Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd
Dagskrá
1.Háls, L126085 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi
2307021
Erindið var áður á 3. fundi skipulags- umhverfis og samgöngnunefndar þann 28. september 2023:
Sótt er um breytingu á deiliskipulagi Háls í Kjós. Skilgreindar eru tvær nýjar frístundarlóðir við þær sem fyrir eru. Ennisbraut 10, sem verður 57875,4 m2 og Skógarbraut 6, sem verður 2500 m2. Byggingarskilmálar og aðrir skilmálar haldast óbreyttir.
Nefndin taldi að um óverulega breytingu væri að ræða og samþykkti að grenndarkynna breytinguna skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga.
Erindið var grenndarkynnt 02.11.23 - 02.12.23 fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða, ein athugasemd barst og felur hún í sér að gerð var athugasemd við aðkomu að lóðum.
Sótt er um breytingu á deiliskipulagi Háls í Kjós. Skilgreindar eru tvær nýjar frístundarlóðir við þær sem fyrir eru. Ennisbraut 10, sem verður 57875,4 m2 og Skógarbraut 6, sem verður 2500 m2. Byggingarskilmálar og aðrir skilmálar haldast óbreyttir.
Nefndin taldi að um óverulega breytingu væri að ræða og samþykkti að grenndarkynna breytinguna skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga.
Erindið var grenndarkynnt 02.11.23 - 02.12.23 fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða, ein athugasemd barst og felur hún í sér að gerð var athugasemd við aðkomu að lóðum.
Skipulags-, umhverfis og samgöngunefnd frestar afgreiðslu málsins, skipulagsfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga með tilliti til athugasemda sem bárust í grenndarkynningu.
2.Búðir L126453, Langás 12, L196651 og Langás 11, L178491 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi
2306030
Erindið var áður á 2. fundi skipulags- umhverfis og samgöngnunefndar þann 31. ágúst 2023:
Sótt er um breytingu á deiliskipulagi í landi Neðra-Háls. Breytingartillagan felur í sér breytingar á lóðamörkum frá því sem er í eldra deiliskipulagi. Gerðar eru breytingar á afmörkun Búða, Langás 12 og Langás 11 og Neðra-Hálsi í Kjósahreppi. Erindinu var frestað á 1. fundi nefndarinnar.
Nefndin samþykkir að auglýsa breytinguna skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga með fyrirvara um að kvöðin um aðkomu að Langás 12 verði þinglýst. Nefndin fer fram á að F-550 umsókn um stofnun millispildu til stækkunar á Búðum liggi fyrir.
Erindið var grenndarkynnt 03.10.23 - 03.11.23 fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða, engin athugasemd barst.
Sótt er um breytingu á deiliskipulagi í landi Neðra-Háls. Breytingartillagan felur í sér breytingar á lóðamörkum frá því sem er í eldra deiliskipulagi. Gerðar eru breytingar á afmörkun Búða, Langás 12 og Langás 11 og Neðra-Hálsi í Kjósahreppi. Erindinu var frestað á 1. fundi nefndarinnar.
Nefndin samþykkir að auglýsa breytinguna skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga með fyrirvara um að kvöðin um aðkomu að Langás 12 verði þinglýst. Nefndin fer fram á að F-550 umsókn um stofnun millispildu til stækkunar á Búðum liggi fyrir.
Erindið var grenndarkynnt 03.10.23 - 03.11.23 fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða, engin athugasemd barst.
Skipulags-, umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan hljóti málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3.Meðalfell, L126165 - Umsókn um stofnun lóða undir bátaskýli
2312007
Lögð er fyrir umsókn um stofnun lóða úr landi Meðalfells, L126165 undir bátaskýli sem þar eru sem fá nafnið Hjarðarholtsvík 1-4.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd gerir ekki athugasemd og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun loðanna við Hjarðarholtsvík 1-4 með fyrirvara um samþykki þinglýstra eiganda upprunalands.
Fundi slitið - kl. 16:30.