Viðburða- og menningarmálanefnd
Dagskrá:
1. Rætt um hátíðarhöld sumarsins.
Þar sem Kaffi Kjós lokar 1. júní er óljóst hvar 17. júní hátíðahöld sem hafa verið haldin þar undanfarin ár gætu verið. Tvær hugmyndir voru ræddar og möguleikarnir verða kannaðir nánar á næstu dögum í samtali við mögulega samstarfsaðila.
Kátt í Kjós ætti að halda 16. júlí. Nefndin leggur til að hátíðin verði haldin með sama sniði og undanfarin ár, með markaði, kaffisölu Kvenfélagsins, sölu á vörum beint frá býli og skemmtiatriðum við Félagsgarð, auk rúlluskreytingarkeppni á stað sem hentar.
Annar fundur boðaður þegar nánari upplýsingar um möguleikana fyrir 17. júní liggja fyrir.
Þar sem nefndin lýkur sínum störfum 1. júní eru þessar hugmyndir lagðar fram sem tillögur til nýrrar hreppsnefndar sem tekur við framkvæmd viðburðanna.