Fara í efni

Fréttir af skipulags- og byggingarsviði Kjósarhrepps

Deila frétt:

Töluvert hefur verið gert til að efla þjónustu við húseigendur í Kjósarhreppi á undanförnum mánuðum.  Gerðir hafa verið samningar við tvær verkfræðistofur, annars vegar Feril  sem leggur okkur til byggingarfulltrúa, Stefán Friðleifsson og hins vegar Landmótun sem leggur okkur til skipulagsfulltrúa Óskar Örn Gunnarsson.  Olgeir Olgeirsson hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri á skipulags- og byggingarsviðs, hann sér um samskipti við þá sem á þjónustunni þurfa að halda og tekur á móti erindum.

Við höfum einnig verið að bæta þjónustu með aukinni notkun á rafrænni þjónustu.  Með uppfærslu á tækjabúnaði Kjósarhrepps hefur sá áfangi náðst að nú eru  aðal­upp­drættir bygg­inga í Kjósarhreppi aðgengi­legar á kortavef sveitarfélagsins. Vinn­an hef­ur staðið yfir í nokk­urn tíma, enda ekki lítið verk að skanna og skrá með leit­ar­orðum þau 900 hús sem eru í sveitarfélaginu og stöðugt bætist við.

Fyrst í stað verða allar nýjar teikningar skannaðar inn eftir að Byggingarfulltrúi hefur samþykkt þær, þeir sem þurfa að skoða teikn­ing­ar geta þá farið inn á kortavef­inn hjá kjos.is í stað þess að sækja af­rit upp­drátta í af­greiðslu bygg­ing­ar­full­trúa.

Ferlið er að samþykkt­ir aðal­upp­drætt­ir eru skannaðir og sett­ir inn í kerfið inn­an mánaðar frá af­greiðslu bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókna. Hver og einn eig­andi húss get­ur óskað eft­ir því að grunn­mynd­ateikn­ing húss hans sé fjar­lægð úr gagna­grunn­in­um, en það heyr­ir til und­an­tekn­inga að slík­ar beiðnir ber­ist. Slík­ar um­sókn­ir eða aðrar fyr­ir­spurn­ir um teikn­ing­ar skulu ber­ast bygg­ing­ar­full­trúa með netpósti á bygg@kjos.is.

Byggingarfulltrúi þarf nú einungis eitt afrit af endanlegum teikningum út prentuðum afhenta til úrvinnslu og skönnunar sem sparar kostnað húseigenda og dregur úr umhverfisáhrifum.