Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra á Vesturlandi, Höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi hafa ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum.
Lýðskólinn á Flateyri auglýsir eftir umsóknum einstaklinga sem langar að efla sig og þroskast í nánu samneyti við náttúruna og samfélagið í vestfirsku þorpi. Kennsla hefst í september 2021. Umsóknir fara fram á vefsvæði skólans www.lydflat.is þar sem nálgast má upplýsingar um skólann, kennara og námsframboð. Þá má nálgast kynningarefni á Instagram síðu. Tenglar á þessar síður er að finna á www.lydflat.is