Tillaga að breyting á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 og tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar Hvammur Hvammsvík í kjósahreppi.
Sveitarstjórn Kjósarhrepps samþykkti á fundi sínum þann 9. mars 2023 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 skv. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða er auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar Hvammur Hvammsvík, skv. 41 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010
Um er að ræða breytingu á bæði uppdrætti og greinagerð. Frístundasvæði F21 er stækkað og lóðum fjölgað. Efnistökusvæði E13 fellur út. Markmið með breytingum er að auka framboð lóða fyrir frístundahús til þessa að svara eftirspurn eftir lóðum á svæðinu.
Tillaga að breytingu deiliskipulags
Tillaga að breygingu aðalskipulags
Um er að ræða 9 lóðir sem staðsettar eru austan vegarins. Skilmálar gildandi deiliskipulags fyrir svæðið vestan vegar haldast óbreyttir.
Tillagan verður til sýnis í anddyri hreppsskrifstofu Kjósarhrepps í Ásgarði frá og með 23. mars 2023 til 5. maí 2023. Tillögurnar verða jafnframt birtar í Lögbirtingarblaðinu, á heimasíðu Kjósarhrepps, kjos.is. og fésbóksíðu hreppsins.
Athugasemdir eða ábendingar vegna tillögunnar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi fyrir klukkan 15:00, 5. maí 2023. Póstlagðar athugasemdir berist á skrifstofu Kjósarhrepps að Ásgarði Kjós, 276 Mosfellsbæ, eða með tölvupósti á netfangið skipulag@kjos.is
Pálmar Halldórsson, skipulags- og byggingafulltrúi
Kjósahreppur 21 mars 2023