Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Fjallskilaboð í Kjósarhreppi 2022
2208039
Niðurstaða:
SamþykktHreppsnefnd samþykkir 5/5 atkvæðum.
Fjallskilaboð í Kjósarhreppi 2022.
Fjallskil til lögrétta í Kjósarhreppi á þessu hausti verða á eftirtöldum dögum í Kjósarrétt.
1. rétt verður sunnudaginn 18. september kl. 15:00
2. rétt verður sunnudaginn 2. október kl. 15:00
Samkvæmt 10. gr. fjallskilasamþykktar fyrir Landnám Ingólfs Arnarsonar nr.775/2020 segir:
Allir, sem jörð hafa til ábúðar eða umráða, og allir sem sauðfé eiga eða hafa undir höndum eru fjallskilaskyldir samkvæmt fyrirmælum sveitarstjórna eða fjallskilanefnda. Hver maður er fjallskilaskyldur í því sveitarfélagi þar sem hann notar upprekstrarland fyrir fé sitt eða á land. Til leita í hverju upprekstrarlandi ber einkum að skipa þá er það nýta.
Samkvæmt 11. gr. fjallskilasamþykktar fyrir Landnám Ingólfs Arnarsonar nr.775/2020 segir:
Aðalhaustleitir skulu vera tvennar. Þá skal smala allt land þar sem fénaður hefur gengið á sumarbeit, sem mest á sama tíma. Sérstaklega skal þess gætt að göngur fari fram samtímis á samliggjandi leitarsvæðum svo að eigi verði misgöngur. Skulu leitarstjórar hafa samráð um þá tilhögun sem best er talin henta til að tryggja samræmingu við smölun.
Helgi Guðbrandsson, Hækingsdal sér um smölun á landi Stóra-Botns, sunnan varnargirðingar.
Réttarstjóri í Kjósarrétt verður Sigurður Ásgeirsson, Hrosshóli.
Marklýsingarmenn í Kjósarrétt verða Hreiðar Grímsson, Grímsstöðum og Dóra S. Gunnarsdóttir, Hækingsdal.
Í útréttir fara eftirtaldir:
1.
Þingvallarétt Helgi Guðbrandsson, Hækingsdal
2.
Þingvallarétt Helgi Guðbrandsson, Hækingsdal
Hreppsnefnd Kjósarhrepps
Fjallskilaboð í Kjósarhreppi 2022.
Fjallskil til lögrétta í Kjósarhreppi á þessu hausti verða á eftirtöldum dögum í Kjósarrétt.
1. rétt verður sunnudaginn 18. september kl. 15:00
2. rétt verður sunnudaginn 2. október kl. 15:00
Samkvæmt 10. gr. fjallskilasamþykktar fyrir Landnám Ingólfs Arnarsonar nr.775/2020 segir:
Allir, sem jörð hafa til ábúðar eða umráða, og allir sem sauðfé eiga eða hafa undir höndum eru fjallskilaskyldir samkvæmt fyrirmælum sveitarstjórna eða fjallskilanefnda. Hver maður er fjallskilaskyldur í því sveitarfélagi þar sem hann notar upprekstrarland fyrir fé sitt eða á land. Til leita í hverju upprekstrarlandi ber einkum að skipa þá er það nýta.
Samkvæmt 11. gr. fjallskilasamþykktar fyrir Landnám Ingólfs Arnarsonar nr.775/2020 segir:
Aðalhaustleitir skulu vera tvennar. Þá skal smala allt land þar sem fénaður hefur gengið á sumarbeit, sem mest á sama tíma. Sérstaklega skal þess gætt að göngur fari fram samtímis á samliggjandi leitarsvæðum svo að eigi verði misgöngur. Skulu leitarstjórar hafa samráð um þá tilhögun sem best er talin henta til að tryggja samræmingu við smölun.
Helgi Guðbrandsson, Hækingsdal sér um smölun á landi Stóra-Botns, sunnan varnargirðingar.
Réttarstjóri í Kjósarrétt verður Sigurður Ásgeirsson, Hrosshóli.
Marklýsingarmenn í Kjósarrétt verða Hreiðar Grímsson, Grímsstöðum og Dóra S. Gunnarsdóttir, Hækingsdal.
Í útréttir fara eftirtaldir:
1.
Þingvallarétt Helgi Guðbrandsson, Hækingsdal
2.
Þingvallarétt Helgi Guðbrandsson, Hækingsdal
Hreppsnefnd Kjósarhrepps
2.Félag sumarhúsaeiganda Hvammslandi
2208017
Niðurstaða:
Lagt framHreppsnefnd samþykkir með 5/5 atkvæðum að fela oddvita að boða til fundar með aðilum máls í síðasta lagi í október.
