Fara í efni

Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd

11. fundur 30. maí 2024 kl. 16:00 - 16:50 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Elís Guðmundsson formaður
  • Ernst Christoffel Verwijnen varamaður
    Aðalmaður: Petra Marteinsdóttir
  • Þorbjörg Skúladóttir varamaður
    Aðalmaður: Davíð Örn Guðmundsson
  • Guðmundur H Davíðsson nefndarmaður
  • Magnús Ingi Kristmannsson nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
  • Helena Ósk Óskarsdóttir
  • Óskar Örn Gunnarsson
Fundargerð ritaði: Helena Ósk Óskarsdóttir Sérfræðingur á skipulagssviði
Dagskrá

1.Þúfukot, L126494 - Umsókn um nýtt deiliskipulag.

2405025

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi innan Þúfukots. Tillagan nær yfir 13 hús sem eru öll allt að 60 m2 að stærð og öll innan sömu jarðar, Þúfukots (L126494). Hámarksbyggingarmagn er samtals 780 m2.

Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd bendir á að byggingarmagn er umfram það sem aðalskipulagið heimilar á landbúnaðarsvæðum þar sem fram kemur að „Heimilt er, á landi í ábúð og þar sem aðstæður leyfa, að hafa sérhæfðar byggingar fyrir aðra atvinnustarfsemi, s.s. smiðju, verkstæði, gistiheimili, verslun, smáhýsi og/eða byggingar fyrir veitingarekstur, svo fremi sem heildarstærð slíkra bygginga fari ekki yfir 500 m².“ Ennfremur vill nefndin benda á að svæðið fellur undir skilgreiningu landbúnaðarlands í flokki II þar sem gilda ákveðnar takmarkanir varðandi breytta nýtingu skv. aðalskipulagi. Gera þarf fornleifskráningu fyrir svæðið.
Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd hafnar erindinu þar sem það samræmist ekki gildandi aðalskipulagi. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

2.Hlíð 18a, L126361 - Umsókn um byggingarheimild

2405022

Lögð er fyrir umsókn Svavars Njarðarsonar um fyrirhuguð byggingaráform á 206,5 m2 viðbyggingu við 50 m2 frístundarhús mhl 01 ásamt 32 m2 gestahúsi mhl 02 á lóðinni Hlíð 18a.

Heildarbyggingarmagn yrði þar með samtals 288,5 m2.

Stærð lóðar er 4019,7 og yrði nýtingarhlutfall 0,07.

Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd hafnar erindinu þar sem það samræmist ekki gildandi aðalskipulagi. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

3.Meðalfellsvegur 25, L232797 - Umsókn um byggingarheimild

2402029

Lögð er fyrir umsókn Berglindar Sigurþórsdóttur um fyrirhuguð byggingaráform á 115 m2 frístundarhúsi mhl 01 á lóðinni Meðalfellsvegi 25.

Fyrir er á lóðinni 29,8 m2 frístundarhús sem verður fjarlægt.



Stærð lóðar er 1133 m2 og yrði nýtingarhlutfall 0,10.

Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu en skv. kafla 2.2.2 í aðalskipulagi Kjósarhrepps má nýtingarhlutfall á þessum lóðum vera 0,10 þ.e.a.s lóðir við Meðalfellsvatns sem eru um 1000 m2 að stærð.
Skipulags- umhverfis og samgöngunendn samþykkir umsóknina með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 2.mgr. 44.gr. skipulagslaga. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
Nefndin er sammála um að grenndarkynna fyrir eigendum Meðalfellsvegar 24 L126295 og Meðalfellsvegar 26 L1262971.

4.Myllulækur, L232967 - Umsókn um framkvæmdarleyfi

2405023

Tekin fyrir umsókn Vigdísar Ólafsdóttur um framkvæmdaleyfi fyrir endurgerð Ásabrautar, dagsett 21. maí 2024. , Um er ræða endugerð vegar frá sumarhúsavegi austur að fasteigninni um land sveitarfélagsins. Lagt verður 40-75 cm malarlag ofan á núverandi vegarslóða og ræsi sett fyrir lækjarsytru. Þá er óskað leyfis til að fjarlægja jarðveg undir fyrirhugað frístundahús á lóðinni og koma þar fyrir allt að 200 fm malarpúða. Loks er óskað leyfis til að grafa og koma fyrir vatnsbrunni í landi sveitarfélagsins á heppilegum stað í norðausturátt frá mörkum fasteignarinnar í samráði við byggingarfulltrúa og leggja vatnsleiðslu frá þeim stað að fasteigninni.
Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Gjaldskrá byggingar- og skipulagsmála - endurskoðun

2405041

Lögð er fram tillaga um að skipta gjaldi hvað varðar grenndarkynningu í gjaldskrá skipulags- og byggingarmála Kjósarhrepps í tvo flokka.

Fyrri flokkurinn er miðað við ef grenndarkynning er send á fjóra eða færri viðtakendur og yrði upphæðin fyrir þá vinnu 30.046 kr. Seinni flokkurinn er ef grenndarkynning er send á fimm eða fleiri viðtakendur og yrði upphæðin fyrir þá vinnu 54.046 kr.

Þetta er lagt fram þar sem töluverð vinna felst í gerð grenndarkynninga eftir því sem viðtakendur eru fleiri.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd frestar erindinu.

6.Lækkun hámarkshraða á einstökum vegköflum í Kjósarhrepp

2309042

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram.

7.Ársskýrsla Náttúrufræðistofnunar 2023

2405010

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 16:50.