Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd
Dagskrá
1.Hvammur Hvammsvík - Umsókn um breytingu á aðal- og deiliskipulagi
2302037
Fyrir liggja tillögur að breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 og breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Hvamms og Hvammsvíkur. Tillögurnar voru auglýstar með athugaemdafresti til 5. maí 2023. Engar athugasemdir bárust frá almenningi á auglýsingatíma. Umsagnir liggja fyrir frá Náttúrufræðistofnun, Vegagerðinni, Minjastofnun, Veðurstofu Íslands, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Rarik og umsögn Skipulagsstofnunar vegna lýsingar skipulagsverkefnisins. Fyrir liggja leiðrétt skipulagsgögn m.t.t. umsagna.
Skipulags-, umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillögurnar fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 32. gr. og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2.Bolaklettar 1, L213800 - Umsókn um byggingarheimild
2310013
Erindið var áður á 3. fundi skipulags- umhverfis og samgöngunefndar en stærðin hefur breyst og er nú sótt um byggingarheimild fyrir 39 m2 gestahúsi, mhl 03 á lóðinni Bolaklettar 1 L213800. Fyrir er íbúðarhús á lóðinni 149,2 m2 ásamt bílskúr 34 m2. Heildarbyggingarmagn yrði því 222,2 m2.
Lóðin er 9.170 m2 að stærð.
Lóðin er 9.170 m2 að stærð.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 2.mgr. 44.gr. skipulagslaga. Nefndin er sammála að kynna erindið fyrir lóðarhöfum Hólmahjalla 1 L210741, Hólmahjalla 3 L210743, Eyri-Torfamelur L213962 og Hamar L234187.
Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild, þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8 gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild, þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8 gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
3.Skýrsla Girðinganefndar
2309038
Svör bárust frá Vegagerðinni við spurningum girðingarnefndar Kjósarhrepps.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 16:30.