3.Erindi - Afrekssjóður fyrir ungt íþróttafólk
2208036
Fyrir hönd sonar okkar Benedikts langar okkur að sækja um styrk til Kjósarhrepps í afrekssjóð fyrir ungt íþróttafólk, ef hann er fyrir hendi, en Benedikt er að taka þátt í Heimsmeistaramóti U20 í íshokkí sem haldið verður í Serbíu 12. til 17. september næstkomandi. Þetta er hans önnur ferð á árinu en hann er einungis 18 ára og spilar því nú með báðum landsliðum U18 og U20 og er þetta verulegur kostnaður eða hver ferð um 150.000kr fyrir utan kostnað við búnað og fl. Benedikt er sennilega einn fárra landsliðsmanna sem Kjósarhreppur hefur á að skipa.
Niðurstaða:
SamþykktHreppsnefnd samþykkir 5/5 atkvæðum að styrkja Benedikt Bjart Olgeirsson um kr. 150.000,- til að taka þátt í Heimsmeistaramóti U20 í íshokkí.
Hreppsnefnd samþykkir 5/5 atkvæðum jafnframt að fela félags-, æskulýðs-, og jafnréttisnefnd að gera drög að stofnun afrekssjóðs.
Hreppsnefnd samþykkir 5/5 atkvæðum jafnframt að fela félags-, æskulýðs-, og jafnréttisnefnd að gera drög að stofnun afrekssjóðs.
4.Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni.
2208037
Niðurstaða:
Lagt fram5.Ungmennaráð Kjósarhrepps 2022-2023
2209005
Í gildi eru reglur frá árinu 2019 um hvernig koma skuli ungmennaráðinu af stað hverju sinni og starfrækja en þær reglur eru ónothæfar og úreltar. Óskað er eftir því að fá undanþágu frá reglunum og fá leyfi til að nota aðrar aðferðir en þar er mælt fyrir um svo við getum fundið rökrétta leið að verkefninu.
Niðurstaða:
SamþykktHreppsnefnd samþykkir 5/5 atkvæðum að veita undanþágu frá núgildandi reglum.
6.Skipulags- og byggingarnefnd - 160
2207001F
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 160 Nefndin telur að eftir lítilsháttar lagfæringar á greinargerð, sé tillagan óbreytt í grundvallaratriðum og þarfnist ekki auglýsingar, sbr. 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
Nefndin leggur því til við hreppsnefnd að samþykkja lagfærða tillögu til gildistöku og að gögn málsins verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga áður en tillagan tekur gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Hreppsnefnd samþykkir 5/5 atkvæðum lagfærða tillögu og að gögn málsins verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga áður en tillagan tekur gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 160 Niðurstaða þessa fundar Staðfest
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 160 Nefndin leggur til við hreppsnefnd að samþykkja tillöguna til gildistöku og að gögn málsins verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga áður en tillagan tekur gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Hreppsnefnd samþykkir 5/5 atkvæðum tillöguna til gildistöku og að gögn málsins verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga áður en tillagan tekur gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 160 Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum á fullnægjandi hátt. Tillagan er óbreytt í grundvallaratriðum og þarfnast ekki auglýsingar, sbr. 1. mgr. 32. gr.
Nefndin leggur til við hreppsnefnd að samþykkja tillögu að breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029, ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar Brekkna, Möðruvelli 1 og að gögn málsins verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 32. gr. og 42 gr. skipulagslaga áður en tillögurnar taka gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Hreppsnefnd samþykkir 5/5 atkvæðum tillögu að breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029, ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar Brekkna, Möðruvelli 1 og að gögn málsins verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 32. gr. og 42 gr. skipulagslaga áður en tillögurnar taka gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 160 Nefndin telur að deiliskipulagsbreytingin sé óveruleg og leggur til að Hreppsnefnd samþykki deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Hreppsnefnd samþykkir 5/5 atkvæðum deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 160 Nefndin samþykkir erindið, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Einnig með fyrirvara um að fyrir liggi hnitsettur uppdráttur fyrir allar lóðirnar og að umsókn F-550 sé undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001.
