Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 6
2312002F
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 6 Skipulags-, umhverfis og samgöngunefnd frestar afgreiðslu málsins, skipulagsfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga með tilliti til athugasemda sem bárust í grenndarkynningu. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
- 1.2 2306030 Búðir L126453, Langás 12, L196651 og Langás 11, L178491 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagiSkipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 6 Skipulags-, umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan hljóti málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfesti afgreiðslu nefndarinnar.
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 6 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd gerir ekki athugasemd og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun loðanna við Hjarðarholtsvík 1-4 með fyrirvara um samþykki þinglýstra eiganda upprunalands. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfesti afgreiðslu nefndarinnar.
2.Húsnæðisáætlun Kjósarhrepps 2024
2401004
Húsnæðisákætlun Kjósarhrepps 2024 er lögð fram til staðfestingar.
Sveitarstjórn staðfestir tillögu að húsnæðisáætlun fyrir árið 2024.
3.Íbúafundur um úrgangsmál
2401005
Lagt er til að haldinn verði íbúafundur í Félagsgarði fimmtudaginn 1. febrúar nk. kl. 17:00. Efni fundarins verður innleiðing nýrra laga um úrgangsmál og kostnaður sem þeim fylgir. Leitast verði eftir samstarfi við íbúa um mögulegar leiðir til að draga úr þeim kostnaði.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.
4.Ákvörðun Reykjavíkurborgar um seinkun skólabyrjunar og áhrif þess á kostnað Kjósarhrepps.
2401006
Á seinni hluta síðasta árs tók borgastjórn þá ákvörðun að seinka skólabyrjun í unglingadeildum án þess að nokkurt kostnaðarmat lægi fyrir á þeirri framkvæmd. Sveitarstjórn Kjósarhrepps var á engum tímapunkti upplýst um þessa ráðstöfun þrátt fyrir að 15% barna í Klébergsskóla komi frá Kjósarhreppi. Bárust þessar upplýsingar sveitarstjórn með fjölmiðlum.
Verði Klébergsskóli látin falla undir þær breytingar sem hafa verið boðaðar á skólatíma ungmenna mun það kosta Kjósarhrepp aukalega bara í skólaakstri að lágmarki 20 milljónir, bæði vegna þess að fara þyrfti tvær ferðir yfir daginn og vegna þess að ferðirnar skarast og ráða þarf annan bílstjóra. Skólaakstur fór í útboð í sumar með tilheyrandi kostnaði og því liggur nýlegur bindandi samningur á borðinu sem varla er þornað blekið á.
Verði Klébergsskóli látin falla undir þær breytingar sem hafa verið boðaðar á skólatíma ungmenna mun það kosta Kjósarhrepp aukalega bara í skólaakstri að lágmarki 20 milljónir, bæði vegna þess að fara þyrfti tvær ferðir yfir daginn og vegna þess að ferðirnar skarast og ráða þarf annan bílstjóra. Skólaakstur fór í útboð í sumar með tilheyrandi kostnaði og því liggur nýlegur bindandi samningur á borðinu sem varla er þornað blekið á.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda borgarstjórn Reykjvíkur erindi þar sem breytingu þessari er mótmælt og færð rök fyrir því að Klébergsskóli verði undaþegin þessari ákvörðun.
5.Greiðslur til stuðningsfjölskyldna 2024
2401007
Lögð er fram til staðfestingur gjaldskrá um greiðslur til stuðningsfjölskyldna fatlaðar barna.
Sveitarstjórn staðfestir fram lagða gjaldskrá.
6.Umsókn um styrk vegna endurnýjunar á rétt að Ingunnarstöðum.
2401015
Brynjar Þór Birgisson sækir um fyrir hönd móður sinnar Guðrúnar Björnsdóttur ábúanda að Ingunnarstöðum, styrk til að halda við fjárrétt að Ingunnarstöðum.
Sveitarstjórn telur ekki forsendur vera fyrir því að verða við beiðninni og engin fordæmi fyrir slíku. Beiðninni er því synjað.
7.Umsókn um styrk vegna skötuveislu í Félagsgarði
2401003
Kjósin ehf. sækir um 200.000 kr. styrk vegna skötuveislu sem haldin er reglulega á þorláksmessu í Félagsgarði. Með þessu framlagi er hægt að bjóða íbúum Kjósarinnar til skötuveilsu á viðráðanlegu verði og viðhalda þessum skemmtilega sið. Kjósarhreppur hefur styrkt þennan viðburð undanfarin ár.
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina.
8.Umsókn um greiðslur vegna námsvistar utan lögheimili
2401023
Sótt er um greiðslu vegna námsvistar barns með lögheimili í Kjósarhreppi til námsvistar utan lögheimilis.
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina.
9.Tillaga að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kjósarheppi
2401024
Lögð er fram til fyrri umræðu Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kjósarhreppi.
Sveitarstjórn vísar samþykktinni til síðari umræðu.
10.Fundargerð 122. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.
2312011
Fundargerð lögð fram til kynningar.
11.Fundagerð 113. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
2401008
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:00.
Mál nr: 2401023
Mál nr: 2401024
Samþykkt samhljóða.