Fara í efni

Minnum á

Deila frétt:

 

Að heldri íbúum í Kjósarhreppi er boðiðí Ásgarð á morgun,  miðvikudag  22. mars kl. 15:00.  Elva B. Pálsdóttir forstöðumaður  félagsstarfs eldri borgara og Vibeke Þ. Þorbjörnsdóttir deildarstjóri búsetu-/þjónustudeildar Mosfellsbæjar koma í heimsókn og kynna það góða starf sem þar er í boði og Kjósarhreppur er aðili að.

 

Einnig kemur hópur gítarnemenda úr Listaskóla Mosfellsbæjar í heimsókn og leikur fjölbreytta tónlist og leikur undir í fjöldasöng. Stjórnendur eru Símon Ívarsson og Ívar Símonarson.

 

Heitt á könnunni, bókasafnið opið og upplagt að skila bókum og ná sér í nýjar.