Nefndin telur jafnframt að eðlilegast væri að deiliskipuleggja svæðið. Niðurstaða þessa fundar Synjað Bókun fundar Hreppsnefnd 5/5 atkvæðum synjar umsókn um skiptingu lóða þar sem það samræmist ekki stærð íbúðahúsalóða samkvæmt gildandi Aðalskipulagi Kjósarhrepps. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 160 Nefndin telur að deiliskipulagsbreytingin sé óveruleg og leggur til að Hreppsnefnd samþykki deiliskipulagsbreytinguna og láti grenndarkynna breytinguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Hreppsnefnd samþykkir 5/5 atkvæðum deiliskipulagsbreytinguna og láti grenndarkynna breytinguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 160 Lóðin er afmörkuð og skráð 5.000 m² í gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar og íbúðarlóðar við Meðalfellsvatn, samþykkt 20.08.2015. Breyting á lóðamörkum myndi kalla á breytingu deiliskipulags. Niðurstaða þessa fundar Staðfest
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 160 Breyting á lóðamörkum myndi kalla á breytingu deiliskipulags. Kostnaður við gerð deiliskipulagsbreytinga er skv. gjaldskrá.
Niðurstaða þessa fundar Staðfest -
Skipulags- og byggingarnefnd - 160 Samþykkt, með fyrirvara um að umsókn F-550 sé undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001.
Niðurstaða þessa fundar Staðfest -
Skipulags- og byggingarnefnd - 160 Nefndin samþykkir erindið, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Einnig með fyrirvara um að fyrir liggi hnitsettur uppdráttur fyrir allar lóðirnar og að umsókn F-550 sé undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001.
Nefndin telur jafnframt að eðlilegast væri að deiliskipuleggja svæðið. Niðurstaða þessa fundar Staðfest -
Skipulags- og byggingarnefnd - 160 Nefnin fjallaði um málið á 158. fundi og var afgreitt með eftirfarandi: "Samþykkt, enda mun deiliskipulag fyrir a.m.k. 8 lóðir, sem stofnaðar voru á sama tíma, liggja fyrir innan reits F9 Bær, áður en byggingarleyfi verði gefið út og að umsókn F-550 sé undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001".
Nefndin getur ekki séð að ástæða sé til að breyta þeirri afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Hreppsnefnd samþykkir 5/5 atkvæðum að ekki verði krafist deilisskipulags og samþykkir að eftirfarandi bókun Skipulags- og byggingarnefndar nr. 157 þann 27. apríl 2022 standi.
"Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild, þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012." -
Skipulags- og byggingarnefnd - 160 Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild, þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Niðurstaða þessa fundar Staðfest
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 160 Byggingarfulltrúa falið að ræða við eiganda. Niðurstaða þessa fundar Staðfest
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 160 Samræmist deiliskipulagi. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild, þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Niðurstaða þessa fundar Staðfest
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 160 Framkvæmdin sem um ræðir er byggingarleyfisskyld, skv. byggingarreglugerð. Skipulags- og byggingaryfirvöld í Kjósarhreppi áskilja sér rétt til að beita ákvæðum byggingarreglugerðar
sbr. 2.9.1. gr. Stöðvun framkvæmda, lokun mannvirkis o.fl., ásamt 2.9.2. gr. Aðgerðir til að knýja fram úrbætur.
Niðurstaða þessa fundar Staðfest Bókun fundar Hreppsnefnd staðfestir 5/5 atkvæðum bókun skipulags- og byggingarnefndar en veitir jafnframt eiganda frest fram til næsta skipulags- og byggingarnefndarfundar sem væntanlegur er í lok september næst komandi til að leggja inn áætlun um úrbætur.
7.Viðburðar- og menningarmálanefnd fundargerð nr. 45
2208034
Niðurstaða:
Lagt fram8.Kjósarveitur - fundargerð nr 66
2208029
Niðurstaða:
Lagt fram9.Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins - dreifing fundargerðar - 108. fundur
2208046
Niðurstaða:
Lagt fram10.Fundargerð - Stjórn SSH - 542
2208021
Niðurstaða:
Lagt fram11.Fundargerð - Stjórn Samband Íslenskra sveitarfélag nr. 912
2209001
Niðurstaða:
Lagt fram12.Vindorka - Starfshópur
2208027
Niðurstaða:
SamþykktHreppsnefnd samþykkir að senda inn ábendingar til starfshóps sem vinnur að skoðun á nýtingu vindorku.
13.Forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026
2208047
Í minnisblaðinu sem sent var í síðustu viku var því miður ekki tilgreindur réttur hlekkur á útsvarslíkanið. Réttur hlekkur er https://utsvar.analytica.is
Niðurstaða:
Lagt fram14.Bókun stjórnar sambandsins um ramma að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks
2208038
Niðurstaða:
Lagt framFundi slitið.
Hreppsnefnd samþykkti breytta dagskrá, JH setti fund skv. með fyrirliggjandi dagskrábreytingu.