001F

  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 11 Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd hafnar erindinu þar sem það samræmist ekki gildandi aðalskipulagi. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 11 Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd hafnar erindinu þar sem það samræmist ekki gildandi aðalskipulagi. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 11 Skipulags- umhverfis og samgöngunendn samþykkir umsóknina með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 2.mgr. 44.gr. skipulagslaga. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
    Nefndin er sammála um að grenndarkynna fyrir eigendum Meðalfellsvegar 24 L126295 og Meðalfellsvegar 26 L1262971.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 11 Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar a.ö.l. en því að sveitarstjórn frestar afgreiðslu á ákvörðun um vatnsból og mögulega staðsetningu þess.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 11 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd frestar erindinu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 11 Lagt fram.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 11 Lagt fram.

2.Samningur við Reykjavíkurborg um Klébergsskóla

2205128

Teknar til umræðu forsendur samnings við Reykjarvíkurborg um þjónustu vegna leik- og tónlistarskóla á Kjalarnesi fyrir börn í Kjósarhreppi.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi forsendur og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

3.Fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi á heilbrigðiseftirliti á Íslandi

2311006

Lagt er fram erindi til sveitarstjórnar Kjósarhrepps og sveitarstjórna á Vestulandi frá Heilbrigðisnefnd Vestulands vegna tillagna ráðherra um breytingu á fyrirkomulagi á heilbrigðiseftirliti, breytingin felur í sér að heilbrigðseftirlit sveitarfelaga verði lagt niður og málflokkurinn færður yfir til Umhverfisstofnunar og Matvælastofnunar. Jafnframt er lögð fram bókun Samtaka heilbrigðisteftirlitssvæða á Íslandi.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir umsögn Skipulags- umhverfis- og samgöngunefndar.

4.Erindi frá Jóni Agli Unndórssyni varðandi þjónustugjöld.

2405042

Lagt er fram erindi frá Jóni Agli Unndórssyni, þar sem farið er fram á að hann fái fellt niður gjald vegna grenndarstöðva á sex orlofshús á þeim forsendum að engin grenndarstöð sé í næsta nágrenni við húsin hans. Einnig óskar hann eftir því að sorpgjald á óbyggðar lóðir verði fellt niður á þeim forsendum að lóðirnar séu ógirtar og nýttar af nágrönnum til beitar.
Kjósin er dreifbýli og ekki hægt að gera sömu kröfur um nálægð grenndargáma eins og um þéttbýli sé að ræða. Í Kjósarhreppi eru þrjár grenndarstöðvar þær eru staðsettar þannig að sem flestir þurfi ekki að fara langan veg til að nota þær og það á líka við um byggðina á umræddu svæði. Ekki er hægt að fallast á þau rök að fasteignaeigendur í Kjósarheppi fari með sinn úrgang í annað sveitarfélag. Óbyggðar lóðir í Kjósarhreppi eru margar og þjóna misjöfnum tilgangi, sveitarstjórn telur að ekki sé tilefni til að fella niður umrætt sorpgjald.
Sú úrgangsþjónusta sem sveitarfélög veita telst til grunnþjónustu og eru sveitarfélög bundin af því að sinna henni. Þjónusta af þessu tagi þarf að vera í föstum skorðum og má ekki falla niður þó að einhverjir fasteignaeigendur nýti sér hana ekki samanber úrskurð Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í Lindarselsmálinu svokallaða. Til þess að sveitarfélögin geti haldið uppi þjónustu verða fasteignaeigendur að greiða þau sorpgjöld sem sveitarstjórn ákveður.
Þórarinn Jónsson víkur af fundinn.

5.Skipan varamanna í Fjölskyldu- og menningarnfnd

2406003

Guðrún Ólöf Sigmundsdóttir fulltrúi Þ-lista óskaði lausnar frá störfum í Fjölskyldu og menningarnefnd í hennar stað tekur sæti Arna Grétarsdóttir sem var varamaður. Skipan nýs varamanns Þ-lista frestað. Ekki var búið að skipa þriðja varamann A-lista en hann verður Atli Snær Guðmundsson.
Sveitarstjórn staðfestir tilnefningarnar.

6.Umsókn um greiðslur vegna námsvistar utan lögheimilis-Leikskólar

2406004

Lögð er fram umsókn um greiðslur vegna námsvistar utan lögheimilis.
Samþykkt samhljóða.
Þórarinn Jónsson kemur aftur inná fundinn.

7.Þjónustusamningur um starfsemi slökkviliðs og eldvarnareftirlit.

2406007

Lagður er fram til staðfestingar Þjónustusamningur um starfsemi slökkviliðs og eldvarnareftirlit í Kjósarheppi.
Sveitarstjórn staðfestir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrrita samninginn.

8.Samningur um samstarf og þjónustu Áfangastofu Vestulands

2406008

Lagður er fram til staðfestingar Samningur um samstarf og þjónustu Áfangastofu Vestulands.
Sveitarstjórn staðfestir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrrita samninginn.

9.Fundargerð 578. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

2405018

Fundargerð lögð fram til kynningar.

10.Fundargerð 190. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands

2405043

Fundargerð lögð fram til kynningar.

11.Fundargerð eigendafundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands

2405044

Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.Fundargerð aðalfundar Leiðaljóss_140524

2406002

Fundargerð lögð fram til kynningar.

13.Fundargerð aðalfundar Kjósarveitna_140524

2406001

Fundargerð lögð fram til kynningar.

14.Samþykkt um hunda- og kattahald

2405004

Lagt fram til kynningar og umræðu.

Fundi slitið.