Fara í efni

Skipulagsauglýsing- Eyjar II_Eyjatjörn_frístundab., Trana frístundab., og Þúfukot_ferðaþjónusta

Deila frétt:

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýst tillögur að eftirfarandi deiliskipulögum:

  1. Deiliskipulag frístundabyggðar Trönu í Kjós

Um er að ræða uppskiptingu lóða í tvær sumarhúsalóðir og nýtingarhlutfall bygginga samkvæmt deiliskipulagi er innan marka aðalskipulags.

Deiliskipulag 

  1. Deiliskipulag fyrir Þúfukot ferðaþjónustu

Á 18. fundi skipulags-, umhverfis- og samgöngunefndar og á 302. fundi sveitarstjórnar Kjósarhrepps þann 10. febrúar 2025 var samþykkt að auglýsa deiliskiplag fyrir Þúfukot ferðaþjónstu.

Með nýju deiliskipulagi er afmarkað svæði fyrir ferðaþjónustuhús á 5,5 ha svæði sem staðsett er sunnan megin við Hvalfjarðarveg (nr. 47) og við rætur Eyrarfjalls. Byggingarreitir eru 13 talsins, þar af eru 12 byggingarreitir ætlaðir fyrir gistihús og einn byggingarreitur fyrir þjónustubyggingu.

Markmið fyrirhugaðra breytinga er að byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu.

Í skipulagstillögunni eru 11 nýir reitir innan lóðar skipulagðir fyrir þjónustuhús fyrir ferðaþjónustu auk þess sem byggingareitur við núverandi íbúðarhús og útihús eru staðsettir og stækkaðir. Með því er hægt að byggja við, endurbæta og viðhalda núverandi byggingum og breyta notkun þeirra úr landbúnaðarbyggingum í þjónustubyggingar. Markmið fyrirhugaðra breytinga er að byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu og gefa eldri byggingum nýtt hlutverk.

Tillögurnar liggja frammi á skrifstofu Kjósarhrepps, Ásgarði, frá og með 17. febrúar 2025 til 1. apríl 2025 og er einnig til sýnis á heimasíðu Kjósarhrepps, www.kjos.is sem og í skipulagsgátt undir málsnúmerum 159/2025 og 161/2025.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir til 1. apríl 2025.

Deiliskipulag uppdráttur
Deiliskipulag greinargerð

Samkvæmt 401. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst lýsing af eftirfarandi deiliskipulagi:

  1. Deiliskipulag frístundabyggðar Eyjatjarnar í landi Eyja II

Deiliskipulagið er ætlað að skapa skýran ramma utan um uppbyggingu 19 frístundalóða. Stærð lóða verður frá 3340 m² til 10.720 m². Nýtingarhlutfall er 0,03. Húsin verða lágreist en heimilt er að hafa húsin í eystri hluta byggðarinnar á stöllum vegna landhalla.

Lýsingin liggur frammi á skrifstofu Kjósarhrepps, Ásgarði, frá og með 17. febrúar 2025 til 17. mars 2025 og er einnig til sýnis á heimasíðu Kjósarhrepps, www.kjos.is sem og í skipulagsgátt undir málsnúmerinu 162/2025.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir til 17. mars 2025.

Skila skal athugasemdum á skrifstofu Kjósarhrepps, Ásgarði, 276 Mosfellsbæ eða í skipulagsgátt undir viðkomandi málsnúmeri.

Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

Deiliskipulag

Virðingarfyllst,

Skipulagsfulltrúi Kjósarhrepps