Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 4
2310002F
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 4 Skipulags-, umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillögurnar fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 32. gr. og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 4 Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 2.mgr. 44.gr. skipulagslaga. Nefndin er sammála að kynna erindið fyrir lóðarhöfum Hólmahjalla 1 L210741, Hólmahjalla 3 L210743, Eyri-Torfamelur L213962 og Hamar L234187.
Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild, þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8 gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar. -
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 4 Lagt fram til kynningar.
2.Bréf frá Eftirlitsnefnd sveitarfélaga með fjármálum sveitarfélaga.
2310035
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) hefur yfirfarið ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2022. Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2022 uppfyllir sveitarfélagið ekki öll lágmarksviðmið eftirlitsnefndar vegna rekstrar fyrir A-hluta samkvæmt neðangreindri töflu. Viðmiðin byggja á lágmarkskröfu til að standast jafnvægis- og skuldareglu sveitarfélaga.
Eftirlitsnefndin leggur áherslu á það við sveitarstjórn að nauðsynlegt sé að fara vel yfir fjárhagslegar forsendur sveitarfélagsins til að ná framangreindum lágmarksviðmiðum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024. Mikilvægt er að gerð verði útkomuspá fyrir árið 2023 sem grunnforsenda fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 og skilað til EFS þegar spáin liggur fyrir.
Eftirlitsnefndin leggur áherslu á það við sveitarstjórn að nauðsynlegt sé að fara vel yfir fjárhagslegar forsendur sveitarfélagsins til að ná framangreindum lágmarksviðmiðum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024. Mikilvægt er að gerð verði útkomuspá fyrir árið 2023 sem grunnforsenda fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 og skilað til EFS þegar spáin liggur fyrir.
Sveitarstjórn þakkar eftirlitsnefndinni fyrir erindið. Nú hefur verið unnin útkomuspá fyrir árið 2023 sem gefur vísbendingar um að töluverður viðsnúningur hafi orðið í rekstri sveitarfélagsins og útlit fyrir að sveitarfélagið muni uppfylla öll lágmarksviðmið eftirlitsnefndarinnar vegna rekstur A hluta sveitarsjóðs. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að skila útkomuspá fyrir árið 2023 til Eftirlitsnefndarinnar
3.Brottnám girðingar við þjóðveg
2210023
Af gefnu tilefni óskaði sveitarstjórn Kjósarhrepps eftir áliti Lex lögmanna á því til hvaða ráða sveitarfélagið geti gripið vegna niðurrifs girðingar við Hvalfjarðarveg og hver ábyrgð sveitarfélagsins er í því máli. Mikil slysahætta hefur skapast af þessum aðgerðum. Álit hlutaðeigandi lögfræðinga er að Sá landeigandi sem reif niður girðinguna við Hvalfjarðarveg eigi að endurreisa hana á eigin kostnað. Ef hann sinnir ekki áskorun um slíkt þá eigi Vegagerðin, sem veghaldari, að endurreisa girðinguna og eftir atvikum krefja landeigandann um endurgreiðslu. Engin lagaskylda hvíli á sveitarfélaginu til að endurreisa girðinguna, sér í lagi ef um er að ræða þjóðveg og girðingu sem hefur verið reist í þágu vegarins en ekki vegna hagsmuna landeigenda eða sveitarfélagsins.
Skylda sveitarfélagsins nær samkvæmt almennum reglum fyrst og fremst til þess að gera Vegagerðinni, landeigendum og eftir atvikum vegfarendum viðvart um hættuástand sem kann að skapast vegna lausagöngu hrossa eða annars búfjár. Þetta leiðir af almennum aðgæsluskyldum og skyldu sveitarfélags til að gæta hagsmuna íbúa. Sveitarfélagið hefur ítrekað vakið athygli Vegagerðarinnar á ástandinu án árangurs, nú hefur Vegagerðinni verð sent álit lögmanna og beðið er eftir svari frá henni.
