Kjósarhreppur auglýsir skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 - Deiliskipulag Hvítaness, Kjósarhreppi
Kjósarhreppur auglýsir skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Deiliskipulag Hvítaness, Kjósarhreppi
Sveitarstjórn Kjósarhrepps samþykkt þann 30. mars 2022 að auglýsa deiliskipulagstillögu á neðri hluta jarðarinnar Hvítanes í Kjósarhreppi, dags. 2.3.2022, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að sækja um undanþágu frá grein 5.3.2.14. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 varðandi fjarlægðar mannvirkja nær vötnum ám eða sjó en 50 m.
Um er að ræða skilgreiningu á nýjum byggingarlóðum nyrst á Hvítanesi, alls um 5,0 ha að stærð. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsi, frístundahúsum, gestahúsum, bryggjuhúsi ásamt fjölnotahúsum ( hlaða, veisluhús, gróðurhús, skemmu eða verkstæði).
Deiliskipulagstillagan verður til sýnis í anddyri hreppsskrifstofu Kjósarhrepps í Ásgarði frá og með 6. apríl 2022 til og með 18. maí 2022. Tillögurnar verða jafnframt birtar á heimasíðu Kjósarhrepps, kjos.is.
Athugasemdir eða ábendingar vegna deiliskipulagstillögunnar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 18. maí 2022. Póstlagðar athugasemdir berist á skrifstofu Kjósarhrepps að Ásgarði Kjós, 276 Mosfellsbæ, eða með tölvupósti á netfangið skipulag@kjos.is
Kjósarhreppur 5.4. 2022
Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps