Fara í efni

Skipulags- og byggingarmál

Í Kjósarhreppi er starfandi skipulags- og byggingarfulltrúi.

Um skipulagsmál fer samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010 og lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Starfssvið byggingarfulltrúa og embættis hans er skilgreint í 8.gr. II. kafla byggingarlaga nr.160/2010 og í byggingarreglugerð.

Byggingarfulltrúi áritar uppdrætti og gefur út byggingarleyfi. Embætti byggingarfulltrúa vakir yfir því að hús og önnur mannvirki séu byggð í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög og reglur. Embættið sér um úttekt einstakra þátta byggingarframkvæmda og lokaúttekt fullbyggðs mannvirkis og gefur út vottorð þar um áður en mannvirki skal tekið í notkun.

Á skrifstofu byggingarfulltrúa eru gefnar upplýsingar um ýmis mál, sem lúta að byggingarmálum.

Embættið tilkynnir Fasteignadeild Þjóðskrá Íslands samþykktir í byggingarmálum og skráir fasteignir í fasteignaskrá.

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?