Kynning á fyrirhugaðri breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 og deiliskipulagsbreytingu skv. skv. 2. mgr. 30 gr. og 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Kynning á fyrirhugaðri breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 og deiliskipulagsbreytingu skv. skv. 2. mgr. 30 gr. og 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Á fundi sveitarstjórnar Kjósarhrepps þann 4. maí 2022 var samþykkt að kynna fyrirhugaða aðalskipulags- og deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 30 gr. og 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, og senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar eftir kynningu, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Um er að ræða breytingu á landnotkun á hluta frístundabyggðar Möðruvalla 1, þar sem breyta á hluta frístundabyggðar F15c í íbúðarbyggð. Fyrirhuguð íbúðarbyggð nær til lóða Brekkna 1, 2 og 8 ásamt aðkomuveg að lóðunum.
Auk þess á að breyta afmörkun iðnaðarsvæðis I2 í landi Möðruvalla 1. Um er að ræða leiðréttingu á afmörkun iðnaðarsvæðis, til samræmis við samþykkt deiliskipulag athafnasvæðis í landi Möðruvalla (Landlínur ehf, 2016), sem nær að mörkum frístundabyggðar F15c.
Verkefnislýsing hefur verið auglýst skv. 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga. Umsagnir við lýsinguna bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti, Vegagerðinni og Rarik. Brugðist hefur verið við ábendingum sem bárust.
Staðbundið hættumat fyrir svæðið frá Veðurstofu Íslands liggur fyrir.
Hægt er að kynna sér tillögurnar á vef Kjósarhrepps, kjos.is og þá verða tillögurnar einnig aðgengilegar í anddyri skrifstofu Kjósarhrepps að Ásgarði í Kjós.
Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 23. maí 2022. Póstlagðar athugasemdir berist á skrifstofu Kjósarhrepps að Ásgarði Kjós, 276 Mosfellsbæ, eða með tölvupósti á netfangið skipulag@kjos.is
Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar Brekkna
Breyting á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029
Frekari upplýsingar veitir skipulagsfulltrúi Kjósarhrepps.
Kjósarhreppi 10.5. 2022
Skipulagsfulltrúi Kjósarhrepps