Skylda sveitarfélagsins nær samkvæmt almennum reglum fyrst og fremst til þess að gera Vegagerðinni, landeigendum og eftir atvikum vegfarendum viðvart um hættuástand sem kann að skapast vegna lausagöngu hrossa eða annars búfjár. Þetta leiðir af almennum aðgæsluskyldum og skyldu sveitarfélags til að gæta hagsmuna íbúa. Sveitarfélagið hefur ítrekað vakið athygli Vegagerðarinnar á ástandinu án árangurs, nú hefur Vegagerðinni verð sent álit lögmanna og beðið er eftir svari frá henni.
Sveitarstjórn Kjósarhrepps lýsir yfir áhyggjum af því ástandi sem varað hefur á Hvalfjarðarvegi vegna lausagöngu búfjár, eftir brottnám girðingar við þjóðveg. Nú liggur fyrir álit lögfræðinga sem sveitarstjórn leitaði eftir. Álitið hefur verið sent Vegagerðinni og beðið er viðbraðga frá henni, það er ljóst að mikil hætta er á veginum sem vex með hverjum degi nú í skammdeginu.
4.Gjaldskrá og fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2024.
2310015
Gjaldskrá og fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands lagðar fram til staðfestingar.
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrá og fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2024.
5.Styrkumsókn frá Aflinu, samtökum fyrir þolendur ofbeldis
2310039
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.
6.Umsókn um styrk vegna menningarviku í Kjalarnesprófastsdæmi 2023
2310042
Menningarvika verður haldin í Kjalarnesprófastsdæmi dagana 29. október - 5. nóvember n.k., Reynivallaprestakall tekur þátt í menningarviku með aðkomu að nokkrum viðburðum og mun m.a standa fyrir Listasmiðju þann 4.nóvember n.k. í Félagsgarði í samstarfi við Mosfellsprestakall.
Óskað er eftir að Kjósarhreppur taki þátt í Listasmiðju með því að greiða leigu á Félagsgarði þann 4. nóvember n.k.
Kirkjan mun sjá um víðtækar auglýsingar vegna menningarvikunnar þar sem fram myndi koma samstarf við Kjósarhrepp eða aðra er koma að viðburðum. Auglýst verður í útvarpi, blöðum og samfélagsmiðlum. Styrkumsóknin er 85.000 kr.
Óskað er eftir að Kjósarhreppur taki þátt í Listasmiðju með því að greiða leigu á Félagsgarði þann 4. nóvember n.k.
Kirkjan mun sjá um víðtækar auglýsingar vegna menningarvikunnar þar sem fram myndi koma samstarf við Kjósarhrepp eða aðra er koma að viðburðum. Auglýst verður í útvarpi, blöðum og samfélagsmiðlum. Styrkumsóknin er 85.000 kr.
Sveitarstjórn samþykkir styrkbeiðnina.
7.Beiðni um styrk til Stígamóta, samtök um um kvennaathvarf
2310043
Í 40 ár hefur Kvennaathvarfið þjónað íslensku samfélagi sem frjáls félagasamtök í náinni samvinnu við opinbera kerfið og er orðið ómissandi hluti af þeirri þjónustu og úrræðum sem við viljum öll geta gengið að. Kvennaathvarfið þjónustar konur af öllu landinu og þær sem koma til viðtals eða dvalar í athvarfið er fjölbreyttur hópur af öllum stéttum þjóðfélagsins. Tölfræði athvarfsins sýnir fram á stöðuga aukningu á aðsókn í úrræði athvarfsins, auk þess sem sem starfseminnar er í sífelldri þróun, en þar ber hæst aukin þjónusta við börn þeirra kvenna sem til okkar leita, aukin viðtalsþjónusta, aukin þjónusta við landsbyggðina með opnun athvarfs á Akureyri og opnun áfangaheimilis sem millibilsúrræðis fyrir konur sem gist hafa athvarfið. Óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2023 að upphæð 200.000 kr.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.
8.Fundargerð 934. og 935. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
2310007
Lagt fram til kynningar.
9.Fundargerð 565.og 566.fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
2310011
Lagt fram til kynningar.
10.Fundargerð 120. fundar svæðisskipulagsnefndar.
2310036
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:00.