Auglýsing á breyting á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur, Kjósarhreppi
Kjósarhreppur auglýsir skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Breyting á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur, Kjósarhreppi
Samþykkt var í sveitarstjórn Kjósarhrepps 5. maí 2021, að breyta deiliskipulaginu: “Hvammur og Hvammsvík”, sem samþykkt var 28. ágúst 2000.
Breytingasvæðið nær yfir um 20 ha svæði í landi Hvammsvíkur í Hvalfirði, Kjósarhreppi. Fyrirhugað er að skilgreina 30 frístundalóðir, en einnig eru gerðar minniháttar breytingar á gönguleiðum á svæðinu. Um er að ræða svæði fyrir frístundabyggð, em er í beinu framhaldi af núverandi og eldra svæði, en hugmyndin er að tengja uppbyggingu við aðra þjónustu á staðnum, t.d. í hlöðunni og við sjóböðin.
Sveitarstjórn telur að heimilt hafi verið að falla frá gerð lýsingar skipulagsverkefnisins, sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga, enda liggi allar megin forsendur deiliskipulagstillögunar fyrir í aðalskipulagi.
Deiliskipulagstillagan verður til sýnis í anddyri hreppsskrifstofu Kjósarhrepps í Ásgarði frá og með 7. maí 2021 til 25. júní 2021. Tillögurnar verða jafnframt birtar á heimasíðu Kjósarhrepps, www.kjos.is.
Athugasemdir eða ábendingar vegna deiliskipulagstillögunnar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 25. júní 2021. Póstlagðar athugasemdir berist á skrifstofu Kjósarhrepps að Ásgarði Kjós, 276 Mosfellsbæ, eða með tölvupósti á netfangið skipulag@kjos.is
Kjósarhreppur 6.5 2021
Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps